Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Blaðsíða 16
Átök um þyrlukaup 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.12. 2014 F yrir 65 árum, nánar tiltekið hinn 25. mars árið 1949, lagði skipið Tröllafoss að bryggju í Reykja- vík eftir langferð yfir hafið og segja má að þessi dagur hafi markað upphaf þyrluflugs á Íslandi. Um borð var fyrsta þyrla Íslendinga sem Eld- ing Trading Company í Reykjavík hafði fengið að láni frá Bell-verksmiðjunni í Bandaríkjunum fyrir atbeina Karls Eiríks- sonar flugstjóra. Þyrlan var af gerðinni Bell 47D og fékk nafnið TF-HET. Á þess- um tíma var tiltölulega stutt síðan þyrlu- tæknin var orðin nothæf á heimsvísu og því ljóst að hér var um mikla framtíð- arhugsun að ræða. Ekki þurfti að greiða fyrir leigu á þyrlunni en Ríkissjóður stóð straum af kostnaði vegna reksturs hennar hér á landi. Til þess að kaupa slíkt undratæki á þessum tíma þurfti að reiða fram heilar 250 þúsund krónur og var hart tekist á um kaupin á Alþingi í ljósi þess að Slysa- varnafélag Íslands og Landhelgisgæslan höfðu mikinn áhuga á að kanna hag- kvæmni hennar hér á landi. Lawrence D. Bell sjálfur, stofnandi Bell-verksmiðjanna, lét senda þyrluna hingað til lands ásamt breskum flugmanni, Youell að nafni, til þess að kenna tveimur íslenskum flug- mönnum að fljúga henni, þeim Karli Ei- ríkssyni og Antoni Axelssyni. Að lokum fór það svo að ekki fékkst niðurstaða í málið á Alþingi og þyrlan var send úr landi að nýju. Þyrla herra Bell send til Íslands Þeir Páll Halldórsson, fyrrverandi yfirflug- stjóri Landhelgisgæslunnar, Árni Sæberg, ljósmyndari á Morgunblaðinu og Margrét Jónasdóttir, framleiðandi hjá Sagafilm, vinna nú að heimildarmynd um fyrstu þyrluna sem Íslendingar eignuðust loks, fimmtán árum síðar, árið 1965. Árið 2013 sagði Karl Eiríksson þeim söguna af því hvernig hann hafði milligöngu um að fyrsta þyrlan kom hingað til lands árið 1949 og birtist hún hér. Karl lést í febr- úar á þessu ári. Þegar Karl lauk við einkaflugmannspróf hér á Íslandi á fimmta áratugnum hélt hann til Buffalo, New York í Bandaríkj- unum í flugvirkjanám. Samhliða flugvirkj- anáminu sótti hann flugskóla í Niagara- falls og tók þaðan atvinnuflugmannspróf. „Þegar við lukum við flugvirkjanámið var mér og góðum félaga mínum og bekkj- arbróður, Chuck Amarillo, boðið til kvöld- verðar ásamt skólastjóranum og deild- arstjóra flugvirkjadeildar. Gestgjafinn var Laurence D. Bell, eigandi og forstjóri Bell Aircraft, og hann vildi bjóða okkur Chuck vinnu í Bell-verksmiðjunum. Þegar máls- verðinum lauk og herra Bell var orðið ljóst að ég ætlaði mér aftur til Íslands og myndi ekki þiggja starfið, bauðst hann til að senda þyrlu til landsins og ætlaði sjálf- ur að borga fyrir flutninginn á henni. Við mættum hafa hana endurgjaldslaust í til- tekinn tíma og ef okkur líkaði hún ekki mættum við bara skila henni! Það var því þannig að Laurence Bell borgaði undir vélina til Íslands og ég hafði samband við Halldór Kjartansson sem var með innflutn- ingsfyrirtækið Elding Trading Company þar sem ég var heimagangur. Þyrlan kom svo loks hingað vorið 1949 og herra Bell sendi með henni breskan flugmann, Jimmy Youell. Hann fór um heiminn og kenndi þyrluflug. Hann var á sjötugsaldri, gamall kapteinn frá Imperial Airwaves og með þúsundir flugtíma á bakinu. Logandi flink- ur kall, duglegur og skemmtilegur.“ Þarna hófust fyrstu tilraunir Íslendinga með þyrlur og ljóst er að ástríða þeirra sem stóðu þeim að baki skilaði sér til niðja þeirra, enda er Eggert Akerlie, þyrluflugstjóri og flugrekstrarstjóri hjá Þyrluþjónustunni, barnabarn Karls Eiríks- sonar, og Jón Kjartan Björnsson, þyrlu- flugstjóri hjá Norðurflugi, er barnabarn Halldórs Kjartanssonar. „Ónýt blikkdós“ og „rusl“ Það fór því svo að Karl og Anton voru valdir til þess að læra á vélina hjá Youell á meðan karpað var um það á Alþingi hvort festa ætti kaup á henni. Í umræðum á þingi var ýmist talað um þyrluna sem „rusl“ eða „ónýta blikkdós“ og þeim mögu- leika velt upp í gríni hvort nýta mætti þyrluna til að dreifa eitri yfir mat- jurtagarða. Stuttu eftir að Youell kom til landsins komst hann að því að breskt her- skip væri að slæða eftir tundurduflum í Hvalfirði og var því iðulega flogið þangað í heimsókn í kennslustundum. „Við lentum á Hvítanesi og þá sendu Bretarnir hraðbát eftir honum svo hann gæti farið um borð og fengið sér kaffi og með því ásamt löndum sínum. Við Toni biðum þá í landi og pössuðum þyrluna á meðan.“ Kampavín á Skeggjastöðum Bell 47D þyrlan var búin tréspöðum og gat mest þolað um 15 hnúta vindhraða. Karl sagði því ljóst strax frá byrjun að þyrlan myndi aldrei nýtast við björg- unarstarf í aftakaveðrum en hins vegar hafi margir bent réttilega á að einnig þyrfti að bjarga fólki þegar sól skini í heiði og að jafnframt hefði verið ljóst að þyrlur væru framtíðin í björgunarleið- öngrum. Þegar þeir Anton höfðu náð tök- um á fluginu voru þeir sendir í sólóflug. „Ég flaug sólóflugið upp að Skeggjastöðum í Mosfellssveit og þar var tekin upp kampavínsflaska og glös. Þegar hella átti í glösin vildi Youell endilega fá að sjá um hellinguna og festi flöskuna við annað flot- hylkið undir þyrlunni, hóf hana á loft og tyllti henni fram til að hella í glösin. Lík- lega fór nú eitthvað aðeins út fyrir við þetta.“ Gengisfelling náðarhöggið Erfiðlega gekk að komast að niðurstöðu um hvort kaupa ætti þyrluna eða ekki. Vandinn var sá að Slysavarnafélagið treysti sér ekki til að standa straum af kostnaði vegna rekstrar vélarinnar. Bjarni Benediktsson, þáverandi utanríkis- og dómsmálaráðherra, beitti sér fyrir því á þingi að ríkið tæki að sér að sjá um rekstrarkostnað vélarinnar „enda væri greinilegt að flugvélin gæti orðið að notum þar sem venjuleg flugvél kæmi ekki að haldi“. Málið lenti í eilífum töfum og ekki hjálpaði til að „helikopter-sjóður“ Slysa- varnafélagsins hafði rýrnað mikið við gengisfellingu árið 1949 svo félagið átti ekki lengur fyrir þyrlunni. Því fór svo að lokum að TF-HET var skilað aftur til Bell-verksmiðjanna og Íslendingar eign- uðust ekki sína eigin þyrlu fyrr en árið 1965 þegar TF-EIR kom til landsins. Þyrlan sem hellti upp á kampavín 65 ÁR ERU LIÐIN FRÁ ÞVÍ AÐ FYRSTA ÞYRLAN KOM HINGAÐ TIL LANDS. HÚN VAR AF GERÐINNI BELL 47D OG TVEIR MENN VORU FENGNIR TIL AÐ LÆRA AÐ FLJÚGA HENNI Á MEÐAN ALÞING- ISMENN KÖRPUÐU UM HVORT REIÐA ÆTTI FRAM 250 ÞÚSUND KRÓNUR TIL AÐ KAUPA HANA EÐA EKKI. GENGISFELLING VARÐ SVO TIL ÞESS AÐ HENNI VAR SKILAÐ. Halldór A. Ásgeirsson haa@mbl.is Bjarni Benediktsson, þáverandi dóms- mála- og utanríkisráðherra, skellti sér í flugferð með TF-HET. Hann kom fljótt auga á möguleika hennar og talaði fyrir því á þingi að hún yrði keypt til landsins. Myndin er tekin á hæðinni þar sem Veð- urstofa Íslands er. Horft í átt að þeim stað þar sem Kringlan stendur nú.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.