Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Qupperneq 51
28.12. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51
Morgunblaðið/Ómar
„Björk ruddi brautina, opnaði dyr út í heim fyrir
íslenska listamenn, og vonandi er ég að gera eitt-
hvert gagn í kvikmyndagerðinni. Þetta er mjög
spennandi, það eru engin höft fyrir unga fólkið.
Þegar ég var að alast upp í Kópavoginum vorum
við um margt eins og austantjaldsþjóð. Velgengni í
útlöndum var fjarlægur draumur,“ sagði Baltas-
ar Kormákur kvikmyndaleikstjóri í viðtali
23. febrúar.
Morgunblaðið/Ómar
„Ég hef verið að skoða hagtölur frá öðrum
löndum og sé að bólumyndun er á ýmsum
stöðum. Hins vegar finnst mér að við Íslend-
ingar höfum í of miklum mæli litið svo á að
kreppa hafi einungis orðið á Íslandi en þetta
var alþjóðleg fjármálakreppa og ef hún skellur
á aftur mun hún bitna á litla Íslandi eins og
öðrum,“ sagði Brynja Halldórsdóttir,
framkvæmdastjóri Norvikur, 23. mars.
Morgunblaðið/Kristinn
„Knattspyrna er í eðli sínu karllægt
sport. Þeir sterkustu lifa af. Með því
að ljóstra því upp að ég sé haldinn
geðsjúkdómi þykir örugglega ein-
hverjum ég vera að gefa höggstað á
mér. Það staðfestir meira en allt
annað að þörf er á þessari um-
ræðu,“ sagði Ingólfur Sigurðs-
son knattspyrnumaður í viðtali
23. mars um eigin kvíðaröskun.
Morgunblaðið/Kristinn
„Þótt kuðungsígræðslan
heppnist og barnið fái ein-
hverja heyrn sanna dæmin
að ekki er hægt að stóla á
þá heyrn út lífið. Og hvað ef
hún tapast síðar á lífsleið-
inni? Hvaða tungumál á ein-
staklingurinn þá? Það er að
segja hafi hann ekki lært
táknmál,“ sagði Jevgenija
Kukle sem er heyrnar-
laus í viðtali 30. mars.
Hún og eiginmaður
hennar ákváðu að börn-
in þeirra, sem öll eru
heyrnarlaus, færu ekki í
kuðungsígræðslu.
Morgunblaðið/Golli
„Ég talaði við rúmlega sextuga manneskju sem sótti um
starf og var langhæfasti umsækjandinn en fékk ekki starf-
ið. Ég hef talað við eldra fólk sem finnst talað niður til
sín og verður fyrir dónaskap í verslunum, þar á meðal
var maður sem fór í fatabúð í Kringlunni og var hreytt í
hann að þarna væru ekki seld föt á gamalt fólk,“ sagði
Erna Indriðadóttir 6. apríl. Hún stofnaði vef-
tímaritið Lifðu núna, ætlað fólki 55 ára og eldra.
Morgunblaðið/Eggert
„Ef einhverjum á Íslandi finnst að
vegna fortíðar minnar eigi ég ekk-
ert erindi þangað – ekki koma!
Það er til meira en nóg af fólki í
heiminum sem vill koma og hlusta
á mig tala. Ég reyni ekki að sann-
færa neinn um að hann verði að
koma og hlusta á mig,“ sagði
Jordan Belfort 6. apríl,
dæmdur svikahrappur sem
kom til að kenna Íslend-
ingum sölutækni. Kvikmynd-
in The Wolf of Wall Street er
byggð á ævi hans.
Morgunblaðið/Golli
„Ég segi að það sé gott fyrir
konur að vera frumkvöðlar, en
ég veit að það er erfiðara fyrir
þær tölfræðilega að afla fjár-
magns heldur en karla. Það er
viðurkennt að karlmenn fjár-
festa frekar í ungum karl-
mönnum en konum,“ sagði Ás-
laug Magnúsdóttir,
athafnakona í New York, í
viðtali 13. apríl. Tímaritið
Vogue hefur kallað hana
„guðmóður tískunnar“.
„Börn og unglingar geta séð svona lag-
að í ljóma, ég vil alla vega ekki að mín
börn lesi um menn sem stæra sig af af-
brotum og ofbeldisverkum í fjöl-
miðlum. Þetta er ábyrgðarhlutur hjá
fjölmiðlum. Þeir hafa mikið vald,“ sagði
Aldís Hilmarsdóttir, aðstoðaryf-
irlögregluþjónn hjá Lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu og yfirmað-
ur R-2, sem rannsakar fíkniefna-
mál og skipulagða glæpastarf-
semi, 27. apríl. Hún vísaði í það
sem kallað hefur verið „stjörnu-
væðing glæpamanna“.
Morgunblaðið/Árni Sæberg