Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.12. 2014 Tungumál er ekki bara tæki til sam-skipta. Tungumál getur líka haft tákn-ræna þýðingu. Útlendingur sem lærir íslensku segir eitthvað þar með um sjálfan sig. Hann hafi áhuga á Íslandi og menningu okkar. Hið sama á að sjálfsögðu við þegar við sækjum aðrar þjóðir heim og leggjum okkur eftir því að komast eins nærri menn- ingu þeirra og kostur er, lærum tungumálið, kynnum okkur siði og háttu, bókmenntir og listir og arfleifð alla og leggjum okkur eftir því að gera það á forsendum heimamanna. Í tvö ár var ég fréttaritari Ríkisútvarpsins á Norðurlöndum með aðsetur í Kaupmanna- höfn. Dönsku hafði ég lært í skóla og reynd- ar einnig dvalið um nokkurra mánaða skeið í Danmörku á unglingsárum þannig að ég var sæmilega búinn undir að starfa á norrænum vettvangi. Þó lét mér betur að tala ensku. Þar hafði ég stundað nám og þar smíðaði ég grunninn að pólitískri hugsun minni enda ár- in um og upp úr tvítugu mikilvægasta mót- unarskeiðið hvað lífsfílósófíuna áhrærir. Tungumálið sem talað er í slíkri mótunar- vinnu verður manni tamara en önnur. Þess vegna kostaði það átak við komuna til Danmerkur haustið 1986 að heita því að mæla aldrei á enska tungu á þessum nýja norræna starfsvettvangi mínum, regla sem ég áður hafði tekið upp þá sjaldan ég kom að norrænum samstarfsvettvangi á þessum árum. Slíkt samstarf átti eftir að aukast hvað mig snertir og hef ég setið mikinn fjölda samstarfsfunda á Norðurlöndunum, í verkalýðsmálum og stjórnmálum. Þar talar hver sitt mál og við Íslendingar einhvers konar blöndu. Finnarnir eru margir sér á báti og hafa iðulega með sér túlk. Það er góð lausn. Miklu betri en að allir tali ensku. Þá hættir fundurinn að vera norrænn fundur og verður bara fundur. Þar með glatast eitt- hvað. Mér finnst líka eitthvað glatast þegar Sjónvarpið gerir út menn til þáttagerðar um Færeyjar og Færeyinga og lætur allt fara fram á ensku. Ef íslenskur þáttastjórnandi og færeyskur viðmælandi geta ekki talað tungumál hvor annars má mætast á miðri leið með blöndu af íslensku, færeysku og dönsku. Það er kokteill sem löngum hefur reynst vel í samskiptum Íslendinga og Fær- eyinga. Alla vega finnst mér Ríkisútvarpið geta gert betur en að láta Færeyinga skýra fyrir okkur færeyska dansa, matargerðarlist og annað um daglegt líf í Færeyjum á ensku. Best væri að bjóða Færeyingum upp á að tala sitt eigið tungumál. Þegar allt kemur til alls er það ekki langt frá okkar. Síðan má notast við texta ef ekki skilst. Þegar enskan er töluð er jafnframt textað. Mörgum finnist það eflaust vera ófínt að halda sjónarmiðum af þessu tagi á loft – sé merki um skort á heimsborgarabrag. Ég er á öndverðum meiði. Raunverulegur heims- borgari í mínum huga er sá sem ræktar sinn eigin garð og gengur af virðingu um garð annarra. Hin ósögðu skilaboð ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is * Raunverulegur heims-borgari í mínum hugaer sá sem ræktar sinn eigin garð og gengur af virðingu um garð annarra. Vettvangur Þótt það sé klisja þá eru áramótin auðvit-að tilefni til þess að líta um öxl og rifjaupp helstu atburði ársins sem er að líða. Af því má hafa gagn og mögulega eitthvert gaman. Árin eru auðvitað misviðburðarík og sum árin einkennast af einhvers konar déja vu, atburðum sem í minningunni höfðu þegar átt sér stað á öðru ári eða virðast einhvern veginn endurtekning á eldri viðburði. Dæmi af þess- um toga er Icesave. Nánast linnulaus umræða var um Icesave allt frá því í desember 2008 og fram til apríl 2011 er þjóðin felldi í annað sinn lagafrumvarp um ríkisábyrgð vegna Icesave-samninganna, sem var þriðja tilraun stjórnvalda til þess að takast á hendur skuldbindingar sem þau gætu aldrei staðið við. Svo fór málið fyrir EFTA- dómstólinn sem tók sömu afstöðu til málsins og meirihluti þjóðarinn og sagði enga ríkis- ábyrgð á þessu ævintýri Landsbankans. Þetta var árið 2012. Umfjöllun helstu álitsgjafa þjóð- arinnar um Icesave tók þó lítt mið af þessum endurtekningum og faglegri umfjöllun um málið. Margt hefði mátt bæta í umræðunni hefðu um áramót litið um öxl og rifjað upp helstu staðreyndir. Þeir sem vildu fella lög um ríkisábyrgð á Icesave skuldum Landsbankans vildu það einmitt þess vegna. Þeir voru ein- faldlega andvígir því að íslenskir skattgreið- endur væru gerðir ábyrgir fyrir skuldum einkafyrirtækis. Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði, var einn þeirra sem hvöttu Íslendinga ítrekað til að undirgangast ábyrgðina á skuldum Lands- bankans. Stefán skrifaði í Fréttablaðið 17. ágúst 2009 að það væri fráleitt að fara með málið fyrir dóm til að útkljá ábyrgðina. „Halda menn að nokkur dómstóll hefði dæmt Íslandi í vil í slíku máli? Varla. Líklegra er að slík fram- ganga hefði opinberað okkur sem ræningja- þjóð,“ sagði prófessorinn. Fleiri töluðu á þess- um nótum. Nú hafa þessir úrtölumenn haft tvenn ára- mót til þess að líta yfir farinn veg, gera upp málin og jafnvel læra nokkuð af reynslunni. Því er þó ekki að heilsa. Nú, þegar stefndi í fyrstu jólahátíðina í mörg ár án Icesave, ríður prófessorinn fram á ritvöllinn og gerir lítið úr fyrrnefndri andstöðu þjóðarinnar við ríkis- ábyrgðina. Komið hefur nefnilega í ljós að Ice- save-kröfuhafarnir hafa endurheimt um 85% af Icesave-kröfunni. Þetta telur háskólapró- fessorinn til marks um að þjóðar- atkvæðagreiðslurnar og sigurinn í dómsmál- inu hafi skipt frekar litlu máli! Prófessorinn viðurkennir þó að þjóðin sleppi „að vísu“ við vaxtagreiðslurnar sem lagafrumvörpin gerðu ráð fyrir. Stefán og meðreiðarsveina hans hvet ég til að nýta þessi áramót til að líta um öxl og gera þetta blessaða Icesave upp gagnvart sjálfum sér í eitt skipti fyrir öll. Nú er gott að líta um öxl ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Sigríður Andersen sigga@sigridurandersen.is * Menn áttu aldrei voná öðru en að Icesave-kröfuhafar fengju end- urheimt hluta krafna sinna úr þrotabúi Landsbankans. Það breytir því ekki að andstaða við ríkisábyrgð- ina var bæði réttmæt og nauðsynleg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.