Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.12. 2014
Ferðalög og flakk
Sigmar hefur ferðast vítt og breitt um Suður-Ameríku. Hér er hann staddur í Perú.
Þ
egar Sigmar Örn Alexandersson, sölu-
stjóri hjá Tækjasölunni, var staddur
í Colombo, stærstu borg Sri Lanka
um jólin 2006 vék lögreglan sér
óvænt að honum úti á götu og bað hann kurt-
eislega að fylgja sér á lögreglustöðina. Sig-
mar leit svo á að hann væri handtekinn sem
kom honum í opna skjöldu, þar sem hann
kannaðist ekki við að hafa brotið nokkurn
skapaðan hlut af sér. Sigmari varð ekki um
sel enda ekkert grín að vera tekinn höndum í
framandi landi.
Þegar á stöðina var komið reyndist tölva
laganna varða vera í ólagi og beiðnin til Sig-
mars var einföld: Getur þú lagað þetta? Sig-
mari létti að vonum mikið og tók til óspilltra
málanna. „Þetta var eitthvert netvandamál
og ég var snöggur að finna út úr því enda
menntaður tölvunarfræðingur,“ rifjar hann
upp brosandi. Sigmari þykir ólíklegt að lög-
reglan í Colombo hafi búið að þeim upplýs-
ingum. „Ætli ég sé ekki bara svona tölvunör-
dslegur!“
Hann hlær.
Svo því sé til haga haldið kunni lögreglan í
Colombo Sigmari bestu þakkir fyrir.
Gerði vel við sig um jólin
Sigmar fór einn síns liðs í ferðalag þessi jól
og áramót. Flaug utan til Lundúna og þaðan
áfram til Sri Lanka. „Ég var reyndar að spá
í að fara til Indlands en þegar ég kom til
London sá ég að hagstæðara var að fara til
Sri Lanka,“ segir Sigmar sem lét það ekki
trufla sig að borgarastyrjöld geisaði í landinu
og mönnum ekki ráðlagt að fara þangað
nema erindið væri brýnt.
Sigmar gerði vel við sig um jólin, gisti á
fínu hóteli í Colombo og borðaði góðan mat.
Allt var hefðbundið nema hvað stór byssu-
turn reis upp úr hversdagsleikanum í
grenndinni. Annars varð Sigmar ekki var við
átök en talsvert var um að bílar væru stöðv-
aðir, væntanlega til að leita að vopnum.
Milli jóla og nýárs tók hann lest upp í fjöll-
in og átti þar náðuga stund í nokkra daga.
Andaði að sér fjallaloftinu. „Mig langaði síðan
að komast í meira fjör og hitta fólk um ára-
mótin, leigði mér því bíl og tók stefnuna á
strandbæinn Arugam Bay sem er frægur fyr-
ir mikið fjör. Þar var hins vegar ekkert um
að vera vegna stríðsástandsins og engir
ferðamenn. Heimamenn urðu mjög hissa að
sjá mig,“ segir hann.
Íslendingur tók á móti honum
Sigmar snaraði sér inn á fyrsta hótelið sem
hann sá. Og hver haldiði að hafi tekið á móti
honum þar? Annar Íslendingur. „Þetta var
ótrúlegt. Hann hafði unnið þarna í nokkur ár
sem kokkur og áttaði sig þegar ég skrifaði
nafnið mitt í bókina hjá þeim. Maður reiknar
ekki alveg með því að Íslendingur taki á móti
manni á þessum slóðum en svona getur lífið
verið skemmtilegt.“
Sigmar fékk gistingu í strákofa við strönd-
ina og til öryggis var settur vörður fyrir utan
um nóttina. Hann snæddi áramótasteikina
með starfsfólki hótelsins, en konan sem átti
það og rak hafði misst manninn sinn í flóð-
bylgjunni miklu tveimur árum áður. Að sögn
FERÐAST UM FRAMANDI SLÓÐIR
Hvati til að
kynnast fólki
SIGMAR ÖRN ALEXANDERSSON VAR UM ÞAÐ BIL EINI FERÐAMAÐ-
URINN Í HINU STRÍÐSHRJÁÐA LANDI SRI LANKA UM JÓLIN 2006.
HEIMAMENN VORU AÐ VONUM STEINHISSA AÐ SJÁ HANN EN
BÁRU HANN EIGI AÐ SÍÐUR Á HÖNDUM SÉR.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Leiðin sem Sigmar ferðaðist á Sri Lanka.
Ströndin í Arugam Bay.Sigmar ásamt dóttur sinni, Rósu Marí, á ferðalagi í Perú.
Sigmar í Guatemala ásamt syni sínum, Alexander Þór.