Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Blaðsíða 44
Meistari í að skapa tengslanet Frú Agnes er merkileg kona. Sú fyrsta af sínu kyni til að kom- ast til æðstu metorða í stétt sem er frekar íhaldssöm, svo ekki sé meira sagt. Starfandi prestur í Bolungarvík. Ekki beint í hjarta Íslands, með fullri virðingu fyrir því mjög svo ágæta plássi. Atið í kringum síðustu biskupskosningu vakti því athygli mína. Spurn- ingarnar sem vöknuðu voru þessar: Af hverju? Hvað hefur hún til brunns að bera, umfram aðra? Í fyrsta lagi þá er frú Agnes Vog. Þar liggur eitt svar. Vogin er meistari í þeirri list að skapa tengslanet. Ég var í boði hjá Sollu frænku síðastliðið haust. Hún er Vog, hjúkrunarkona, búsett í Danmörku. Það var yndislegt að heimsækja hana. Solla gekk á milli allra, bros- mild. Ertu með nóg í glasinu, Gulli? Má ekki bjóða þér annan bita af lifrarpyls- unni? Hefur þú hitt Jón? Má ég ekki kynna ykkur? Þannig er hin dæmigerða Vog. Hún er listamaður samskiptanna. Talar við marga, vinsamlega við alla, teng- ir fólk saman. Þegar kemur að kosningum þá muna menn eftir konunni sem snerti marga og móðgaði engan. Hlý, en líka dul Frú Agnes er mótsagnakennd eins og við öll börn Guðs og móð- ur jarðar. Hún er félagslynd. Hún er hlý þegar því er að skipta. En hún er líka dul. Tengslanetið er til staðar, en öllu er stillt í hóf. Ástæðan er sú að hún á sér dýpri hliðar. Tóna sem koma frá Sporðdrekanum. Hún er sálfræðingur. Hún er nösk á veikleika fólks í samskiptum og sem stjórnandi. Sálgæsla er henni hug- leikin. Hún hefur áhuga á myrkvari hliðum tilverunnar. Frú Agnes er ekki yfirborðsleg. Þvert á móti. Hún er einbeitt og hún hugsar djúpt. Ekki síst, þá er frú Agnes jákvæð og kraftmikil kona. Hún er keppnismaður, jákvæður keppnismaður. Hún virkar rólyndisleg, en hún býr yfir mikilli orku. Það er mikilvægt og kannski kjarni málsins. Þeir orkumiklu vaka lengi og afreka margt á meðan aðrir sofa. Keppniskraftur frú Agnesar er málefnalegur og kald- ur. Ég held að þar sé komið annað svar. Meðbræður hennar og systur hafa treyst henni til að leiða kirkjuna. Hún býr yfir auðmýkt, yfirvegun og afli sem kirkjan þarf. Og svo er það Guð Ég tel augljóst að frú Agnes búi yfir djúpri og bjargfastri trú. Fórnin og þjónustan er rík í persónuleika hennar. Sálgæslu- hlutverk kirkjunnar er henni hugleikið. Ég tel að innst inni líti hún á sig sem lækni og vilji að kirkjan heili fólk. En það sem vekur athygli mína er að frú Agnes er ekki sérstaklega íhalds- söm. Hún er formföst og ber virðingu fyrir réttum siðum, en ég tel augljóst að í biskupstíð hennar muni kirkjan taka töluverðum og nokkuð róttækum breytingum. Frú Agnes er ekki ’status quo’. Kyrrstaða er ekki hennar. Haldi í hefðir en fagni nýjungum Hvaða ráð vil ég gefa þér, frú Agnes? Þú ert í vandasömu starfi. Það er augljóst. Annars vegar er stofnunin íhaldssöm og hins vegar er þjóðfélagið á hraðferð í átt til hvers, ja, það er spurn- ing. Dansa þarf á línu. Mitt ráð er að þú vinnir með báðum öfl- unum, haldir í hefðir en takir um leið fagnandi á móti nýjungum. Mér dettur í hug Morgunblaðið í tíð Matthíasar Johannessen. Forsíðan var alltaf sú sama. Hið heimsfræga morgunblaðsletur skall á gang- stéttum hversdagsins, í morgunsárið, dag eftir dag. Það fékk lesendur til að halda að Morgunblaðið væri ein af hefðum lífsins, á meðan hið innra var allt á fleygiferð, til samræmis við tíðaranda hverju sinni, ný aukablöð og gróska. Sem sagt, frú Agnes, farðu í smiðju til Matthíasar. Hvað varðar þig persónulega, þá finnst mér þú svolítið litlaus, að minnsta kosti út á við. Það er kannski rangt að segja þetta. Ekki er hægt að ætlast til þess að biskupinn sé ’hress og skemmti- legur’. Ég er öllu frekar að tala um miðlun og máltjáningu. Þú – sem leiðtogi kirkjunnar, frú Agnes – ert of þögul. Eða hvað? Ég efa það ekki að mikil innri vinna eigi sér stað innan kirkjunnar. En hvað með okkur leikmennina sem viljum gjarnan heyra boðskap kristninnar? Hver er að tala til okkar? Ég er trúaður. Ég ólst upp hjá ömmu Oktavíu á Lynghaganum niðri við Æg- isíðuna. Amma lærði orgelleik í Dómkirkjunni og var síðan organisti á Bakkafirði og Skeggjastöðum, í Norður-Múlasýslu. Ég er því Bakkfirðingur. Trú ömmu var lifandi og falleg. Frá henni hef ég mildan Guð. Þaðan kemur sú ósk að kirkjan boði kærleika, á mannamáli. Þú ert leiðtoginn frú Agnes. Það er þitt að tala. Gleðilega hátíð! Rólyndisleg en býr yfir mikilli orku AGNES M. SIGURÐARDÓTTIR KOM INN Í ÞENNAN HEIM 19. OKTÓBER ANNÓ 1954. Á ÞEIRRI STUNDU VAR SÓLIN (GRUNNEÐLI OG LÍFSORKA) Í HINNI LISTRÆNU, FÉLAGSLYNDU OG KÆRLEIKSRÍKU VOG. TUNGLIÐ (TILFINNINGAR OG VANAHEGÐUN) VAR Í HINU HLÝJA OG EINLÆGA LJÓNI. MERKÚR (HUGS- UN) OG VENUS (KÆRLEIKSORKAN) VORU Í HINUM DJÚPA OG TILFINNINGARÍKA SPORÐDREKA. MARS (BARÁTTUORKAN) VAR Í HINNI DUGLEGU OG SKIPULÖGÐU STEINGEIT. ÕGrunneðli ] Vitsmunir Y Tilfinningar — Ráðleggingar Morgunblaðið/Golli Stjörnukortið GUNNLAUGUR GUÐMUNDSSON www.islenskstjornuspeki.is Vogin 23. september til 22. október Vogin spannar fyrsta fasa haustsins. Orka lífsins stígur jafnvægisdans milli birtu og myrkurs, hita og kulda. Náttúran skartar fögrum litum. Uppskera er sett á vogarskálar og afrakstri er skipt. Það að leita jafnvægis, samvinnu og harmóníu er því skráð í náttúrugen Vogarinnar. Fyrir vikið er Vogin að öllu jöfnu ljúf og þægileg í umgengni. Hún leitar þess sem sameinar menn. Um leið eru hún bæði dómari og sátta- semjari, því hennar hlutverk er að skera úr um ágreining. s  Agnes. M. Sigurðardóttir fæddist á Ísafirði. Hún er dóttir prestshjónanna á staðnum, Sig- urðar Kristjánssonar, sóknarprests og prófasts í Ísafjarðarprófastsdæmi, og Margrétar Hagalíns- dóttur ljósmóður.  Hún las guðfræði við guðfræðideild Háskóla Íslands og lauk embættisprófi árið 1981. Hún hef- ur einnig stundað framhaldsnám í prédik- unarfræði við Uppsalaháskóla í Svíþjóð og kenni- mannlegri guðfræði við guðfræðideild HÍ.  Agnes var ráðin æskulýðsfulltrúi þjóðkirkj- unnar strax að námi loknu og gegndi því starfi til ársins 1986. Hún var vígð prestsvígslu til þessarar þjónustu 20. september 1981 og þjónaði sam- hliða starfi sínu í Dómkirkjunni í Reykjavík. Árið 1986 var hún skipuð sóknarprestur á Hvanneyri. Hún gegndi því embætti til árisns 1994 þegar hún flutti sig til Bolungarvíkur sem hún þjónaði til árs- ins 2012. Hún var jafnframt prófastur frá árinu 1999, fyrst í Ísafjarðarprófastsdæmi og síðar í Vestfjarðaprófastsdæmi sem varð til við sam- eningu Ísafjarðarprófastsdæmis og Barðastrand- arprófastsdæmis.  Árið 2012 var hún valin til að gegna embætti biskups Íslands. Hún var vígð biskupsvígslu í Hall- grímskirkju 24. júní 2012 og er fyrsta konan í sögu þjóðkirkjunnar til að taka biskupsvígslu. Hún tók við embætti 1. júlí 2012. AGNES M. SIGURÐARDÓTTIR BISKUP 44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.12. 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.