Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Page 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 28.12.2014, Page 38
Græjur ársins 2014 MIKIÐ VAR UM AÐ VERA Á FARSÍMAMARKAÐI Á ÁRINU OG SÍMARNIR URÐU STÆRRI OG STÆRRI. HÁTÆKNI KEMUR ÞÓ VÍÐAR VIÐ SÖGU EINS OG SJÁ MÁ. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Oculus Rift Þrívídd er næsta skrefið í tölvuheiminum, eða það finnst manni þegar maður hefur spilað tölvuleik með Oculus Rift á kollinum. Oculus Rift er með 7" skjá, 24 bita litadýpt ríflega og skjáupplausn – er 1920×1080 á tækinu sem ég próf- aði (Development Kit 2), en verður víst að minnsta kosti 2000×1080 dílar á tækinu sem kemur á almennan markað á næsta ári. Það að skjárinn sé 7" gerir að verkum að sjónsviðið er 90 gráður sem er mun meira en á sambærilegum tækjum. Þrívíddargleraugu eins og Oculus Rift eiga eftir að hafa mikil áhrif í tölvuleikjum, en þau verða líka notuð á fleiri sviðum. Panasonic Lumix GX7 Myndavélar frá Panasonic þykja skara framúr fyrir myndgæði og tæknilega útfærslu. Lumix GX7 er gott dæmi um það; myndavél sem lætur ekki mikið yfir sér við fyrstu sýn, en birtir sífellt fleiri möguleika eftir því sem maður skoðar hana betur – ótrúlega tækni- vædd þó ekki sé hún mikil um sig. Boddíðið á henni er traustvekj- andi og mjög gott stamt grip á henni, en annars er hún úr magn- esíum og tiltölulega létt fyrir vikið. Ofan á vélinni eru stillihjól og hnappur til að smella af. Vélin sjálf er rétt rúm 400 grömm en 512 grömm með Lumix G Vario 14-42 mm linsu. Philips 55PFS8109 Philips 8109 sjónvarpstækið fyrir myndgæði, tæknilega útfærslu og útlit, en líka fyrir það að þar er komið fyrsta sjónvarpið sem keyrir á Android og því hægt að nota forrit eins og Chrome-vafrann, Google-leit, raddstýrða leit, Google Play-bíómyndir og tónlist og YouTube, en líka er hægt að sækja forrit eins og Netflix. Það er líka hægt að tengja við sjónvarpið ut- análiggjandi harðan disk og nota til að setja upp forrit og til að taka upp sjónvarpsefni. Með aðstoð innbyggðra myndavélar er hægt að stýra tæk- inu með bendingu þegar maður er svo aðframkominn af leti að maður nennir ekki einu sinni að teygja sig í fjarstýringuna. Galaxy S5 Galaxy S-símarnir eru flaggskip Samsung og nýi S5-síminn stóð undir því, þó ekki hfai hann selst eins vel og Samsung-menn von- uðu. Ýmislegt var nýtt við sím- ann, meðal annars púlsmælir og fingrafaralesari, og myndavélin var mjög endurbætt, 16 MP myndflaga, hraðvirkur sjálfvirkur fókus er og ýmsar aðrar end- urbætur voru gerðar á henni. 38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28.12. 2014 Græjur og tækni LG G3 LG G3 státaði af öflugasta skjár á farsíma sem um getur, 5,5" skjá með upplausnina 1.440 x 2.560 dílar. Hann var líka með öflugan örgjörva, fjög- urra kjarna 2,5 GHz Snapdragon 801 með Adreno 330 grafíkörgjörva. Til viðbótar við stýrikerfið straumlínulagað, lítill óþarfi og nánast hreint Android-viðmót - þó vélbúnaður í símanum sé verulega endurbættur voru endurbætt og einfölduð notendaskil og viðmót allt mesta byltingin. Sony Alpha A6000 A6000 er spegillaus myndavél með stafrænum sjónglugga þriggja tommu Trueblack skjá á bakinu sem hægt er að velta til og frá. Í sem stystu máli: Hér er komin frábær vél fyrir áhuga- ljósmyndara og það á fínu verði með tilliti til gæða og tækni. Linsan sem fylgir með er reyndar ekkert sérstök og rétt að velta því fyrir sér að kaupa bara boddíið ef mað- ur á linsur fyrir eða þá bara boddí og svo betri linsu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.