Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Blaðsíða 54
1. 20.000 Days on Earth „Hún er vart af mér runnin sú upplif- unarvíma sem Cave tókst að kveikja í æðum mér. Töfrar eru orðið sem nær einna helst að lýsa því.“ – Kristín Heiða Kristinsdóttir 2. Mr. Turner „Timothy Spall túlkar sérlundaðan listmál- arann á meistaralegan hátt, rymjandi og stynjandi, iðulega æði durtslegur en á þó til að opinbera óvænta blíðu og tilfinningasemi eins og í makalausu atriði þar sem hann syngur hluta af harmljóði eftir Purcell.“ – Einar Falur Ingólfsson 3. The Grand Budapest Hotel „The Grand Budapest Hotel er enn ein skrautfjöðrin í hatt Andersons og svo girni- leg á að líta að mann langar helst að gæða sér á henni.“ – Helgi Snær Sigurðsson 4. Salóme „Yrsa fer þá leið að segja áhorfendum ekki of mikið frá móður sinni og ævi hennar, leyf- ir heldur löngum, kyrrum tökum af Salóme að tala sínu máli og samtölum þeirra mæðgna, oft á tíðum sprenghlægilegum, að draga upp mynd af sambandi þeirra og for- tíð.“ – Helgi Snær Sigurðsson 5. Les garçons et Guillaume, à table! „Ég um mig og mömmu gæti í raun verið ágætur vettvangur fyrir nemendur í kynja- fræði og þrátt fyrir frumlega uppsetningu kvikmyndarinnar er hún einkar raunsæ og gott innlegg í umræðuna.“ – Davíð Már Stef- ánsson 6. The Lego Movie „Ég og góðvinur minn, sem sáum myndina klukkan hálffjögur á laugardegi með sal full- um af helgarpöbbum, hlógum vandræðalega mikið að myndinni, sérstaklega öllum litlu skrýtnu vísununum og hugmyndaauðginni.“ – Gunnar Dofri Ólafsson 7. Turist/Force majeur „[Östlund] sýnir með þessari mynd að hann er einn fremsti leikstjóri Norðurlanda.“ – Karl Blöndal 8. Two-Step „Hébert er ekkert vöðvabúnt, frekar hálfgert stöngulmenni, en af honum stafar afgerandi ógn frá upphafi.“ – Karl Blöndal 9. Björk: Biophilia Live „Björk: Biophilia Live er með áhugaverðari tónleikaheimildarmyndum sem maður hefur barið augum og góður endir á tónleikaferða- laginu sem Björk lagðist í til að fylgja áttundu breiðskífu sinni eftir.“ – Davíð Már Stefánsson 10. Inside Llewyn Davis „Persónur Inside Llewyn Davis eru margar æði skrautlegar, eins og búast mátti við í Coen-mynd, og þá ekki síst undarlegur og fárveikur djasstónlistarmaður, leikinn af Goodman, sem messar yfir Davis í langri ökuferð þeirra til Chicago og lýsir frati á al- þýðutónlist.“ – Helgi Snær Sigurðsson Kvikmyndir ársins FJÖLDI GÆÐAMYNDA VAR SÝNDUR Í BÍÓHÚSUM LANDSINS Á ÁRINU. HELGI SNÆR SIGURÐSSON, EINN GAGNRÝNENDA MORGUNBLAÐS- INS, VALDI TÍU AF ÞEIM BESTU SEM GAGNRÝNDAR VORU Í BLAÐINU. 1 3 4 2 Við gerð listans var litið til þeirra kvikmynda sem frumsýndar voru á Íslandi á árinu. Tilvitnanir eru úr kvikmyndadómum. Menning 54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.12. 2014 Anna Þorvaldsdóttir hefur vakið mikla athygli erlendis fyrir tónsmíðar sínar og kemur ekki á óvart þegar hlustað er á plötuna Aerial sem hefur að geyma tón- smíðar Önnu frá síðustu árum og er krydduð með skemmtilegum drunga, óhljóðum og myrkri. Frábær plata og plata ársins 2014. Ben Frost hefur það orð á sér að semja háværa og ágenga óhljóðalist, en á Aurora sýnir hann á sér nýjar hliðar. Verkin eru öll samin á fartölvu, en lifandi slagverk ljær henni lífrænan svip og þó að sífelld glíma sé á milli óhljóða og laglínu er platan ekki ögrandi eða ógnandi, hún er bara falleg. Dauðarokkssveitin Be- neath hefur vakið athygli utan landsteinanna fyrir þróttmikið dauðarok eins og heyra má á The Barren Throne sem kom út vestan hafs snemma á árinu. Það er ekki sami þungi í tónlistinni og forðum, en kemur ekki að sök – fjölbreytt og skemmtileg skífa. Pönkið sneri aftur á árinu eins og heyra mátti á Börn- um, fyrstu breiðskífu Barna. Tónlistin er ekki flókin, en einkar áhrifarík og textarnir sterkir og ágengir. Hægt er að hlusta á tónlist sveitarinnar og kaupa á Bandcamp. Engin hljómsveit er skemmtilegri á sviði en FM Belfast og plötur sveit- arinnar hafa verið hrein- ræktuð gleði. Brighter Da- ys er líka uppfull með fjöri og galsa, en gamanið er kryddað með alvöru eins og vera ber. Eins og Árni Grétar Jóhannesson, sem notar listamannsnafnið Fut- uregrapher, lýsti því í við- tali fyrir stuttu hefur Skyn- vera verið í smíðum í á þriðja ár. Tónlistin er harð- ari á köflum og rafvæddari en fyrri verk Árna, en líka léttara yfir henni, gamansemi og fjör í bland við meiri alvöru. Rökrétt framhald var kannski ekki svo rökrétt framhald fyrstu breiðskífu Grísalappalísu, nema að því leyti að á henni var sami hamagangur, spila- gleði og geggjun og á frum- rauninni. Lagasmíðar voru beinskeyttari þó og þó fyrri platan hafi hangið skemmtilega saman þá var þessi betri. Hugsanlega kannast fáir við Heklu, fyrsta plötu Heklu Magnúsdóttur, enda hefur hún ekki komið út á föstu formi, er bara að- gengileg á Bandcamp. Það er þó ástæða til að leggja nafnið á minnið og hlustir við plötunni því tónlistin er til- raunakennd og heillandi. Frábær frumraun. Icarus þekkja kannski fáir hér á landi en sveitin sú hefur getið sér orð vestan hafs fyrir skemmtilega pönkaðan harðkjarna, kraft- mikil músík með góðri keyrslu og vel pældum textum eins og heyra má á Ascending // Descending. Færi gefst á að sjá sveitina spila á Eistnaflugi í sumar. Svo mikið var fjallað um tæknileg atriði varðandi söngleik Ívars Páls Jóns- sonar sem settur var upp úti í New York að tónlistin á Revolution in the Elbow gleymdist – frábært safn af grípandi lögum sem einvalalið flytur og með einkar súrum textum um lífið í Olnbogabæ. Á Temperaments býður Kippi Kaninus, Guðmundur Vignir Karlsson, upp á æv- intýralega fjölbreytta raf- tónlist með hliðrænum sprettum í ýmsar áttir. Hann hefur starfað einn um hríð, en birtist margfaldur á skífunni – orðinn sjö manna hljómsveit. Á Palme, fjórðu hljóð- versskífu sinni, fer Ólöf Arnalds nýjar leiðir, beitir raftónlist í meira mæli en forðum og útsetningar eru líka fjölbreyttari. Einlægnin er þó enn til staðar í flutningnum og afrakst- urinn er besta plata hennar hingað til. Félagarnir í Pink Street Boys hafa kynnt sig sem háværustu hljóm- sveit landsins og þó það sé kannski umdeilt er óumdeilt að Trash from the Boys er ein fjörugasta skífa sem komið hefur út hér á landi í mörg, mörg ár. Tónlistin er kraftmikil keyrsla en þó miklu meira en það. Nei sorrí, París norðursins, það frábæra lag, er ekki á Sorrí, en plat- an er jafngóð fyrir það eða betri ef eitthvað er. Prins Póló er Svavar Pétur Ey- steinsson og hann kann öðr- um fremur að semja og flytja fáránlega grípandi tónlist með eitur- snjöllum textum. Það hefur tekið Samaris smá tíma að koma saman sinni fyrstu breiðskífu, enda hefur sveit- in haft í ýmsu að snúast vegna áhuga erlendra útgef- enda. Það var þó þess virði að bíða því Silkidrangar er hreint fyrirtak, lágstemmd raftónlist, seið- andi söngur og tregafullt klarínett í frábær- um útsetningum. Sigurður Flosason er af- kastamikill alla jafna, en aldrei eins og nú; Tveir heimar er þriðja breið- skífan sem hann sendi frá sér á árinu. Á plötunni eru verk þar sem djass og klassík mætast og voru samin sérstaklega fyrir Sigurð. Mengi er ekki afkastamikil útgáfa en það sem gefið er út er fram- úrskarandi eins og heyra má á plötu Kippa, sem getið er hér fyrir ofan, og svo á skífunni They Hold it for Certain... þar sem Skúli Sverrisson, Anthony Burr og tíbetska söng- konan Yungchen Lhamo spinna saman tor- ræðan heillandi seið. Sólstafir feta sína braut frá drungarokki í óræðan heim þar sem allt getur gerst. Víst er gríðarlegur þungi í tónlistinni á Óttu en það er líka nóg af ljóðrænni dramatík. Platan er lágstemmd og í stað þess að ryðja öllu um koll í hausnum á manni laumast hún inn og kemur sínu til skila. Úslandsspunaröðinni lauk á árinu með tveimur plöt- um, ÚÚ 11 og ÚÚ 12. Þær voru báðar frábærar. Það er mikill samhljómur í spun- anum þó þeir félagar komi úr ólíkum áttum og þegar vel tekst upp verður útkoman snilld. Þórir Georg Jónsson sendi frá sér talsvert af tón- list á árinu. Sumt hljómaði eins og hann væri að lofta út á lagernum, en það er ekkert afgangsdót á Ræfli, bara skemmtilega ögrandi og grípandi rokk. Hljómur er hrár og hljómar ekki alltaf hreinir, en tilfinningin er á sínum stað. Íslenskar plötur ársins ÞÓ AÐ MEIRIHLUTI ÞEIRRAR TÓNLISTAR SEM GEFIN ER ÚT HÉR Á LANDI SÉ ÓEFNISLEGUR, OBBINN GEFINN ÚT Á NETINU, KEMUR SUMT ÚT Á DISKUM OG ANNAÐ ÚT Í TAKMÖRKUÐU MAGNI Á VÍNYL EÐA SNÆLDUM. VIÐ TÖLUM ÞVÍ ENN UM PLÖTUR OG ÞÁ LÍKA UM PLÖTUR ÁRSINS. Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.