Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.12. 2014 E f Færeyjar og Noregur mættust í fótbolta, með hvorum héldirðu?“ Ég vona að mér hafi tekist að mæla fyrir munn meirihluta þjóðarinnar með því að svara „Færeyingum, þeir eru eins og litli bróðir okkar.“ – „En Nor- egur á móti Danmörku? Noregur og Svíþjóð? Grænland og Færeyjar?“ En hugmyndin um að Grænlend- ingar keppi á stórmóti í fótbolta er svo fráleit að ég rétti upp hendur í uppgjöf. Þrátt fyrir að hann sé ljúfur og kurteis í viðkynningu er ekki bein- línis auðvelt að taka viðtal við David Mitchell. Hann grípur stundum fram í fyrir mér og spyr spurninga sem krefjast langra svara. Umhugað um tímann sem fjöl- miðlafulltrúinn hans úthlutaði mér minni ég hann því vinsamlegast á að það er ég sem er að taka viðtalið! Auðvitað fyrirgef ég honum samt, svona er það bara fyrir rithöfund með Íslandssýki að fá loksins að spjalla við íslenskan blaðamann. David vill fræðast um allt sem er ís- lenskt og setja sig inn í hugarheim Íslendinga. David Mitchell er einn af vinsæl- ustu samtímahöfundum Bretlands og hafa tvær bóka hans, num- ber9dream og Cloud Atlas komist á svokallaðan stuttlista Man Booker- bókmenntaverðlaunanna. Auk þess var Cloud Atlas færð í kvikmynda- form og skartaði leikurum á borð við Tom Hanks, Halle Berry og Jim Broadbent. Þar sáu margir í fyrsta sinn einkennandi frásagnarstíl Mitchell, stíl sem getur hæglega rænt athygli lesenda frá persónu- sköpun og söguþræðinum í bókum hans. Erfitt að bera fram íslensk staðarnöfn Hann hefur tvisvar heimsótt Ísland, fyrst sumarið 2012 til að skoða söguslóðir Íslendingasagnanna og skrifa um þær fyrir The Independ- ent. Og í sumar tók hann unga dótt- ur sína með í ferðalag um Snæfells- nes. „Henni fannst það æðislegt, okkur báðum.“ Hann á samt í erf- iðleikum með að bera fram íslensk staðarnöfn og þegar ég minnist á Ásbyrgi, sem kemur fyrir í nýju bókinni hans, glottir hann að sjálf- um sér. „Nú, er það borið þannig fram? Ég hripaði bara nöfnin hjá mér, er örugglega alltaf að segja tóma vitleysu.“ Það er nóvemberbyrjun og við fáum gott næði til að spjalla á tóm- legum bar hótelsins sem David dvelur á meðan hann er í London en hann býr ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum í Cork á Írlandi. Nú er hann í bæjarferð til að kynna nýjustu bók sína, The Bone Clocks, sem einnig fékk tilnefningu til Man Booker-verðlaunanna í ár. Ég bið David um að segja mér í stuttu máli frá sögunni. „Hún er samsett úr sex samvirkandi stuttum skáldsögum sem eru að vissu leyti hver úr sinni áttinni. Þetta er furðu- legt lífsskeið Holly Sykes, þar sem reglulega er gripið niður í ævi henn- ar, á hverjum áratug frá 1982 til 2043, vegna tveggja stríðandi fylk- inga fólks sem hefur fundið leið til að fresta dauðanum, ef til vill að ei- lífu. Og í upphafi er Holly lítið peð í þessu stríði en í lokin er hún eitt sterkasta vopnið.“ Það er augljóst af öllum bókum Mitchell að hann hefur gaman af að skapa flókinn frásagnarvef. „Mér finnst gaman að tengja nokkrar sögur saman með stöku saumspori hér og þar. Á um hundrað blaðsíðna fresti er allt sem lesandinn hefur verið að lesa strokað út tímabundið og eitthvað algjörlega nýtt kynnt til sögunnar en allt tengist þetta að lokum.“ Ég sjálf kannast vel við að verða eilítið ringluð við lesturinn, stundum örg yfir því að fá ekki að vita nógu snemma hvert sagan er að fara í það og það sinnið, en finna spenninginn hríslast um mig þegar ég uppgötva óvæntar tengingar. „Þú verður að treysta mér, lesandinn verður að treysta því að ég sé ekki að sóa tíma hans þegar sagan skipt- ir algjörlega um sjónarhorn. Á móti verð ég að nota frásögnina til að sökkva klónum í athygli hans fljótt aftur svo að hann verði ekki pirr- aður og hendi bókinni í næsta vegg.“ David hugsar sig stund- arkorn um. „Ég veit að þetta er mjög skrítin bók en ég er nokkuð stoltur af henni. Af þeim bókum sem ég hef skrifað er þessi orðin uppáhald.“ Ásbyrgi er „þunnur staður“ Þótt allar bækur Mitchell séu sjálf- stæðar og engu máli skipti hver þeirra er valin til að kynnast skrif- um hans, þá bregður nokkrum sögupersónum fyrir í fleiri en einni bók, á mismunandi tíma og jafnvel í mismunandi líkömum. Ófreski og yf- irnáttúrulegir atburðir koma einnig sérstaklega mikið við sögu í The Bone Clocks. Það kemur því á óvart að heyra að David er almennt vantrúaður á yfirskilvitlega hluti. „Mig langar að trúa á mögu- leikann á endurholdgun … en ég trúi bara á möguleikann. Ég trúi ekki á vissuna. Ég hef einfaldlega áhuga á því hverjar takmarkanir okkar eru. Líf okkar er takmarkað af dauðleikanum svo væri ekki áhugavert ef hægt væri að sneiða hjá honum? Við viljum ekki deyja, við viljum halda í æsku okkar, við viljum halda í útlitið, við viljum ekki hugsa um hvernig líf okkar mun enda á hjúkrunarheimili, í höndum ókunnugra sem fá lágmarkslaun fyrir að þvo okkur. Við hugsum ekki út í það. Svo auðvitað hef ég áhuga á að velta fyrir mér hvað dauðlegur maður er tilbúinn að gera til að breyta því, jafnvel þótt það leiði til fantasíu.“ Ein sögupersónan í The Bone Clocks, rithöfundurinn Crispin, fer til Íslands til að tala á Bókmennta- hátíð í Reykjavík og notar tækifær- ið til að skoða landið í leiðinni, þar á meðal Ásbyrgi og Þingvelli. Sá kafli er að miklu leyti byggður á upplifun David sjálfs og í textanum örlar á næmni sem vantrúaðir eru ekki vanir að segja frá. David brosir þeg- ar ég spyr hvort hann hafi ekki séð neitt huldufólk á Íslandi. „Ef ég hefði viljað það þá hefði það ekki verið erfitt. Það er mjög auðvelt að finnast eins og verið sé að fylgjast með manni þarna. Öll steinaandlitin, það er jú ástæða fyrir því að þau eru kölluð það. Og það er stutt á milli þess að finna fyrir huldufólki og sjá það, ég fann það greinilega í Ásbyrgi,“ segir David og horfir hugsi út í tómið þegar hann rifjar þetta upp. „Ég get ekki kallað þetta drauga en ég fann sterklega fyrir þessari veru sem við köllum Nátt- úru og hvernig við, sem skyni born- ar verur, endurspeglum náttúruna. Þetta er mjög áþreifanlegt sums staðar, Írarnir kalla þetta „þunna staði“ þar sem veggurinn milli þessa heims og annars, ef hann er til, er mjög þunnur. Og Ásbyrgi er svo sannarlega þunnur staður.“ Hann hlýtur að sjá á svipnum á mér að mér finnst hann ekkert sér- staklega vantrúaður á hið yfirnátt- úrulega. „Sumir staðir eru bara eins og tímahylki, þeir hafa drukkið í sig vonir, langanir og líf fólksins sem er farið, fólksins sem byggði þessa staði, bað bænir þar, jarðaði ástvini sína eða jafnvel dó þar. Þetta gerist á neikvæðan hátt t.d. í útrýming- arbúðum og á fornum stríðsvöllum, þar sem maður finnur fyrir þunga fortíðarinnar, jafnvel þótt maður þekki ekki sögu staðarins. Þetta eru ekki raddir eða draugar heldur ein- hverskonar kraftur. Líkt og stað- urinn geymi tilfinningar fólksins sem er orðið aftur að jörðu. Og þetta,“ segir hann og blikkar mig, „er eins langt og ég er reiðubúinn að ganga í þessa átt.“ Kemur aftur í september Þegar David kom hingað fyrst leigði hann sér fjórhjóladrifinn bíl og ók af stað til að skoða land Íslend- ingasagnanna fyrir ferðagrein sem birtist í The Independent, en var hann ef til vill líka að leita að efnivið fyrir bókina? „Já, ég var í efnisleit en vissi svo sem ekkert að hverju ég væri að leita. Upphaflega ætlaði ég að láta Crispin ferðast til Eist- lands en það gekk hvorki né rak. Svo varð það skyndilega augljóst að hann ætti frekar að fara til Íslands og um leið færðist aftur líf í kaflann og skrifin fóru að ganga betur.“ Ýmislegt sem endaði í ferðagrein- inni kemur aftur fyrir í The Bone Clocks en þó ekki hræðilegasta stund Davids á ferðalaginu. „Þetta var skelfilegasta ökuferð lífs míns! Á fjallvegi sem er bara rétt svo nógu breiður til að tveir bílar geti mæst. Og ef annar ökumaðurinn gerir mistök muntu velta út af veg- inum og deyja. Ég ók þennan veg, titrandi og kófsveittur og bað þess eins að ég myndi ekki mæta nein- um.“ David segir söguna með til- þrifum og leikur sjálfan sig skjálf- andi við stýrið. „En landslagið, vá, ég hef aldrei séð neitt því líkt.“ Fjallvegurinn reyndist vera Hellis- heiði eystri. Sögupersónan Crispin hefur það þó fram yfir David að hafa verið gestur á Bókmenntahátíð Reykja- víkur, reyndar árið 2018. „En þau virðast hafa náð „hintinu“ því ég verð gestur á Bókmenntahátíðinni í september á næsta ári, það var ver- ið að ganga frá því fyrir örfáum dögum. Ég er rosa spenntur!“ segir hann brosandi út að eyrum. Í fram- haldinu spyr ég hvort til standi að gefa einhverjar bóka hans út á ís- lensku en hann segist ekki vita til þess. „Þetta er lítill markaður, ég skil vel að það þurfi að þýða og gefa út frægari höfunda en mig. Ég er ekkert móðgaður,“ segir hann og kímir. Mun skrifa meira um Ísland En þótt Íslendingar lesi ekki mikið eftir David Mitchell, hefur hann les- ið eitt og annað eftir íslenska höf- unda. „Ég hef lesið dálítið eftir Sjón, og náttúrlega Íslendingasög- urnar þar sem ég var sendur í leið- angur á söguslóðir þeirra. Íslend- ingasögurnar eru stórmerkilegar, þær eru formæður alls skáldskapar. Ég þori að fullyrða að hver sú frá- sagnartækni sem þú finnur í dag í t.d. Game of Thrones og Mad Men, þetta er allt í Íslendingasögunum. Þar sérðu þetta gert í fyrsta sinn.“ Og ég er ekki frá því að margt sé líkt með frásögninni í The Bone Clocks og frásagnartækni Íslend- ingasagnanna, þar sem stokkið er óvænt milli staða, nýjar persónur skyndilega kynntar til leiks með löngum aðdraganda áður en í ljós kemur hvernig þær tengjast at- burðarásinni. „Íslendingasögurnar eru sönnun á því að vel heppnuð frásögn felst ekki endilega í órofinni atburðarás. Það er leyfilegt að treysta lesandanum til að fylgja þér eftir þótt þú skiptir um sjónarhorn eða hoppir til og frá í tíma og rúmi. Frásögnin hangir samt saman. Það er þó ekki þannig að ég hafi lesið Íslendingasögurnar og fengið hug- myndir þaðan, en þær veita manni fullvissu fyrir því að þetta er vel hægt án þess að skaða söguna. Þetta er líka ákveðinn leikur hjá mér, að skapa ringulreið og láta les- andann svo upplifa svona „aha!“ augnablik. Þetta sérðu líka í Íslend- ingasögunum.“ Skyndilega ljómar andlit hans upp. „Svo hef ég náttúrlega lesið Halldór Laxness! Sjálfstætt fólk er stórkostleg! Finnst þér það ekki? Hún er virkilega góð, algjörlega ein af tíu bestu skáldsögum sem skrif- aðar hafa verið. Hún er Tjékov- góð!“ David segist vera byrjaður að hugsa sex skáldsögur fram í tímann, þar af eigi tvær þeirra að gerast á Íslandi eða tengjast landinu mikið. Hann er sagður þjást af Íslandssýki (Icelandophilia) í breskum fjöl- miðlum og viðurkennir það fúslega. „Ég veit að ég er ekki einn um það, það er eitthvað við þetta land. Kannski er það aðdráttarafl norð- ursins, en mér líður reyndar ekki svona gagnvart Spitzbergen eða Norður-Kanada svo varla er það ástæðan. Það er kannski það að Ís- land er nógu evrópskt til að manni Lesandinn verður að treysta mér BRESKI METSÖLUHÖFUNDURINN DAVID MITCHELL HEFUR TEKIÐ ÁSTFÓSTRI VIÐ ÍSLAND OG GENGST FÚSLEGA VIÐ ÞVÍ AÐ VERA HALDINN ÍSLANDSSÝKI. HANN NOTAR ÍSLENDINGASÖGURNAR OG ÍSLENSKA NÁTTÚRU SEM INNBLÁSTUR OG Í NÝJUSTU BÓK SINNI, SEM TILNEFND VAR TIL MAN BOOKER-VERÐLAUNANNA 2014, KOMA BÆÐI ÁSBYRGI OG ÞINGVELLIR VIÐ SÖGU. AÐ HANS MATI ER SJÁLFSTÆTT FÓLK EFTIR HALLDÓR LAXNESS EIN AF TÍU BESTU SKÁLDSÖGUM SEM SKRIFAÐAR HAFA VERIÐ. Ingibjörg Rósa Björnsdóttir ingibjorgrosa@gmail.com Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.