Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Blaðsíða 2
Í fókus 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.12. 2014 Ég hef mjög gaman af flugeldum og við erum dugleg við það, öll fjölskyldan í sameiningu, að skjóta upp á gamlárskvöld. Við erum bæði með rakettur og tertur. Þorbjörg Viðarsdóttir (23) Nei, ég er ekki dugleg við það og hef aldrei verið. Ég horfi frekar á flugeldasýningar og hef mjög gaman af því. Guðbjörg Hjaltadóttir (62) Ég reyni alltaf að skjóta töluverðu upp af rak- ettum. Kaupi að minnsta kosti nóg af þessu dóti og skýt öllu upp á svona tveimur dögum. Þórhallur Andri Guðnason (24) Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Ég hef gaman af flugeldum en geri vanalega meira af því að horfa á en að skjóta upp ein- hverju stóru sjálfur. Ég kaupi alltaf meira af smádrasli en rakettum. Svanur Jóhannesson (23) Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson SPURNING DAGSINS ERTU DUGLEG(UR) VIÐ AÐ SKJÓTA UPP FLUGELDUM Á GAMLÁRSKVÖLD? Agnes M. Sigurðardóttir bisk- up Íslands er félagslyndur karakter. Hún er hlý en líka dul, samkvæmt síðasta stjörnukorti ársins frá Gunnlaugi Guð- mundssyni stjörnuspekingi. Stjörnukortið 44 Í BLAÐINU Morgunblaðið/Þórður SILJA HAUKSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Tilfinninga- þrungin ára- mótaheit Forsíðumyndskreytingu setti Björgvin Pétur Sigurjónsson saman. Tvær konur á sjötugs- aldri hafa búið saman í 30 ár, nánast í felum. Að áeggjan ungs leik- skálds ákveða þær að segja sögu sína á sviði. Saga Jónsdóttir og Sunna Borg fara með hlutverkin í Lísu og Lísu, verki sem LA frumsýndi snemma árs en verður á fjölunum í Tjarnarbíói strax eftir áramót. Landið og miðin 13 Sigmar Örn Alexandersson var um það bil eini ferða- maðurinn í hinu stríðshrjáða landi Srí Lanka um jólin 2006. Hann lenti í ýmsum ævintýrum, var m.a. fenginn til að laga tölvu lögreglu í Colombo. Ferðalög 22 Í ár eru liðin 65 ár frá því að fyrsta þyrlan, TF-HET, kom hingað til lands. Hún var ýmist kölluð „ónýt blikkdós“ eða „rusl“ á Alþingi og var að lokum send til baka úr landi eftir stutta dvöl. Breskur flugstjóri kenndi tveimur Íslendingum að fljúga henni. Sagnfræði16 Silja Hauksdóttir, handritshöfundur og leikstjóri, stýrir áramótaskaupi RÚV í ár. Þetta er í annað sinn sem hún tekur sér verkefnið fyrir hend- ur en árið 2008 stýrði hún því einnig. Silja hefur komið víða við á sviði kvikmynda og hefur leikstýrt þáttaröðum á borð við Ástríði, Stelp- urnar og Ríkið. Hvernig hefur gengið að hnoða skaupið saman? Vinnan hefur gengið mjög vel; enda eru stjórnmálamenn, vinir þeirra og velunnarar frekar iðnir þessa dagana við að gefa okkur innblástur. Fyrir það kann ég þeim bestu þakk- ir. Hefur eitthvað sniðugt komið upp á sem verðugt er að segja frá? Við vorum t.d. í tökum að vinna með ákveðið mál, sem hef- ur verið mikið í deiglunni, sama dag og raunverulegar per- sónur þess voru að gera góða hluti á alþingi og víðar. Ég stóð með símann í hendinni og breytti handriti ofan í leik- ara milli þess sem ég frískaði upp á heimasíður á frétta- miðlum. Það var hresst. Gætirðu hugsað þér að leikstýra skaupinu aftur? Eins og staðan er núna get ég ekki hugsað um neitt annað en árið 2014. Ég skal svara þessu betur í júlí. Eiga landsmenn von á góðu skaupi í ár? Það vona ég sannarlega, að sem flestir fái eitthvað við sitt hæfi og fari svo bara inn í nýja árið með gleði í hjarta og bros á vör. Ætlar þú að strengja áramótaheit? Já, ég hugsa að ég dragi fram þann hluta sem gleymdist eftir síðustu áramót og áframsendi inn í næsta ár. Og finni svo upp á einhverju nýju, til að halda þessu fersku. Ég á það til að verða mjög andaktug um áramótin og strengja tilfinningaþrungin ára- mótaheit sem eru hæfilega loðin, þannig að það er alltaf mikið túlkunaratriði hvort ég hafi staðið við þau eða ekki. Ég mæli með því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.