Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Blaðsíða 57
28.12. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 EMO1994 á Nýja sviði Borgarleikhússins bbbmn Eftir Ole Martin Meland í flutningi Íslenska dansflokksins. „Húmor var rauði þráðurinn í verkinu, en þrátt fyrir það var alvarlegur undirtónn sem gerði danssmíðina enn áhugaverðari. Verkið var vel uppbyggt, ólíkir kaflar tvinnuðust saman á ein- stakan hátt, þar sem hljóðmyndin spilaði stórt hlutverk. Það tók dálítinn tíma að koma sér inn í verkið sem hefði því jafnvel mátt vera ögn lengra.“ ALVARLEGUR UNDIRTÓNN Í ÁHUGAVERÐU VERKI „Verkið [var] kynnt sem fyrirlestur um jaðarsöngleiki, sem er það listform sem Shalala-hópurinn hefur þróað,“ sagði Margrét m.a. í umsögn um dansverkið A Lecture on Borderline Musicals. Ljósmynd/Jeaneen Lund Danssýningar ársins ÞEGAR LITIÐ ER Á ÞÁ GAGNRÝNI SEM DANSRÝNIR MORGUNBLAÐSINS, MARGRÉT ÁSKELSDÓTTIR, HEFUR SKRIFAÐ Á LIÐNU ÁRI MÁ SJÁ AÐ BESTU SÝNINGARNAR BJÓÐA UPP Á DJARFA HUGMYNDAFRÆÐI OG EFNISTÖK AUK ÞESS SEM FJALLAÐ ER UM FIRRINGU NÚTÍMASAMFÉLAGS- INS OG INNRI ÞJÁNINGU ÞÓ HÚMORINN SÉ ALDREI LANGT UNDAN. Baldursbrá, ævintýraópera eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson í konsertuppfærslu í Lang- holtskirkju 9. júlí bbbbm Fjóla Nikulásdóttir s., Eyjólfur Eyjólfsson t., Jón Svavar Jósefsson bar. og Davíð Ólafsson b. Stjórnandi Gunnsteinn Ólafsson. „Það er sjaldgæft, svo ekki sé meira sagt, að heyra jafn- augljóslega innblásið og heiðtært tónverk sem ber jafnsterka vísbendingu um varanlegt endingargildi þegar við fyrstu heyrn.“ AF GRAS- OG DÝRBÍTUM „Túlkunin var einfaldlega með því allra bezta sem ég man eftir úr 35 ára gagnrýnni reynslu.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Klassískir tónleikar ársins ÞEGAR HORFT ER YFIR ÞÁ GAGNRÝNI SEM KLASSÍSKUR TÓNLISTARRÝNIR MORGUNBLAÐSINS, RÍKARÐUR ÖRN PÁLSSON, HEFUR SKRIFAÐ Á ÁRINU SEM SENN ER AÐ LÍÐA FER EKKI MILLI MÁLA AÐ HARPA TREKKIR AÐ FREMSTU TÓNLISTARMENN OG HLJÓMSVEITIR HEIMS. Sinfóníuhljómsveit Torontoborgar í Hörpu 24. ágúst bbbbb Tsjækofskíj: Fiðlukonsert í D Op. 35. Vivier: Orion (1979). Rakhmaninoff: Sinfónískir dansar Op. 45. James Ehnes fiðla. Stjórnandi: Peter Oundjian. „Fiðlukonsert Tsjækofskíjs […] var í framúrskarandi höndum kanadíska einleikarans James Ehnes, er fór jafnt með fingurbrjótafjöldann sem syngj- andi innileik verksins eins og að drekka vatn. [… hyllingu á fæti] hlutu TSO og stjórnandi hennar síðan frá blístrandi þakklátum áheyrendum að loknu verki Rakhmaninoffs eftir hlé, og ekki að sökum að spyrja“ KANADAMENN Í TOPPFORMI Sinfóníutónleikar í Eldborg Hörpu á Listahátíð í Reykjavík 23. maí bbbbb Mahler: Sinfónía nr. 3. Jamie Barton mezzós., Vox feminae og Stúlkna- kór Reykjavíkur. Stjórnandi: Osmo Vänskä. „Allt þetta sagði mér að Mahler ætti líklega meira erindi við mig en ég hélt. Þ.e.a.s. í réttum höndum – og þar var Osmo Vänskä tví- mælalaust fremstur meðal jafningja. Mér er satt að segja til efs hvort nokkur hafi skilað glæsi- legri árangri í samanlagðri sögu hljómsveitar allra landsmanna. Enda var honum og flytjendum fagnað að verðleikum með standandi lófataki.“ NÁTTÚRUSINFÓNÍA MAHLERS Í ÆÐSTA VELDI Sinfóníutónleikar í Eldborg Hörpu 8. maí bbbmn Rakhmanínoff: Dauðraeyjan. Mússorgskíj: Söngvar og dansar dauð- ans. Brahms: Sinfónía nr. 1 í c. Ólafur Kjartan Sigurðarson bar. og Sin- fóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Vladimir Ashkenazy. „… var ekki annað að heyra en að [Ólafur Kjartan] nyti ómvist- arinnar fram í fingurgóma. […] Heiðrík túlkun Ashkenazys sneiddi blessunarlega hjá tízkuviðleitni til að sýna „nýja hlið“ á [verki Brahms] með t.a.m. öfgakenndu hraðavali líkt og stundum heyrist. Eftir stóð ómenguð perla öllum til óblandinnar ánægju.“ AF ÓDAUÐLEGUM DAUÐA Einleikstónleikar í Eldborg Hörpu á Listahátíð í Reykjavík 29. maí bbbbm Verk eftir Brahms, Ravel, Chopin og Stravinskíj. Khatia Buniatishvili píanó. „Eiginlega var hvergi dauðan punkt að finna í gjörvallri dagskránni. Buniatishvili hélt hlustendum sínum á stöðugum nálum frá byrjun til enda […] ekki aðeins nutu dreymandi unaður jafnt sem drynjandi fít- onskraftur sín til fullnustu af gagnkvæmum andstæðum, heldur gat einn- ig að heyra gegnmúsíkalska mótun á jafnt söngrænum augnablikum sem í trommusveiflandi hrynseið – og allt tandurskýrt, sama hvað á gekk!“ BLÍÐUHÓT OG BYLMINGSHÖGG A Lecture on Borderline Musicals í Tjarnarbíói Eftir Ernu Ómarsdóttur og Valdimar Jóhannsson sem skipa hópinn Shalala. „Verkið byggðist á greiningu á fyrri verkum hópsins, sett fram á fyr- irlestrarformi þar sem persónur og örsenur úr eldri verkum voru kynntar. Hugmyndafræðin og efnistökin voru mjög djörf, verkið krafðist krappra skiptinga þar sem tveir sýnendur brugðu sér í mörg gervi. Allt gekk þetta þó fullkomlega upp og Erna Ómarsdóttir sýnir enn og aftur sínar mögn- uðu hliðar.“ ERNA SÝNIR ENN OG AFTUR SÍNAR MÖGNUÐU HLIÐAR Blind Spotting í Tjarnarbíói Eftir Margréti Söru Guðjónsdóttur. „Eins og í fyrri verkum Margrétar tekur verkið á tilfinningum, firringu nútímasamfélags og innri þjáningu. Hæg framvindan og samskiptaleysi dansaranna skapa innri spennu. Áhorfendur fá að gægjast inn í persónulegt rými flytjendanna sem virðast þjak- aðir af þögn. Þrátt fyrir krefjandi stöður virðast grannir lík- amarnir þjakaðir af þyngslum og þreytu.“ SAMSKIPTALEYSI SKAPAR INNRI SPENNU Wilhelm Scream í Kassa Þjóðleikhússins Eftir Ingu Huld Hákonardóttur og Rósu Ómarsdóttur. „Verkið fjallar um samband hljóðs og hreyfingar. Verkið hófst í algjöru myrkri, furðuleg hljóð sem erfitt var að staðsetja bár- ust frá sviðinu. Myrkrið var snjöll leið til þess að koma áhorf- endum inn í þemað og fá þá til þess að veita hljóðunum athygli. […] Þetta var létt og skemmtilegt verk sem hæfir öllum aldurs- hópum.“ FURÐULEG HLJÓÐ Í MYRKRI Meadow á Nýja sviði Borgarleikhússins bbbmn Eftir Brian Gerke í flutningi Íslenska dansflokksins. „Það voru þó margar fallegar senur í verkinu sem vöktu lófa- klapp viðstaddra og má þar nefna fyrsta sóló Katrínar Á. John- son, enda gaman að sjá hana dansa með flokknum eftir nokk- urra ára hlé. Tónlist verksins var vel valin og ýtti hún undir súrrealíska stemningu þessa brenglaða ævintýralands sem minnti helst á söguna um Lísu í Undralandi.“ SÚRREALÍSK STEMNING Í BRENGLUÐU ÆVINTÝRALANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.