Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Blaðsíða 38
Græjur ársins 2014 MIKIÐ VAR UM AÐ VERA Á FARSÍMAMARKAÐI Á ÁRINU OG SÍMARNIR URÐU STÆRRI OG STÆRRI. HÁTÆKNI KEMUR ÞÓ VÍÐAR VIÐ SÖGU EINS OG SJÁ MÁ. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Oculus Rift Þrívídd er næsta skrefið í tölvuheiminum, eða það finnst manni þegar maður hefur spilað tölvuleik með Oculus Rift á kollinum. Oculus Rift er með 7" skjá, 24 bita litadýpt ríflega og skjáupplausn – er 1920×1080 á tækinu sem ég próf- aði (Development Kit 2), en verður víst að minnsta kosti 2000×1080 dílar á tækinu sem kemur á almennan markað á næsta ári. Það að skjárinn sé 7" gerir að verkum að sjónsviðið er 90 gráður sem er mun meira en á sambærilegum tækjum. Þrívíddargleraugu eins og Oculus Rift eiga eftir að hafa mikil áhrif í tölvuleikjum, en þau verða líka notuð á fleiri sviðum. Panasonic Lumix GX7 Myndavélar frá Panasonic þykja skara framúr fyrir myndgæði og tæknilega útfærslu. Lumix GX7 er gott dæmi um það; myndavél sem lætur ekki mikið yfir sér við fyrstu sýn, en birtir sífellt fleiri möguleika eftir því sem maður skoðar hana betur – ótrúlega tækni- vædd þó ekki sé hún mikil um sig. Boddíðið á henni er traustvekj- andi og mjög gott stamt grip á henni, en annars er hún úr magn- esíum og tiltölulega létt fyrir vikið. Ofan á vélinni eru stillihjól og hnappur til að smella af. Vélin sjálf er rétt rúm 400 grömm en 512 grömm með Lumix G Vario 14-42 mm linsu. Philips 55PFS8109 Philips 8109 sjónvarpstækið fyrir myndgæði, tæknilega útfærslu og útlit, en líka fyrir það að þar er komið fyrsta sjónvarpið sem keyrir á Android og því hægt að nota forrit eins og Chrome-vafrann, Google-leit, raddstýrða leit, Google Play-bíómyndir og tónlist og YouTube, en líka er hægt að sækja forrit eins og Netflix. Það er líka hægt að tengja við sjónvarpið ut- análiggjandi harðan disk og nota til að setja upp forrit og til að taka upp sjónvarpsefni. Með aðstoð innbyggðra myndavélar er hægt að stýra tæk- inu með bendingu þegar maður er svo aðframkominn af leti að maður nennir ekki einu sinni að teygja sig í fjarstýringuna. Galaxy S5 Galaxy S-símarnir eru flaggskip Samsung og nýi S5-síminn stóð undir því, þó ekki hfai hann selst eins vel og Samsung-menn von- uðu. Ýmislegt var nýtt við sím- ann, meðal annars púlsmælir og fingrafaralesari, og myndavélin var mjög endurbætt, 16 MP myndflaga, hraðvirkur sjálfvirkur fókus er og ýmsar aðrar end- urbætur voru gerðar á henni. 38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.12. 2014 Græjur og tækni LG G3 LG G3 státaði af öflugasta skjár á farsíma sem um getur, 5,5" skjá með upplausnina 1.440 x 2.560 dílar. Hann var líka með öflugan örgjörva, fjög- urra kjarna 2,5 GHz Snapdragon 801 með Adreno 330 grafíkörgjörva. Til viðbótar við stýrikerfið straumlínulagað, lítill óþarfi og nánast hreint Android-viðmót - þó vélbúnaður í símanum sé verulega endurbættur voru endurbætt og einfölduð notendaskil og viðmót allt mesta byltingin. Sony Alpha A6000 A6000 er spegillaus myndavél með stafrænum sjónglugga þriggja tommu Trueblack skjá á bakinu sem hægt er að velta til og frá. Í sem stystu máli: Hér er komin frábær vél fyrir áhuga- ljósmyndara og það á fínu verði með tilliti til gæða og tækni. Linsan sem fylgir með er reyndar ekkert sérstök og rétt að velta því fyrir sér að kaupa bara boddíið ef mað- ur á linsur fyrir eða þá bara boddí og svo betri linsu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.