Fréttablaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 18
8. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 18 Forsenda virks fulltrúa- lýðræðis er traust. Að fólk treysti fulltrúum sínum til að standa vörð um almanna- hagsmuni, að það geti treyst því að kjörnir fulltrúar geri það sem þeir segjast ætla að gera. Að þeir starfi í skjóli þess umboðs sem þeir sækja sér í kosningum, á þeim for- sendum sem þeir sækja sér það umboð. Það traust er ekki til staðar á Íslandi í þeim mæli sem þarf til að hægt sé að tala um raun- verulegt og vel fúnkerandi lýðræði. Þegar allt að helmingur atkvæðisbærra einstaklinga sér ekki tilgang í að mæta á kjörstað er ekki lengur hægt að tala um að þjóðin sé sameiginlega við stýrið á þjóðarskútunni. Þá er augljóslega eitthvað að. Ákall um lýðræði sem virkar Það er freistandi að segja að þetta snúist í grunninn um tiltekin mál eða málefni og að þolinmæði kjós- enda gagnvart gömlu stjórnmála- flokkunum sé á þrotum vegna þess að þeim hafi ekki tekist að leiða þau til lykta. Þar koma óhjá- kvæmilega upp í hugann mál eins og framhald viðræðna um aðild að Evrópusambandinu og ráðstöfun náttúruauðlinda í sameiginlegri eigu þjóðarinnar. Í báðum tilvik- um virðast almannahagsmunir og vilji mikils meirihluta þjóðarinnar vera nokkuð augljós en samt fara stjórnmálin í þveröfuga átt, án þess að almenningur hafi nokkur haldbær verkfæri til að grípa þar inn í. Hver sem ástæðan kann að vera, hvort sem þar ráða lítt sýni- legir sér hagsmunir eða að íslensk- ir stjórnmálamenn telji sig einfald- lega betur til þess fallna en þjóðina að taka ákvarðanir, er það fyrst og fremst lýðræðið sem fer halloka. Þessi tvö fyrrnefndu mál hafa eflaust haft töluverð áhrif á afstöðu almennings til íslenskra stjórnmála að undanförnu en í reynd held ég að staðan endur- spegli langvarandi og upp- safnaða óánægju íslenskra kjósenda sem sífellt virð- ast þurfa að gera sér það að góðu að kjósa fólk á fjögurra ára fresti án þess að hafa nokkra einustu tryggingu fyrir því að það geri það sem það segist ætla að gera. Líklegasta skýringin á hratt dvín- andi kosningaþátttöku, stórauknu fylgi Pírata og hratt minnkandi fylgi hefðbundnu stjórnmálaflokk- anna held ég að liggi sömuleiðis þar. Fólk er bara komið með nóg af margra ára og áratuga rugli í íslenskri pólitík og vill völdin í sínar hendur. Það vill lýðræði sem virkar! Uppstokkun nauðsynleg Reynslan á að hafa kennt okkur að kjósendur þurfa að hafa einhver úrræði til að veita stjórnmálamönn- um aðhald, öðruvísi en aðeins með kosningum á fjögurra ára fresti. M.ö.o. kerfið er brotið og það þarf að laga það. Spurningin er bara hvern- ig er best að gera það. Felst einhver lausn í því að stjórnmálaflokkarn- ir leggi sig niður og stofnaðir séu nýir eða nöfnum þeirra gömlu verði breytt? Eða er nóg að skipta um for- ystufólk í flokkunum? Líklega ekki. Það þarf að stokka upp í íslensk- um stjórnmálum. Það þýðir ekki endilega að allt það fólk sem hefur starfað á vettvangi stjórnmála sé ómögulegt og það þurfi að víkja heldur þarf að endurnýja kerfið sem því er gert að starfa innan. Þeir sem ekki vilja starfa innan nýs kerfis, þar sem almannahagsmunir eru hið raunverulega leiðarljós og virðing fyrir uppsprettu hins lýðræðislega valds er í hávegum höfð, hljóta aftur á móti að finna sér einhvern annan og meira viðeigandi starfsvettvang. Ný stjórnarskrá = nýr samfélagssáttmáli Við þurfum samfélagssáttmála um breytingar. Hann þarf að vera hvort tveggja í senn táknrænn og áþreifanlegur. Þeir stjórnmála- flokkar sem vilja eiga sér framtíð þurfa að taka stöðu með lýðræðinu og bindast samtökum um að setja í forgang samþykkt nýrrar stjórnar- skrár fyrir Ísland. Það er hin form- lega leið lýðræðisumbóta og sú sem afgerandi meirihluti þjóðarinnar hefur nú þegar lýst vilja til að fara. Í ljósi stöðunnar er eðlilegt að spyrja hvort Píratar, sem njóta mikils og vaxandi trausts á meðal almennings, geti ekki gegnt lykil- hlutverki í því verkefni og tekið virkan þátt í að leiða saman og mynda grundvöll fyrir samvinnu allra viljugra lýðræðisafla í land- inu, innan Alþingis sem utan? Stjórnmálaflokkar og stjórnmála- fólk sem vill endurheimta traust almennings og vinna að nauðsynleg- um lýðræðisumbótum þarf líka að segja það upphátt og lýsa sig reiðu- búið til að taka þátt í verkefninu og setja það í algjöran forgang. Ekki meira rugl! Í júní missti flokkur Erdogans Tyrklandsfor- seta meirihluta sinn á tyrk- neska þinginu. Flokknum sem kennt var um tapið, Lýðræðis fylkingunni, HDP, hefur verið líkt við Syriza í Grikklandi enda bandalag skyldra hópa á vinstri vængnum. Kúrdar eru þarna fyrir- ferðarmestir. Því er litið svo á að sigur HDP hafi verið sigur Kúrda. Þannig lítur Erdogan forseti líka á málið. Eftir kosningarnar töldu ýmsir fréttaskýrendur að hann myndi fljótlega boða til nýrra þingkosninga og freista þess að koma fylgi HDP undir 10% sem er það hlutfall sem flokkar þurfa í kosningum til að fá fulltrúa á þing. Í kosningunum hafði flokkurinn, flestum að óvörum, fengið yfir 13% fylgi. Enn hefur ekki verið boðað til kosninga. Hins vegar hefur tyrk- neski herinn hafið árásir á stöðv- ar Kúrda innan landamæra Tyrk- lands sem utan. Allt með blessun frá NATO sem efndi til fundar með öllum aðildarríkjum sínum, að ósk Tyrkja, til að fá stuðning í baráttunni „gegn hryðjuverkum“. Þar er vísað í atburðarás sem hófst 20. júlí með mannskæðri sprengjuárás ISIS-samtakanna í Suruc í austurhluta Tyrklands. Suruc er skammt norður af sýr- lensku borginni Kobani, sem við þekkjum orðið vel af fréttum eftir að Kúrdum tókst að hnekkja þar yfirráðum ISIS. Sprengjutilræði ISIS var beint að kúrdískum ung- liðasamtökum sem unnu að undir- búningi uppbyggingar í Kobani. Þrjátíu og tveir létust og yfir eitt hundrað særðust. Í kjölfarið myrtu kúrdískir vígamenn tvo tyrkneska lögreglumenn sem sagðir voru hafa aðstoðað ISIS við ódæðið. Lögreglu- mannanna tveggja hefn- ir nú tyrkneski herinn með loft- árásum á Kúrda. Á sameiginlegu tungumáli Tyrklands og NATO heitir það að berjast gegn hryðju- verkum. Öllum sem vilja vita er hins vegar kunnugt um að tyrkneska stjórnin hefur veitt ISIS beinan og óbeinan stuðning. Í seinni tíð eru ISIS sögð ógna hagsmunum NATO-ríkja og tyrkneska stjórnin því litin hornauga fyrir að sýna ekki lit í baráttu gegn þeim. En þá skal tækifærið jafnframt notað til að veikja Kúrda og grafa undan nýlegri velgengni þeirra á hinum lýðræðislega vettvangi. Stórfellt áreiti og ofsóknir alla kosninga- baráttuna höfðu ekki dugað til að veikja með Kúrdum friðarviljann hvað sem nú á eftir að gerast. Friðarferlið sem tyrknesk yfir- völd og forysta Kúrda hafa unnið samkvæmt undanfarin tvö ár er í uppnámi. Grun hef ég um að til þess sé leikurinn gerður. Eins og að framan er rakið koma viðbrögð ráðamanna í Tyrklandi ekki á óvart. Og því miður ekki heldur við- brögð NATO. Tillaga um þjóðaratkvæða- greiðslu um úrsögn Íslands úr NATO bíður afgreiðslu á Alþingi. Enn höfum við verið minnt á hve brýn sú tillaga er. Ísland úr NATO! SAMFÉLAG Gunnar Axel Axelsson bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfi rði ➜ Friðarferlið sem tyrknesk yfi rvöld og forysta Kúrda hafa unnið samkvæmt undanfarin tvö ár er í uppnámi. ➜ Þeir stjórnmálafl okkar sem vilja eiga sér framtíð þurfa að taka stöðu með lýðræðinu og bindast sam- tökum um að setja í forgang samþykkt nýrrar stjórnar- skrár fyrir Ísland. UTANRÍKISMÁL Ögmundur Jónasson alþingismaður Fundur skála frá víkingaöld við Lækjargötu í Reykjavík hefur vakið eftirtekt og umræður, meðal annars um hvort ástæða sé til að varðveita minjarnar en til stendur að byggja hótel á lóðinni. Í þessu efni eru ýmis álitamál sem brýnt er að umræða fari fram um áður en endan legar ákvarðanir eru teknar um afdrif minjanna og nýtingu lóð- arinnar. Fornleifar eru verðmæti sem njóta friðhelgi samkvæmt lögum. Lögin bjóða upp á þá málamiðlun að það megi leyfa framkvæmda aðilum að láta fjarlægja fornleifar enda kosti þeir fullnaðarrannsókn á þeim fyrst. Þótt athafnaskáld kveinki sér stundum yfir þessu og leggi jafnvel til að almenningur borgi brúsann þá ríkir í aðalatriðum góð sátt um það eðlilega sjónarmið að sá sem vill fjarlægja fornleifar beri af því kostnaðinn. Fornleifarnar við Lækjar götu hafa legið þar óáreitt- ar í þúsund ár og ábyrgð þeirra er mikil sem vilja fjarlægja þær. Það hefur því verið ánægjulegt að heyra þá sem þar vilja byggja tala í fjölmiðlum um möguleika á að nýta fornleifarnar með einhverj- um hætti. Viðhorf eru að breytast og það færist í vöxt að litið sé á fornleifar sem tækifæri fremur en hindrun. Það er vel. Sá veikleiki er hins vegar í kerfi okkar að ábyrgð framkvæmdaaðila nær í reynd ekki út fyrir svæðið sem framkvæmdir þeirra takmarkast við. Fornleifar geta náð yfir fleiri en eina lóð og þegar þannig háttar til hefur vilj- að brenna við að byggingahlutar sem koma í ljós við framkvæmdir á einni lóð séu rannsakaðir og fjar- lægðir án þess að hinir hlutarnir hafi verið kannaðir. Þannig geta bútar og brot horfið smátt og smátt án þess að hægt sé að gera sér grein fyrir heildarmyndinni fyrr en þeir eru allir horfnir. Það var ótrúlegt happ að skálinn við Aðalstræti skyldi rúmast allur innan framkvæmdasvæðisins þar og sú tilviljun olli því að gildi hans varð augljóst og óumdeilanlegt. Svo heppilegar eru aðstæður ekki við Lækjargötu. Þar hefur komið í ljós meirihluti skála með stærsta lang- eldi sem fundist hefur á Íslandi. Umtalsverður hluti þessa húss er utan við lóðina sem hótelið á að rísa á og gæti náð norður undir gangstétt og götu við Skólabrú. Um ástand leifanna á þessu svæði er ekkert vitað en þar liggur svarið við því hvort skálinn sé ef til vill einn sá lengsti sem fundist hefur á Íslandi. Það er vel mögulegt og ábyrgðar- hluti að ákveða um varðveislu eða förgun án þess að afla þeirrar þekk- ingar. Minjavarsla í þéttbýli er þeim annmörkum háð að fornleifarnar virða ekki endilega lóðamörk og alltof oft hefur því verið sæst á að fornleifar séu fjarlægðar í brotum. Ef maður sér ekki heildina virðast brotin ekki svo mikilsverð og þá er auðvelt að ákveða að henda þeim. Við Lækjargötu hafa komið í ljós óvenjulegar og merkilegar forn- leifar. Ýmsir möguleikar eru á að gera þeim skil – varðveisla að hluta eða í heild eru bara tveir þeirra – en til þess að taka upplýsta ákvörðun um hvernig best verði á því haldið þarf fyrst að kanna framhald skál- ans norðan við lóðarmörkin. Skáli við Lækjargötu: Hugum að heildarmyndinni FORNLEIFAR Orri Vésteinsson prófessor í forn leifafræði Það var fyrir nokkru síðan að ég hóf störf hjá Hitaveitu Reykja víkur og í upphafi þáði ég eins og aðrir lágmarkstaxta. Félagi minn, með sömu menntun og sömu fjöl- skyldustærð, sótti um félagslega aðstoð hjá Reykjavíkurborg, sem átti Hitaveituna. Hans lágmarksframfærsla var metin hærri hjá borginni en borgin borgaði mér í laun. Ég þurfti að vinna frá 8.00 að morgni til 16.00 síðdegis fimm daga vikunnar. Hann mætti til félagsmálayfirvalda einu sinni í viku og bar sig aumlega, mögu- lega tveir tímar á viku. Hann taldi mig ruglaðan að láta fara svona með mig á meðan hann fékk sínar bætur og gat unnið svart á meðan. Kannski er maður ruglaður og eiginlega alveg örugglega, en að vinna er ekki bara til að ná aurum til að eiga fyrir mat. Það er félagsskapurinn, að finn- ast maður vera einhvers virði, leggja til samfélagsins en ekki bara að þiggja. Leyfum öllum að leggja sitt af mörkum. Ég fullyrði að langflestir á bótum vilja frekar vinna en þiggja bætur, ef það væri hægt. Það er nefnilega ekki einfalt mál að fá hlutastarf eða starf við hæfi. Við vinnum gegn þeim sem vilja vinna. Fyrst og fremst með krónu á móti krónu í skerð- ingar bóta. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, sagði við móttöku viðurkenning- ar fyrir jafnrétti kynja: „Það þarf að ástunda jafnrétti til að ná því.“ Vonandi fara fyrirtæki að ástunda aðgengi allra að vinnu. Við sem erum með skerta starfs- orku eða fötlun af einhverjum ástæðum óttumst ekki kröfur um hæfi til starfans. Við fáum bara ekki tækifæri til að vinna hálft eða þriðjungsstarf eins og starfs- geta okkar leyfir. Ég skora á alla atvinnurekendur að gefa fólki tækifæri þegar starf losnar. Aug- lýsum stöður, gerum kröfur um þekkingu og færni en hvetjum alla til að sækja um. Það má vel skipta mörgum störfum í hluta- störf. Þá kemur fólk inn, leggur sig 100% fram í þann tíma sem það er á staðnum. Flottur starfs- kraftur. Einnig er fáránlegt að fólk sem er á bótum megi ekki vinna hlutastörf án þess að bætur skerðist að fullu. Það kostar að mæta í vinnu. Ferðir, auk tíma í og úr vinnu. Leyfum þeim sem eru á bótum að halda þeim í einhvern tíma, t.d. sex mánuði á meðan þeir venjast á vinnu- markað aftur. Á meðan borgar fólk skatta og skyldur. Fær örlít- ið meira en annars til að lifa og þar með græða allir. Þátttaka í lífinu er besta iðju- og sálfræði- meðferðin. Það auðvitað kallar á að fólk í öllum bótaflokkum hafi það sem flokkast undir lág- marksframfærslu. Að borga einhverjum fyrir að gera ekkert er ekki góð meðferð að mínu mati. Atvinna fyrir alla er mannréttindamál ATVINNA Guðjón Sigurðsson formaður MND félagsins ➜ Ég fullyrði að langfl estir á bótum vilja frekar vinna en þiggja bætur, ef það væri hægt. Það er nefnilega ekki einfalt mál að fá hlutastarf eða starf við hæfi . Við vinnum gegn þeim sem vilja vinna. 0 7 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :0 5 F B 1 2 8 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 A D -F B 4 0 1 5 A D -F A 0 4 1 5 A D -F 8 C 8 1 5 A D -F 7 8 C 2 8 0 X 4 0 0 2 B F B 1 2 8 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.