Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Blaðsíða 49
finnist það ekki vera önnur pláneta, en á sama tíma er það eins og önn- ur pláneta. Það er einhvern veginn mitt á milli þess að vera kunnuglegt og framandi. Ef Ísland kemur ekki ímyndunaraflinu í gang er ekkert sem gerir það. Jarðfræðin hefur líka áhrif, þarna eru öflin sem skapa jörðina svo augljós. Þau eru beint fyrir framan nefið á þér og ef þú varar þig ekki geta þau drepið þig. Annar áhrifaþáttur er að Ísland er eyja og þær hafa ákveðið takmörk- unar-aðdráttarafl. Margar af sög- unum mínum gerast á eyjum því þær virka sem filter á óendanleika og glundroða. Og að lokum,“ segir David og hugsar sig lengi um, byrj- ar á setningu, hættir við, og lætur svo vaða. „Það er nógu erfitt að lifa með náttúrunni, hvar sem er, en að vera fjárbóndi á stað þar sem gras rétt svo sprettur því að jarðveg- urinn er bara svona þunnur,“ hann notar þumal og vísifingur til að sýna hvað hann meinar, „þú þarft að vera makalaus manneskja til að standa í því. Þeir sem þekkja ekki annað virðast ekki gera sér grein fyrir því en að komast af á Íslandi var lengi vel tvísýnt, nánast fram á 5. áratug síðustu aldar. Þið hafið komist af þarna í ellefu hundruð ár, þið festuð rætur í harðneskjunni og byggðuð upp menningarsamfélag. Allt var á móti ykkur og ykkar eigin náttúra reynir stöðugt að drepa ykkur en þið eruð þarna enn, ykkur tókst það! Það er virkilegt afrek.“ * Íslendingasögurnar eru stór-merkilegar, þær eru formæð-ur alls skáldskapar. Ég þori að fullyrða að hver sú frásagnar- tækni sem þú finnur í dag í t.d. Game of Thrones og Mad Men, þetta er allt í Íslendingasögunum. David Mitchell er einn vin- sælasti samtímahöfundur Bretlands. Ísland kemur við sögu í nýjustu bók hans. 28.12. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 23. september 2019 Það lítur út fyrir að Hall- dór Laxness hafi spreðað mestu af Nóbelsfúlgunni í Gljúfrastein, hvíta, kassalega heimilið sitt sem hann byggði á sjötta áratugnum í þoku- kenndum dal rétt fyrir utan Reykjavík. Utan frá minnir það mig á skvass-klúbbhús frá áttunda áratugnum, í einni af nágrannasýslum Lundúna. Skammt frá rennur á gegnum þetta svo til trjálausa haust. Í innkeyrslunni stendur krem- litur Jagúar, alveg eins og sá sem pabbi átti. Ég kaupi að- gangsmiða af vingjarnlegri konu sem sinnir þægilegu starfi sínu prjónandi, geng svo yfir að íbúðarhúsinu sjálfu og set hljóðleiðsögnina í gang, eins og mælt er fyrir um. Staf- ræna leiðsögufylgjan mín fræðir mig um málverkin, módernísku lampana og klukkurnar, lágu, sænsku húsgögnin, þýskt píanó, parketgólf, smáhluti úr kirsuberjaviði, leðuráklæði. Gljúfrasteinn er loftbóla í tímans fljóti, eins og eðlilegt er fyrir safn tileinkað rit- höfundi. Þegar ég feta upp stigann velti ég fyrir mér líkunum á að sett verði upp safn tileinkað Crispin Hershey. Það lægi beinast við að hafa það á fjölskyldusetrinu í Pembridge Place, þar sem ég bjó sem drengur og líka sem faðir. Hængurinn er hins vegar sá að það ástsæla hús var rústað af smiðum viku eftir að ég afhenti lykl- ana, skipt upp í sex íbúðir og selt fjárfestum frá Rússlandi, Kína og Sádi-Arabíu. Að komast yfir húsið aftur og gera það upp sem einbýli á nýjan leik yrði bæði fjöl- þjóðleg og skaðræðislega dýr þraut svo að núverandi heim- ili mitt, á East Heath Lane í Hampstead, yrði sennilega fyrir valinu. Að því gefnu að Híenu-Hal takist að fá lög- fræðinga Bleecker Yard’s og Erubus til sópa því ekki til sín. Ég sé fyrir mér lotningarfulla safngestina strjúka lökkuð stigahandriðin og hvísla and- aktugir: „Guð minn góður, þarna er fartölvan sem hann samdi metsölubókina um Ísland á!“ Hægt yrði að troða minjagripasölu inn á klósettið á jarð- hæðinni: Crispin Hershey-lyklakippur, músam- ottur og sjálflýsandi fígúrur í anda uppþornaðra fósturvísa. Fólk kaupir svo mikið drasl á söfn- um. Því dettur ekkert annað í hug að gera þeg- ar það er komið á staðinn. Uppi á efri hæðinni minnist stafræni leið- sögumaðurinn á að herra og frú Laxness hafi haft hvort sitt svefnherbergið. Ég skil. Kannast asskoti vel við það. Ritvél Halldórs stendur á skrifborðinu hans – eða réttara sagt, ritvél frú- arinnar, því það var hún sem vélritaði hand- skrifuðu uppköstin hans. Ég skrifaði fyrstu skáldsöguna mína á ritvél en Sproti með olíu- litum var samin á Brittan PC-tölvuna sem pabbi gaf mér í afmælisgjöf, þegar hann var hættur að nota hana. Eftir það hef ég notað sífellt léttari og æ traustari fartölvur. Fyrir flesta rithöfunda á stafrænu öldinni eru skrif svo sannarlega end- urskrif. Við fálmum, klippum, blokkum, límum og sneiðum til, skimum eftir gullmolum á skján- um með því að eyða út fleiri, fleiri fötufyllum af drullu. Forfeður okkar í greininni urðu að slípa hverja setningu til í huganum áður en þeir hömruðu þær vélrænt á blað. Endurskrif kost- uðu þá margra mánaða vinnu, metrafjöld af rit- vélaborða og marga lítra af Tipp-Ex. Grey kvik- indin. Hitt er svo annað mál að ef stafræn tækni er svona mikið fremri ljósmóðir skáldsögunnar, hvar eru þá meistaraverk þessarar aldar? Ég stíg inn í lítið bókaherbergi þar sem Halldór virðist hafa geymt bækur sem fundu sér ekki pláss annars staðar í húsinu, og halla höfðinu til að skima yfir titlana. Margar innbundnar bækur á íslensku, dönsku giska ég á, þýsku, ensku … og fjárinn hafi það – uppþornaðir fósturvísar! Bíddu við, þetta er 2001 útgáfan … … og Halldór dó árið 1998. Einmitt það. Jæja, fallegt vinarbragð frá huldufólkinu. BÓKARBROT The Bone Clocks eftir David Mitchell kom út 2014. Bókin er ekki til í íslenskri þýðingu en bók- arbrotið sem hér birtist var þýtt af greinarhöfundi, Ingibjörgu Rósu Björnsdóttur. „Gljúfrasteinn er loftbóla í tímans fljóti“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.