Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Qupperneq 50
Samantekt
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.12. 2014
Morgunblaðið/RAX
„Það er mín skoðun að á meðan íslenska er töluð
á Íslandi þá sé tungumálið ekki í hættu. Tungu-
málið verður hins vegar í alvarlegri hættu þegar
farið verður að huga að því, eins og menn töluðu
um í bólunni, að taka upp ensku sem fyrirtækja-
mál í landinu vegna hnattvæðingarinnar og al-
þjóðlegheitanna í fyrirtækjarekstri,“ sagði
Guðni Kolbeinsson þýðandi í viðtali 9. febr-
úar, aðspurður hvort íslensk tunga væri í
hættu.
„Það er líka mín trú að maður komist
lengra á því að vera almennileg mann-
eskja en fífl.“
Sagði Ólafur Darri Ólafsson leik-
ari 5. janúar. Tilefnið var frumsýn-
ing á Hamlet í Borgarleikhúsinu
en Ólafur Darri fór með hlutverk
krónprinsins.
Morgunblaðið/Kristinn
Viðmælendur Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins voru ótal-
margir á árinu sem er að líða, þeir komu úr fjölbreyti-
legum áttum, voru á öllum aldri og höfðu ólíkar, for-
vitnilegar, fræðandi, spennandi og oft skemmtilegar sögur
að segja sem og álit að gefa. Sunnudagsblað Morg-
unblaðsins fór yfir blöð ársins 2014 tók saman nokkur
eftirminnileg ummæli sem höfð voru eftir nokkrum af
þessum frábæru viðmælendum og eru þó óteljandi margir
ónefndir enn úr þessum góða hópi.
Orð ársins 2014 í Sunnudags-
blaði Morgunblaðsins
FÓLKIÐ SEM BLAÐAMENN SUNNUDAGSBLAÐ MORGUNBLAÐSINS TÖLUÐU VIÐ ÁRIÐ 2014 HLEYPUR Á ÞÚSUNDUM.
Á NÆSTU SÍÐUM MÁ LESA NOKKUR AF EFTIRMINNILEGRI UMMÆLUM ÁRSINS.
Samantekt: Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Ég tel að það sé allt öðruvísi fyrir mig, kom-
andi frá átakasvæðum, að fá að tilheyra Íslandi
af öllum þjóðum. Í fyrsta lagi þykir mér til þess
koma af því að Ísland hefur engan her. Þá tekur
Íslandi ekki að neinu marki þátt í heims-
valdastefnu stórveldanna og landið stendur í
framlínu fyrir mannréttindabaráttu.“ Sagði
rithöfundurinn Mazen Maarouf 5. janúar,
þá glænýr íslenskur ríkisborgari.
Morgunblaðið/Kristinn„Bull er svo frelsandi. Sjáðu til dæmis
bara fólk í sértrúarsöfnuðum sem talar
tungum. Á eftir þakkar það guði og
hrópar: „Já! Andinn kom yfir mig! Mér
líður svo vel.“ En þetta fólk var einfald-
lega bara að prófa hvernig það er að
bulla í nokkrar mínútur,“ sagði Þor-
steinn Guðmundsson grínisti 12.
janúar.
Morgunblaðið/Ómar
„Ég átti 10 systkini og ekkert þeirra var
eins á litinn. Ég vil meina að litirnir
standi fyrir hæfileikana. Ég get oft á tíð-
um séð á hvaða línu fólk er á út frá litn-
um, hvers konar starf hentar því,“
sagði Bíbí Ísabella Ólafsdóttir
miðill 16. febrúar í viðtali um
miðlastörf.
Morgunblaðið/Kristinn
„Við vissum að þér leið illa og
vorum hrædd um þig. Einmitt
þess vegna var mikilvægt að
tala um það en ekki breiða yfir.
Það er enginn sem lifir bara
eftir beinni braut og stígur
aldrei út af sporinu. Ég er rosa-
lega stolt af þér, Högni,“ sagði
leikkonan Arndís Hrönn
þegar hún ávarpaði bróð-
ur sinn, Högna Egilsson
tónlistarmann, í viðtali
sem tekið var við þau sam-
an 2. febrúar.
„Fjölmiðlar vilja ekki
bera neina samfélags-
lega ábyrgð á því
hvernig konur eru
kynntar og settar
fram. En það er ekki
gott að benda á og
saka konurnar sjálfar
um. Þær hafa alist upp
í samfélagi sem er
gegnsýrt af þessum
staðalímyndum,“ sagði
Lára Rúnarsdóttir
tónlistarkona 9.
febrúar um klám-
væðingu í tónlistar-
myndböndum.