Fréttablaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 6
8. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
MESTO úðabrúsar
Made in Germany
síðan 1919
Mesto 3565P
Ferrox Plus 6 lítra
28.990
Fyrir Byggingariðnað
(einnig til 10 lítra)
Mesto 3232R
5 lítra í garðinn
5.990
Mesto 3552 Back Pack
Pro RS125 12 lítra
19.990
Mesto 3130G úðabrúsi
Universal 1,5 líter
1.990
Mesto 3270
Profi 10 lítrar
15.990
12.792
20%
afsláttur
LÖGREGLUMÁL „Ef ummerki sýna
að einstaklingur hafi verið beitt-
ur líkamsmeiðingum þá gerum
við allt til þess að tryggja öryggi
fólks. Við getum þó illa bjargað
fólki sem vill ekki láta bjarga sér,“
segir Alda Hrönn Jóhannesdóttir
aðstoðaryfirlögreglustjóri um það
hvers vegna einstaklingur sem
beitir maka sinn ofbeldi sé ekki
alltaf fjarlægður af heimilinu.
Svokölluð austurrísk leið er laga-
úrræði sem gerir lögreglu kleift að
fjarlægja ofbeldismann af heimili
sínu og banna komur hans þangað
um tiltekinn tíma.
Fréttablaðið ræddi við nágranna
heimilis þar sem heimilisofbeldi
hefur verið við lýði í nokkurn tíma.
Að sögn nágrannanna heyrast læti
og högg oft í viku frá íbúð fólks-
ins. Þá heyrist reglulega í konunni
hrópa á hjálp.
Einn nágrannanna segist
hneykslaður á vinnubrögðum lög-
reglunnar. Í hvert skipti sem lög-
regluna beri að á heimili fólksins
snúi hún til baka án þess að aðhaf-
ast neitt. Ástæðan sem lögregla
gefi sé sú að konan þiggi ekki hjálp
lögreglunnar. Nágrannarnir hafi
þó útskýrt fyrir lögreglunni að
skömmu áður hafi konan hrópað á
hjálp og að maðurinn væri að fara
að drepa hana.
„Þegar aðstæðurnar eru svona
þá snýst starf lögreglunnar um
að tala um fyrir þeim sem beitt-
ur er ofbeldi,“ segir Alda Hrönn
og bætir við að heimildir lögreglu
til þess að fjarlægja ofbeldismann
af heimili séu takmarkaðar þegar
einstaklingurinn sem verður fyrir
ofbeldinu vill ekki aðstoð.
„Á tveggja vikna fresti förum
við yfir hvert einasta svona mál,
skoðum söguna og hvað við getum
gert næst. Þannig að þegar lög-
reglan fer af vettvangi í svona
aðstæðum er ekki þar með sagt að
við séum hætt að skoða málið. Það
kunna alveg að vera úrræði þó að
nágrannarnir sjái það ekki,“ segir
Alda Hrönn.
„Við fáum oft til okkar konur
sem segja að lögreglan hafi oft
verið búin að koma á heimilið og
reyna að hjálpa þeim en þær hafi
alltaf sagt ósatt þegar lögregl-
una bar að,“ segir Sigþrúður Guð-
mundsdóttir, framkvæmdastýra
Samtaka um kvennaathvarf.
„Þegar þær koma til okkar þá
hafa þær loksins fengið kjarkinn
til þess að þiggja aðstoð.“
Sigþrúður segir að þolandi
ofbeldisins verði að samþykkja
það að ofbeldismaðurinn sé tekinn
af heimilinu. „Annars virkar þessi
heimild lögreglunnar ekki. Ef lög-
reglan úrskurðar um brottvísun
af heimili þá er enginn sem hefur
eftirlit með því hvort ofbeldis-
maðurinn fer aftur á heimilið
nema konan.“
Að sögn Sigþrúðar hefur lög-
reglan í auknum mæli boðið ein-
staklingum sem verða fyrir
ofbeldi upp á úrræðið. „Við fögn-
um því þó að það er aukin meðvit-
und hjá lögreglunni. Við vitum líka
að lögreglan hvetur konurnar til
þess að þiggja aðstoð og útskýrir
fyrir þeim hvað felst í aðstoðinni.“
nadine@frettabladid.is
Þolandi verður að samþykkja
brottvísun ofbeldismanns
Aðstoðaryfirlögreglustjóri segir ekki unnt að fjarlægja ofbeldismann af heimili án samþykkis þess sem verður
fyrir ofbeldinu. Nágrannar heimilis þar sem heimilisofbeldi á sér stað eru hneykslaðir á vinnubrögðum lögreglu.
HEIMILISOFBELDI Svokölluð austurrísk leið er lagaúrræði sem gerir lögreglu kleift
að fjarlægja ofbeldismann af heimili sínu. NORDICPHOTOS/GETTY
ALDA HRÖNN
JÓHANNES-
DÓTTIR
SIGÞRÚÐUR
GUÐMUNDS-
DÓTTIR
STJÓRNSÝSLA Ólafur Þór Hauksson,
sérstakur saksóknari, og Bryndís
Kristjánsdóttir skattrannsóknar-
stjóri eru meðal þeirra sem sækj-
ast eftir nýju embætti héraðs-
saksóknara. Auglýst var eftir
umsækjendum í embætti hæsta-
réttardómara, héraðssaksóknara
og varahéraðssaksóknara í júlí.
Fimm vilja verða héraðssak-
sóknarar. Ásamt þeim Ólafi og
Bryndísi sóttu þau Björn Þor-
valdsson, saksóknari hjá sér-
stökum saksóknara, Hulda Elsa
Björgvinsdóttir, saksóknari hjá
ríkissaksóknara, og Jón H.B.
Snorrason varalögreglustjóri um
starfið.
Þrír sóttu um embætti hæsta-
réttardómara, þau Davíð Þór
Björgvinsson, Ingveldur Einars-
dóttir og Karl Axelsson.
Fimm sóttu um stöðu vara-
héraðs saksóknara; áðurefndur
Björn Þorvaldsson og Arnþrúður
Þórarinsdóttir, saksóknarar hjá
embætti sérstaks saksóknara, og
Daði Kristjánsson, Hulda Elsa
Björgvinsdóttir og Kolbrún Bene-
diktsdóttir, öll saksóknarar hjá
embætti ríkissaksóknara.
Nýr héraðssaksóknari tekur til
starfa 1. janúar og verður embætti
sérstaks saksóknara þá lagt niður.
Innanríkisráðherra hefur falið
nefnd að fara yfir umsóknirnar og
á hún að skila ráðherra rökstuddu
áliti á hæfni umsækjenda. - fbj
Fimm sóttu um að verða héraðssaksóknarar, þrír sækjast eftir embætti hæstaréttardómara:
Sérstakur vill verða héraðssaksóknari
ÓLAFUR ÞÓR
HAUKSSON
BRYNDÍS KRIST-
JÁNSDÓTTIR
➜ Ásamt Ólafi og Bryndísi
sóttu Björn Þorvaldsson,
Hulda E. Björgvinsdóttir og
Jón H.B. Snorrason um.
BANDARÍKIN Sameinuðu þjóðirnar
hafa samþykkt ályktun þess efnis
að rannsakað verði hverjir stóðu
fyrir efnavopnaárásum í Sýrlandi
árið 2013.
Áætlun um upprætingu á efna-
vopnum Sýrlendinga var gerð
eftir að þeim var beitt rétt fyrir
utan Damaskus í ágúst árið 2013.
Í fyrra var 1.180 tonnum af efna-
vopnum Sýrlands eytt.
Kosið var um tillöguna eftir að
Rússar og Bandaríkjamenn sam-
mældust um efni hennar en hún
var samþykkt mótatkvæðalaust.
- srs
Árásir við Damaskus 2013:
Rannsaka efna-
vopnaárásir
BAN KI-MOON Aðalritari Sameinuðu
þjóðanna mun koma að rannsókninni.
FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
FERÐAÞJÓNUSTA Gistinætur á hót-
elum í júní voru 285.100. Það er
19 prósenta aukning miðað við
júní 2014, samkvæmt Hagstofu.
Gistinætur erlendra gesta voru
90 prósent af heildarfjölda allra
gistinátta í mánuðinum en þeim
fjölgaði um 20 prósent frá sama
tíma í fyrra á meðan gistinóttum
Íslendinga fjölgaði um tæp 10 pró-
sent. Flestar gistinætur á hótelum
í júní voru á höfuðborgarsvæðinu
eða 162.800, sem er 16 prósenta
aukning frá því í fyrra. - fbj
Útlendingar með 90 prósent:
Gistinóttum á
hótelum fjölgar
LÖGREGLUMÁL Fjölmennt lið lög-
reglu var ræst út um tvöleytið í
gær eftir að fangi slapp úr haldi
fangavarða í Reykjavík. Verið var
að flytja fangann til tannlæknis
nærri Hlemmi þegar hann tók á
rás og flúði.
Páll Winkel
fangelsismála-
stjóri staðfestir
í samtali við Vísi
að fanginn hafi
sloppið en svo
fundist nokkrum
mínútum síðar,
sem betur fer.
Hann sagðist
enn þá vera að taka saman upplýs-
ingar vegna flóttans. Honum væri
samt létt að fanginn hefði fundist
jafnfljótt og varð raunin.
„Þetta er maður sem maður
hefði ekki viljað sjá lausan mjög
lengi,“ segir Páll. „Lögregla brást
skjótt við og þetta gekk upp.“
Stutt er síðan tveir fangar flúðu
af Kvíabryggju og vakti flóttinn
nokkra athygli í fjölmiðlum enda
ekki algengt að föngum takist að
strjúka. Flóttinn nú var annars
eðlis. Um fanga úr lokuðu fang-
elsi, Litla-Hrauni, var að ræða og
var verið að flytja hann til borg-
arinnar í skoðun hjá tannlækni.
Maðurinn var ekki í hand-
járnum og segir Páll að tekin sé
ákvörðun hverju sinni hvort not-
ast eigi við hand- og fótjárn eða
ekki.
„Við gætum að mannvirðingu
eins og við getum þannig að menn
eru ekki fluttir í hand- og fótjárn-
um hverju sinni,“ segir Páll. Málið
verði nú yfirfarið og reynt að búa
svo um hnútana að svona endur-
taki sig ekki. Flótti sem þessi sé
sjaldgæfur en komi þó fyrir.
Fanginn hefur setið inni í
nokkra mánuði og á einnig mán-
uði eftir af afplánun. Flóttinn
mun ekki lengja afplánun hans en
getur þó haft áhrif á reynslulausn.
Þá fái menn sem strjúka ekki að
afplána í opnum fangelsum.
„Það græðir enginn á þessu,
allra síst fanginn.“ - ktd
Fjölmennt lið lögreglu leitaði fanga sem strauk um miðjan dag í gær:
Strauk úr ferð til tannlæknis
Á HLEMMI Verið var að flytja fangann til tannlæknis nærri Hlemmi þegar hann tók
á rás og flúði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTONPÁLL WINKEL
SAMGÖNGUR
Lokað vegna Gleðigöngu
Götum verður lokað í kringum göngu-
leið Gleðigöngunnar og hátíðarsvæðið
frá klukkan 12 á hádegi í dag og þar
til hátíðardagskrá við Arnarhól lýkur.
Gangan leggur af stað frá Vatns-
mýrarvegi klukkan 14, fram hjá
Umferðarmiðstöðinni, eftir Sóleyjar-
götu, Fríkirkjuvegi og Lækjargötu. Að
göngunni lokinni hefst hátíðardagskrá
við Arnarhól sem stendur til klukkan
17.30. Í frétt á vef Reykjavíkurborgar
eru íbúar Reykjavíkur og gestir beðnir
að sýna umburðarlyndi og eru hvattir
til að nýta sér þjónustu Strætó.
0
7
-0
8
-2
0
1
5
2
3
:0
5
F
B
1
2
8
s
_
P
1
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
A
E
-1
8
E
0
1
5
A
E
-1
7
A
4
1
5
A
E
-1
6
6
8
1
5
A
E
-1
5
2
C
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
1
2
8
s
C
M
Y
K