Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Síða 2
Í fókus
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.12. 2014
Ég hef mjög gaman af flugeldum og við erum
dugleg við það, öll fjölskyldan í sameiningu,
að skjóta upp á gamlárskvöld. Við erum bæði
með rakettur og tertur.
Þorbjörg Viðarsdóttir (23)
Nei, ég er ekki dugleg við það og hef aldrei
verið. Ég horfi frekar á flugeldasýningar og
hef mjög gaman af því.
Guðbjörg Hjaltadóttir (62)
Ég reyni alltaf að skjóta töluverðu upp af rak-
ettum. Kaupi að minnsta kosti nóg af þessu
dóti og skýt öllu upp á svona tveimur dögum.
Þórhallur Andri Guðnason (24)
Útgefandi Óskar Magnússon
Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Ég hef gaman af flugeldum en geri vanalega
meira af því að horfa á en að skjóta upp ein-
hverju stóru sjálfur. Ég kaupi alltaf meira af
smádrasli en rakettum.
Svanur Jóhannesson (23)
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
SPURNING DAGSINS ERTU DUGLEG(UR) VIÐ AÐ SKJÓTA UPP FLUGELDUM Á GAMLÁRSKVÖLD?
Agnes M. Sigurðardóttir bisk-
up Íslands er félagslyndur
karakter. Hún er hlý en líka dul,
samkvæmt síðasta stjörnukorti
ársins frá Gunnlaugi Guð-
mundssyni stjörnuspekingi.
Stjörnukortið 44
Í BLAÐINU
Morgunblaðið/Þórður
SILJA HAUKSDÓTTIR
SITUR FYRIR SVÖRUM
Tilfinninga-
þrungin ára-
mótaheit
Forsíðumyndskreytingu
setti Björgvin Pétur
Sigurjónsson saman.
Tvær konur á sjötugs-
aldri hafa búið saman
í 30 ár, nánast í felum.
Að áeggjan ungs leik-
skálds ákveða þær að
segja sögu sína á sviði.
Saga Jónsdóttir og
Sunna Borg fara með hlutverkin í Lísu og Lísu, verki
sem LA frumsýndi snemma árs en verður á fjölunum í
Tjarnarbíói strax eftir áramót. Landið og miðin 13
Sigmar Örn Alexandersson var um það bil eini ferða-
maðurinn í hinu stríðshrjáða landi Srí Lanka um jólin
2006. Hann lenti í ýmsum ævintýrum, var m.a. fenginn
til að laga tölvu lögreglu í Colombo. Ferðalög 22
Í ár eru liðin 65 ár frá því að fyrsta þyrlan, TF-HET,
kom hingað til lands. Hún var ýmist kölluð „ónýt
blikkdós“ eða „rusl“ á Alþingi og var að lokum send til
baka úr landi eftir stutta dvöl. Breskur flugstjóri kenndi
tveimur Íslendingum að fljúga henni. Sagnfræði16
Silja Hauksdóttir, handritshöfundur og leikstjóri, stýrir áramótaskaupi
RÚV í ár. Þetta er í annað sinn sem hún tekur sér verkefnið fyrir hend-
ur en árið 2008 stýrði hún því einnig. Silja hefur komið víða við á sviði
kvikmynda og hefur leikstýrt þáttaröðum á borð við Ástríði, Stelp-
urnar og Ríkið.
Hvernig hefur gengið að hnoða skaupið
saman?
Vinnan hefur gengið mjög vel; enda eru stjórnmálamenn,
vinir þeirra og velunnarar frekar iðnir þessa dagana við að
gefa okkur innblástur. Fyrir það kann ég þeim bestu þakk-
ir.
Hefur eitthvað sniðugt komið upp á sem
verðugt er að segja frá?
Við vorum t.d. í tökum að vinna með ákveðið mál, sem hef-
ur verið mikið í deiglunni, sama dag og raunverulegar per-
sónur þess voru að gera góða hluti á alþingi og víðar. Ég
stóð með símann í hendinni og breytti handriti ofan í leik-
ara milli þess sem ég frískaði upp á heimasíður á frétta-
miðlum. Það var hresst.
Gætirðu hugsað þér að leikstýra skaupinu
aftur?
Eins og staðan er núna get ég ekki hugsað um neitt annað
en árið 2014. Ég skal svara þessu betur í júlí.
Eiga landsmenn von á góðu skaupi í ár?
Það vona ég sannarlega, að sem flestir fái eitthvað við sitt
hæfi og fari svo bara inn í nýja árið með gleði í hjarta og bros
á vör.
Ætlar þú að strengja áramótaheit?
Já, ég hugsa að ég dragi fram þann hluta sem gleymdist eftir
síðustu áramót og áframsendi inn í næsta ár. Og finni svo upp á
einhverju nýju, til að halda þessu fersku. Ég á það til að verða
mjög andaktug um áramótin og strengja tilfinningaþrungin ára-
mótaheit sem eru hæfilega loðin, þannig að það er alltaf mikið
túlkunaratriði hvort ég hafi staðið við þau eða ekki. Ég mæli
með því.