Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Blaðsíða 59
28.12. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59  Ein af bestu bókum ársins er HHhH eftir Laurent Binet sem fjallar um tilræðið við Reinhard Heydrich, hættulegasta mann Þriðja ríkisins. Stórkostleg saga um hetjuskap og þær fórnir sem fólk er reiðubúið að færa í baráttu við hið illa. Marglofuð verðlaunabók sem hlýtur að hafa djúp áhrif á alla lesendur. Verðlaunabók um hetjuskap  Sannleikurinn um mál Har- rys Quebert eftir Joël Dicker hefur víða vakið athygli og hlotið verðlaun. Þetta er bráðskemmtileg saga, mjög spennandi og sneisafull af óvæntum vendingum. Það er sannarlega ekki oft sem höf- undur kemur lesendum jafn- oft á óvart og í þessari bók Glæpasaga ársins Meistaralegar sögur BESTU ERLENDU BÆKURNAR ÞAÐ BESTA SEM ÞÝTT VAR Á ÁRINU ER STÓRGOTT. GAMLIR OG NÝIR MEISTARAR EIGA ÞAR STÓRLEIK, EINS OG TOLSTOJ, NABOKOV, WOOLF OG MUNRO OG MURAKAMI.  Lífið að leysa er smásagnasafn eftir Nóbelsverðlaunahafann Alice Munro, en hún er einn af merkustu höfundum samtímans. Sögur hennar eru vandlega unnar og skrifaðar af miklu næmi og djúpum skilningi á mannlegu eðli og tilfinningum sem við þekkjum flest öll og geta verið svo afar skrýtnar og óútreiknanlegar. Smásögur Nób- elsverðlaunahafa  Í hinni marglofuðu skáldsögu Virginiu Woolf, Út í vitann, er skyggnst inn í líf fjölskyldu í sum- arleyfi á skosku Suðureyjunum. Sagan er sögð í ljóðrænum og myndrænum stíl, sem unun er að lesa, og mikið fer fyrir hugrenn- ingum persóna. Sannkallað meistaraverk sem bókmennta- unnendur hljóta að hrífast af. Meistaraverk Virginiu * Þegar guð skapaði manninn var hannorðinn þreyttur. Það skýrir margt.Mark Twain BÓKSALA 17.-23. DESEMBER Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 ÖræfiÓfeigur Sigurðsson 2 DNAYrsa Sigurðardóttir 3 Kamp KnoxArnaldur Indriðason 4 LjónatemjarinnCamilla Läckberg 5 Sveitin í sálinniEggert Þór Bernharðsson 6 NáðarstundHannah Kent 7 Þín eigin þjóðsagaÆvar Þór Benediktsson 8 Saga þeirra, sagan mínHelga Guðrún Johnson 9 OrðbragðBrynja Þorgeirsdóttir/ Bragi Valdimar Skúlason 10 SkálmöldEinar Kárason Innbundin skáldverk & hjlóðbækur 1 ÖræfiÓfeigur Sigurðsson 2 DNAYrsa Sigurðardóttir 3 Kamp KnoxArnaldur Indriðason 4 NáðarstundHannah Kent 5 SkálmöldEinar Kárason 6 VonarlandiðKristín Steinsdóttir 7 KoparakurGyrðir Elíasson 8 KataSteinar Bragi 9 TáningabókSigurður Pálsson 10 Litlu dauðarnirStefán Máni MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Sök bítur sekan.  Marco-áhrifin eftir danska spennusagnahöfundinn Jussi Adler-Olsen er eins konar til- brigði við Oliver Twist. Hinn ungi Marco er á flótta undan glæpamönnum og lögreglan er einnig á hælum hans. Sérlega vel heppnuð spennusaga. Oliver Twist í spennubók  Æska er önnur bókin í þríleik Lev Tolstoj þar sem hann byggir á eigin lífi. Æska einkennist af djúpu innsæi höfundar og ríkri samúð með manneskjum og varpað er fram ýmsum siðferðilegum spurn- ingum. Stíllinn er áhrifamikill í til- gerðarleysi sínu og einfaldleika. Lít- il perla frá einum merkasta rithöfundi allra tíma. Perla frá Tolstoj  Hinn litlausi Tsukuru Tazaki og pílagrímsár hans er skáld- saga eftir Haruki Murakami þar sem fjallað er um flókin sam- skipti og atburði sem erfitt er að skýra. Skemmtileg og hug- myndarík skáldsaga sem vekur til umhugsunar. Hugmyndarík- ur Murakami  Shuntaro Tanikawa er eitt af helstu skáldum Asíu, kominn á níræðisaldur. Sýnishorn ljóða hans er að finna í bókinni Listin að vera einn sem Gyrðir Elías- son þýðir. Í ljóðunum er víða að finna hugleiðingar um manninn, umhverfi hans og mennskuna. Hér eru á ferð fremur lágstemmd ljóð en afar áhrifarík. Þau hljóta að tala til lesenda og snerta þá. Japönsk snilldarljóð  Hin magnaða skáldsaga Nabo- kovs, Lolita, hneykslaði heiminn á sínum tíma. Meistaraleg frásögn, í senn fyndin og sláandi. Þeir sem lesa Lolitu gleyma henni ekki svo glatt. Þýðing Árna Óskarssonar er afar góð. Meistaraverkið um Lolitu  Örlög Agnesar Magn- úsdóttur, síðustu konunnar sem var tekin af lífi á Íslendi, eru yrkisefni Hönnuh Kent í skáldsögunni Náðarstund. Kent tekst afar vel að lýsa per- sónu Agnesar og átökunum í sálarlífi hennar og skapar sér- lega áhugaverða persónu. Um- hverfið er dimmt og nöturlegt eins og hæfir söguefninu. Mögnuð bók. Mögnuð Agnes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.