Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Blaðsíða 36
Græjur og tækni Sony hótar Twitter *Sony hefur hótað samskiptamiðlinum Twitter málsókn leitisthann ekki við að koma í veg fyrir að notendur hans birti afrit afstolnum tölvupóstum Sony. Tölvupóstarnir voru hluti af lekanumstóra í kjölfar tölvuárásarinnar á fyrirtækið nú fyrir skemmstu. Lögmaður Sony sendi nýlega bréf til Twitter þar sem þess varkrafist að öllum reikningum sem birta leynilegar upplýsingar fráSony yrði lokað. Tölvupóstarnir hafa valdið miklu fjaðrafoki inn- an Hollywood enda er þar talað af hispursleysi um mörg af stærstu nöfnum kvikmyndaiðnaðarins. U pplýsingalekinn frá Sony hefur haldið áfram að vinda upp á sig og nýlega birti einn stofnenda Snapchat, Evan Spiegel, opinbera yfirlýsingu á Twitter vegna málsins þar sem hann segist bæði reiður og mið- ur sín vegna málsins. Leyni- legar upplýsingar um fjárhag og fyrirætlanir Snapchat voru gerðar opinberar í lekanum. Upplýsingarnar komu fram í tölvupóstum sem Spiegel sendi Michael Lynton, starfs- manni Sony sem jafnframt situr í stjórn Snapchat. Þar var meðal annars ljósi varpað á fjárhagsleg áform Snapchat og jafnframt fjallað um yfirtökur fyrirtækisins sem ekki hafði verið fjallað um áður. „Langaði til að gráta“ Snapchat er samskiptamiðill sem grundvallast á mynd- skiptum. Notendur deila með sér myndum og myndböndum sem eyðast svo jafnharðan nema notendur vilji annað. Yfirlýsing Spiegel var tilfinningaþrungin og bar þess merki að vera skrifuð af manni sem var í senn heitt í hamsi og mikið í mun að segja eitthvað eftirminnilegt. „Mig langaði til þess að gráta í allan morg- un,“ sagði Spiegel snemma í yfirlýsingunni sem bar titilinn „Að varðveita vandamál“. „Ég fór í göngutúr og hugsaði mikið. Ég rakst á einn af kennurunum mínum úr gaggó. Hún faðmaði mig innilega. Ég þurfti á því að halda. Það er ekki í lagi að stela leynd- armálum af öðrum og gera þau opinber.“ Að lokum skrifað Spiegel að starfsmenn Snapchat væru reiðir og sárir en væru um leið staðráðnir í að halda áfram baráttu sinni af tífalt meiri þrótti en áður. Tilkynn- ingunni lauk svo á innblásnu loforði um að Snapchat ætlaði sér að breyta heiminum því þetta væri ekki sú veröld sem fyrirtækið vildi tilheyra. Jolie „dekurrófa“, DiCaprio „fyrirlitlegur“ Tölvuárásin á Sony hefur valdið miklu fjaðrafoki, bæði vegna þess upplýsingamagns sem gert var opinbert og jafnframt vegna þess að fyrirtækið hefur hætt við að setja kvikmyndina The Interview í sýningar, en talið er að framleiðsla hennar hafi verið rót þess að ráðist var á fyrirtækið. Í myndinni fá tveir sjónvarpsmenn, leiknir af Seth Rogen og James Franco, það verkefni að ráða Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kóreu, af dögum. Þá hafa eftirköst árásarinnar smám saman eitrað út frá sér og gárað gjörvallan kvikmyndaiðnaðinn í Hollywood. Í einum innanhússtölvupósti sagði áhrifamaður innan fyr- irtækisins leikkonuna Angelinu Jolie vera „dekurrófu sem byggi yfir lágmarkshæfileikum“ og einnig var sú skoðun á stórleikaranum Leonardo DiCaprio sett fram að hann væri „fyrirlitlegur“ í ljósi þess að hann hefði dregið sig í hlé frá aðalhlutverkinu í mynd um Steve Jobs. Svartur Bond og kvendraugabanar Þá varpa tölvupóstarnir og gögnin áhugaverðu ljósi á þær stefnur og strauma sem virðast ráðandi í Hollywood um þessar mundir. Í einum pósti frá Amy Pascal, vara- stjórnarformanni Sony, kemur fram að leikarinn Idris Alba eigi að taka við af Daniel Craig sem leyniþjón- ustumaðurinn James Bond. Þá er væntanleg ný Ghost- buster-mynd þar sem draugabananir fjórir verða allir konur. Á hinn bóginn er mikill launamunur ríkjandi milli kynja innan Sony og af þeim 17 starfsmönnum sem fá meira en eina milljón dollara í árslaun er aðeins ein kona. Stofnandi Snapchat gráti næst LEYNILEGAR UPPLÝSINGAR UM FJÁRHAG OG VIÐSKIPTAMÓDEL SNAPCHAT ERU Á MEÐAL ÞEIRRA GAGNA SEM STOLIÐ VAR AF SONY. ÞÁ VARPA INNAN- HÚSS-TÖLVUPÓSTAR FYRIRTÆKISINS LJÓSI Á ROTIÐ SAMBAND MILLI STJÓRNENDA ÞESS OG HOLLY- WOOD-STJARNA. Halldór A. Ásgeirsson haa@mbl.is Kvikmyndin The Interview mun ekki fara í sýningar. Þeir gagnrýnendur sem hafa séð myndina hafa ekki bein- línis ausið hana lofi. Fjölmagir hafa hins vegar krafist þess að myndin verði sýnd í nafni tjáningarfrelsis. AFP Mikill glundroði ríkti meðal unglinga sem alþjóðlegra stórstjarna stuttu fyrir jól þeg- ar myndskiptamiðillinn Instagram hreinsaði út milljónir gervireikninga og róbota. Her- ferðin hefur hlotið nafnið „Instagram hreinsunin“ og hafði í för með sér að síð- ur fólks glötuðu þúsundum, í sumum til- vikum milljónum fylgjenda á einni nóttu. Hreinsunin var mörgum stjörnum afar þungbær og sem dæmi má nefna glataði Justin Bieber um 3,5 milljónum fylgjenda og hip hop-stjarnan Akon missti um 56% fylgjenda sinna. Þá missti Kim Kardashian meira en 1,3 milljónir fylgjenda. Þeir reikningar sem eytt var af Instagram voru reikningar sem í sífellu birtu hlekki og auglýsingar og í flestum tilvikum var um að ræða reikninga sem lutu stjórn róbota. Int- ernet-róbotar eru hugbúnaðareiningar sem framkvæma sjálfvirkt ýmsar aðgerðir og sérfræðingar hafa haldið því fram að til séu fleiri róbotar á netinu en fólk á plánetunni. Vinsældir skapa vinsældir Mörg netfyrirtæki veita notendum sínum tækifæri til þess að kaupa sér mikinn fjölda fylgjenda – að mestu leyti róbota – á sam- skiptamiðlum á borð við Twitter, Instagram og Vine til þess að líta út fyrir að vera vin- sælli en þeir eru í raun. Undirliggjandi hugsun þess að kaupa sér fylgjendur er að gervi-vinsældir leiði af sér raunverulegar vinsældir. Þessi aðgerð Instagram þýðir að áhættu- samt getur reynst að fjárfesta í gervi- fylgjendum. Instagram, sem er í eigu Fa- cebook, hefur áður viðurkennt að rusl- póstur sé vandamál á miðlinum. Talsmaður Instagram sagði að gripið hefði verið til hreinsunarinnar í kjölfar kvartana frá notendum. „Við lítum svo á að upplifun notenda verði meira ekta fyrir vikið og að samskipti raunverulegs fólks muni endurspeglast á tærari hátt en áður.“ Það var hins vegar miðillinn sjálfur sem missti flesta fylgjendur eða um 18 milljónir talsins. Instagram sem aðrir samskiptamiðlar hefur mikla þýðingu fyrir frægt fólk enda getur það þar að einhverju leyti stjórnað ímynd sinni út á við gagnvart umheiminum og aðdáendum sínum. Þá geta vinsælir not- endur sem eiga marga fylgjendur einnig fengið greitt fyrir að auglýsingar birtist á síðum þeirra. Því er ljóst að hreinsunin mikla á Instagram getur haft víðtæk áhrif og ekki aðeins valdið því að margir not- endur sitji eftir með sárt ennið fyrir fram- an tölvuskjáinn og gráti sína töpuðu fylgj- endur. VÍÐTÆK HREINSUN Á INSTAGRAM Fylgjendurnir hurfu Instagram er einn stærsti samskiptamiðill heims í dag með um 300 milljónir notenda. AFP Angelina Jolie fær að finna til tevatnsins í tölvupóstunum sem lekið var.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.