Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.12. 2014 Hrúturinn sem alla jafna elskar breytingar hefur ef til vill fengið sig fullsaddan á ýmiss konar stakkaskiptum en sviptingar hafa verið stöðugar frá árinu 2011 þegar áhrifa Úranusar fór að gæta í stjörnumerkinu. Breytingar geta reynt á en Hrúturinn þarf að sætta sig við að líf hans er undirorpið þeim áfram. Þetta á ekki aðeins við persónulega hagi heldur er öll umgjörð Hrútsins líkleg til breytinga, allt frá útliti til húsnæðis. Um miðjan júlí á síðasta ári hófst einstaklega rómantískt tímabil í lífi Hrútsins og töfrarnir halda áfram og vara að minnsta kosti fram í ágúst á þessu ári. Einhleypir Hrútar eru því líklegir til að hitta einhvern næstu mánuði, sérstaklega í febrúar, og þeir sem eru að upplifa ástaræv- intýri nú þegar verða áfram á bleiku skýi. Líklegt er að til uppgjörs komi í þeim samböndum þar sem raunverulegar og djúpar tilfinningar skortir um miðbik ársins. Hrúturinn þarf að sætta sig við að sleppa því sem er aðeins skemmtilegt en ekki djúpt. Um miðjan ágúst má búast við spennandi breytingum í starfi eða nýjum tækifærum á núver- andi stað og þeir sem vinna á skapandi sviði atvinnugreina njóta sérstakrar blessunar allt árið 2015 og líklegt er að þeim bjóðist spennandi aukaverkefni sem gefur af sér. Hrúturinn þarf áfram að skipuleggja fjármálin sín afar vel því annars gæti hann lent í vand- ræðum. Ef hann gerir það gæti hins vegar virkilega farið að létta til. Margir Hrútar hafa þurft að fara í gegnum þröng tvö ár í fjármálunum og sýna mikið aðhald en árangur þessa tíma gæti farið að koma fram núna. Hrúturinn ætti sérstaklega að huga að heilsu sinni í stærra samhengi, hjarta, lungum og stunda reglulega hreyfingu. 21. MARS – 20. APRÍL Hrúturinn Krabbinn þarf að forðast átök í ár. Hann ætti ekki að gera dramatískar breytingar á lífi sínu þótt hann langi til þess því nóg verður nú samt um kaótík á árinu. Í byrjun ágúst og í lok september á hann sérstaklega að hafa þetta í huga því á þeim tíma er hætt við að hann verði ofurtilfinninga- samur og ekki í nægu jafnvægi til að taka skynsamlegar ákvarðanir. Óreiða hefur að mörgu leyti einkennt líf hans síðustu árin og núna í ár á það einkum við ásta- lífið. Hins vegar er líka meiri alvara í kortunum. Það er líklegra nú en síðustu árin að tilfinning- arnar risti dýpra og að einhver sem hann þekkir nú þegar verði ástfanginn upp fyrir haus af hin- um dulúðuga einstaklingi í krabbamerkinu. Líklega er það manneskja sem starfar í viðskiptalífinu. Hér gæti verið stund og staður til að ljúka upp skelinni. Það ætti ekki að koma að sök þótt Krabbinn leggi örlitla peningaupphæð í eitthvað sem gæti reynst ábatasamt því hann verður lánsamur í fjármálum með Júpíter í húsi peninga. Krabbinn gæti þannig dottið ofan á óvænt dýrmæti eða selt eitthvað sem er meira virði en hann hélt. Krabbinn mun líklega finna til löngunar til að fara í nám, á nýjum vettvangi eða í framhalds- nám. Ef ekki þá þráir hann nýjar áskoranir á starfssviðinu í vinnunni en eins og í öðru ætti hann að hafa sig hægan og fara varlega í slíkar ákvarðanatökur. Hins vegar er þetta afar gott ár fyrir Krabbann til að bæta við sig þekkingu því hann er sérstaklega einbeittur og skýr í kollinum í ár og mun vekja athygli fyrir snerpu. Krabbinn þarf að sýna sjálfsaga á ótal sviðum en ekki síst á hinu heilsufarslega og pína sig til að stunda einhvers konar hreyfingu því stoðkerfi hans er viðkvæmt. 21. JÚNÍ – 20. JÚLÍ Krabbinn Síðustu árin hefur Nautið verið afar leitandi og tekið út mikinn andlegan þroska. Sá þroski held- ur áfram og mun Nautið finna mikla fullnægju í hvers kyns andlegri leit og menntun áfram á árinu og öðlast dýrmætt innra jafnvægi. Nautin hafa þurft að ganga í gegnum miklar áskoranir í ástarsamböndum og þolraunir hafa einkum verið lagðar fyrir þau sem eru í langtímasamböndum. Þá hafa einhleyp naut um nokkurt skeið ekki rekist á neinn sem þau vilja eyða tíma í og þá hafa vonbrigði með vini, ástvini og kunn- ingja látið á sér kræla. Þetta á eftir að snarbreytast á árinu. Bæði verður árið einkar gott þeim sem eru í samböndum þar sem þeir fá að njóta þess að vera til án átaka og á vegi einhleypra Nauta verður kærleiksrík manneskja sem mun elska Nautið og það er líklegt að Nautinu muni elska hana. Ef kalla mætti eitthvert stjörnumerki hamingjusamasta stjörnumerkið í ár verður það Nautið sem mun uppskera á öllum sviðum og árið verður frjósamt, í bókstaflegri merkingu, fjölskyldu- meðlimum gæti fjölgað. En einmitt af því að allt gengur vel er hætt við að það fari fram úr sér í peningaeyðslu því allt er svo gaman. Þetta er viðkvæmasti þáttur ársins og þá gæti maki Nauts- ins runnið á rassinn í fjármálunum. Nautið gæti sýnt fyrirhyggju og skipulagt sig í byrjun árs með fjölskyldunni. Það er ekki vitlaust að skammta sér pening fyrir hverja viku. Mars og júní verða góðir mánuðir fyrir útivinnandi Naut. Það finnur að það er metið að verð- leikum og einhvers konar viðurkenning eða bónus gæti skotið upp kollinum. Í enda ársins fær Nautið einstakt tækifæri upp í hendurnar á atvinnusviðinu og námsmenn uppskera ríkulega. 21. APRÍL – 20. MAÍ Nautið Heima fyrir ætti Ljóninu að semja óvenjuvel við aðra fjölskyldumeðlimi árið 2015 en árið sem er senn á enda reyndi á taugarnar heima fyrir. Ljóninu fannst það einangrað og samkomulagið var upp og ofan. Ljóninu til léttis er þessi tími að mestu yfirstaðinn, í ár verður einmitt gaman að vera á heimilinu, Ljóninu gæti jafnvel dottið í hug að festa kaup á nýju sjónvarpi og heimilis- græjum meðan eyðslan utan heimilis, í skemmtanir til dæmis, minnkar. Ljósi punkturinn er að Ljónið mun hafa efni á því í ár! Ljóninu leiðist það ekki en það mun gera sér glaðan dag, borða sælkeramat og kaupa vandaðri föt. Oft hefur ljónsleg munaðarþörfin komið því í skuldir og klípu en ekki núna. Þótt fjárhagslega sé árið gott er Ljónið ekki að fara að taka nein spor að ráði á sinni frama- braut þótt það bóli á einhverjum tækifærum allra síðustu mánuði ársins. Ljón sem hafa átt í löngum haltu-mér-slepptu-mér-samböndum eða í samböndum þar sem pás- ur eru daglegt brauð ættu að ná áttum og annaðhvort verða þau sambönd stöðugri eða fjúka end- anlega út í veður og vind. Á vegi Ljónsins verður einstaklega rómantískur einstaklingur sem starfar á sviði mennta eða lista, þetta gæti verið manneskja sem er talsvert eldri en Ljónið sjálft og þá er ekki ólíklegt að ástin blómstri á framandi slóðum með einhverjum spennandi ein- staklingi. Ljón sem hafa verið í langtímasamböndum munu þurfa á því að halda að hlaða batteríin og styrkja sambandið. Góð samvera og næði er lykilatriðið. Lund Ljónsins léttist mjög á árinu og það gefur sér tíma fyrir tómstundir og spennandi áhuga- mál. Ljónið þarf eins og alltaf að huga að hnjám og mjóbaki sérstaklega og vera í góðum skóm. 21. JÚLÍ – 21. ÁGÚST Ljónið Tvíburinn hefur sjaldan verið í betra standi til að læra og verða sér úti um meiri menntun, hann er í góðu jafnvægi og móttækilegur. Sprenglærðir Tvíburar ættu að koma þekkingu sinni í orð, í ræðu eða riti. Þetta er árið sem Tvíburinn á að láta í sér heyrast, hvort sem er í ljóðum, sögum, fyrirlestrum, greinum eða öðru. Það verður hlustað á hann. Þó er smá áhyggjuefni í kortunum er snýr að ástarlífinu sem síðustu tvö árin hefur verið einkar gott í lífi Tvíburans. Hveitibrauðsdagarnir eru yfirstaðnir hjá þeim sem bundust tryggðaböndum til frambúðar og nú líta áskoranirnar dagsins ljós. Tvíburinn ætti að komast að því núna hvort það að fara í sambúð á rósrauðu skýi hafi verið góð hugmynd eður ei og mun ekki þurfa að bíða lengi til að reka sig á núningsfletina í sambandinu. Einhleypir Tvíburar ættu að búa sig undir að rekast á gamla drauga; endurfundi með gömlum kærasta eða kærustu. Á móti kemur að baklandið mun styðja vel við Tvíburann og stórfjölskyldan njóta óvenju- margra gleðilegra stunda á árinu. Sömuleiðis, ef Tvíburinn hefur verið að íhuga að fjárfesta í nýju húsnæði eða bíl, þá er þetta allra besti tíminn núna þar sem stuðningur fjárhagslega er mik- ill og almennt er Tvíburinn vel settur og mun njóta stöðugleika á því sviði áfram. Engra stórtækra breytinga er að vænta á starfsvettvangi, sviptingar eru ekki líklegar né að eitthvað nýtt sé í kortunum. Best er að fylgja innsæinu í þessum málum og stökkva á eitthvað ef tilfinningin fyrir því er góð en Tvíburinn verður einkar næmur á árinu og finnur auðveldlega á sér hluti. Tvíburinn mun samfara auknu álagi í sínu persónulega lífi vera viðkvæmari til heils- unnar og á að fara vel með sig, annars gera slappleiki og þreytueinkenni auðveldlega vart við sig. 21. MAÍ – 20. JÚNÍ Tvíburinn Meyjan á sér smá leyndarmál sem fáir vita af en innra með henni hafa undursamlegir hlutir verið að gerast. Hún hefur tekið út mikinn þroska síðasta árið og öðlast djúpan skilning á sínu um- hverfi og í stærra samhengi. Í ágúst verður þessu deilt með fleirum í minna eða stærra samhengi. Meyjan afrekar eitthvað sem hana hefur lengi dreymt um og nær langtímamarkmiðum. Líklegt er að sambönd við fjölskyldumeðlimi svo sem foreldra og systkini batni þar sem Meyj- an er til í málamiðlanir í þessu ástandi og sér stóra samhengið frekar í ár heldur en oft áður. Meyjan mun ekki upplifa fjárhagsáhyggjur en líklegt er að aðrir í fjölskyldunni gleymi sér og einu áhyggjurnar sem Meyjan þarf að hafa af fjárhagnum í ár eru að hinir fari fram úr sér. Ef fólk hefur samráð sín á milli er ekkert sem varpar skugga á bankareikninginn nema að aprílmán- uður er viðkvæmur. Á starfsvettvangi munu spennandi verkefni falla inn á borð vegna fjölskyldu- eða vinatengsla en Meyjan veit að hún á tækifærið þó fyllilega skilið. Meyjan á þá alls ekki að segja nei við verk- efnum sem virðast ekki gefa mikið af sér við fyrstu sýn því þau geta leitt til þess að hún fái önnur ábatasamri verkefni í framhaldinu. Meyjan skal vera fljót að stökkva til og grípa gæsina. Í sínu blómlega innra ástandi er ólíklegt að Meyjan nenni að standa í stuttum, yfirborðs- kenndum ástarsamböndum og hún býður einfaldlega ekki upp á það. Annaðhvort er hún því bara ein í sínum eigin heimi eða það stígur einhver andlegur jafningi hennar inn í hringinn sem vill meira en nokkurra nátta gaman. Dramatískar breytingar gætu orðið á hennar högum ef hún er í slæmu hjónabandi. 12 og 18 eru sérstakar happatölur ástarinnar á árinu. 22. ÁGÚST – 22. SEPTEMBER Meyjan STJÖRNUSPÁIN 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.