Fréttablaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 86
8. ÁGÚST 2015 LAUGARDAGUR10 ● Fréttablaðið ● Enski boltinn
TOBY ALDERWEIRELD
Tottenham
26 ára Belgi
187 sm
Kom frá Atletico Madrid á 11,5 milljónir punda
Sterkur belgískur varnarmaður sem þekkir enska boltann
vel eftir að hafa verið á láni hjá Southampton á síðustu leik-
tíð. Getur spilað bæði sem miðvörður og bakvörður.
Kemur úr hinum margrómaða knattspyrnuskóla Ajax
og vann þrjá meistaratitla með Ajax áður en hann fór til
spænska stórliðsins Atletico Madrid. Hjá Ajax mynduðu
hann og Jan Vertonghen saman miðvarðarpar og eru nú
sameinaðir á ný hjá Spurs.
Á fyrsta tímabili hjá Atletico varð hann spænskur meist-
ari og komst í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Hann var
svo lánaður til Southampton sem átti að geta keypt hann í
sumar en Atletico sleit samkomulaginu, seldi til Spurs og
sér ekki fyrir endann á því máli.
Hann hefur verið fastamaður í belgíska landsliðinu síðan
1998 og er búinn að spila yfir 40 landsleiki fyrir firnasterkt
landslið Belga.
ROBERTO FIRMINO
Liverpool
23 ára Brasilíumaður
181 sm
Kom frá Hoffenheim á 29 milljónir punda
Stuðningsmenn Liverpool bíða mjög spenntir eftir því að sjá
þennan sókndjarfa miðjumann á Anfield. Þetta er brasilísk-
ur landsliðsmaður sem sló í gegn hjá Hoffenheim í Þýska-
landi. Þar var hann í fjögur og hálft ár eftir að hafa spilað
með Figueirense í heimalandinu þar á undan.
Hann spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Brasilíu í nóvem-
ber á síðasta ári og hefur síðan verið fastamaður í brasilíska
hópnum. Hann spilaði með Brössum á Copa America í sumar.
Firmino getur spilað í holunni og einnig á vængnum eða
sem framherji. Fjölhæfur og hæfileikaríkur.
Hjá Hoffenheim spilaði hann með fyrrverandi leikmanni
Liverpool, Ryan Babel, en Hollendingurinn ber honum vel
söguna. Segir að hann geti hlaupið með boltann, sé með frá-
bær skot og að stungusendingar hans séu einnig í hæsta
gæðaflokki. Hann ætti að hafa allt til þess að slá í gegn á
Anfield í vetur.
RAHEEM STERLING
Man. City
20 ára Englendingur
170 sm
Kom frá Liverpool á 49 milljónir punda
Fór úr því að vera dýrkaðasti maðurinn í Liverpool í að
vera sá hataðasti. Þessi vonarstjarna Rauða hersins fór
fram á sölu hjá Liverpool þar sem hann vildi vinna titla.
Ummæli sem eru ekki líkleg til vinsælda.
Hann fékk sitt fram og Liverpool fékk heldur betur
vænan skilding fyrir hann. Hvort þeir nái að nýta þann
pening til þess að ná í sömu hæfileika er svo allt annar
handleggur. Það hefur ekki alltaf gengið hjá félögum sem
selja góða menn fyrir vænan skilding.
Þó svo að Sterling sé ungur að árum er pressa á honum,
enda afar stór fjárfesting fyrir City. Hann hefur farið vel
af stað með liðinu og litið vel út á undirbúningstímabilinu.
Það er eitt og enska úrvalsdeildin er svo annað. Hann
hefur þó reynsluna og getuna í að gera það gott.
Það verður síðan afar áhugavert er hann snýr aftur á
Anfield í vetur. Þar fær hann tæplega hlýjar móttökur.
MEMPHIS DEPAY
Man. Utd
21 árs Hollendingur
176 sm
Kom frá PSV Eindhoven á 25 milljónir punda
Það er þegar byrjað að líkja hollenska undrabarninu Memphis Depay
við Cristiano Ronaldo þó svo að hann hafi ekki enn spilað sinn fyrsta
alvöru leik fyrir Man. Utd.
Ronaldo kom til Man. Utd ungur að aldri og blómstraði í að verða
besti knattspyrnumaður heims. Margir sjá fyrir sér að Memphis geti
fetað sömu slóð.
Hæfileikarnir eru svo sannarlega til staðar en það verður pressa
á stráknum. Miðað við hans orð er hann alls óhræddur við pressu og
ætlar sér stóra hluti.
Hann hefur vaxið með hverju árinu hjá PSV og varð markahæsti
leikmaður hollensku deildarinnar á síðustu leiktíð. Hann er einnig
lykil maður í hollenska landsliðinu. Memphis mun koma með hraða,
ákveðni og hæfileika til að brjóta upp leiki í lið Man. Utd.
Stjörnur í nýjum hlutverkum í vetur
● Við skoðum tvo nýja leikmenn í ensku úrvalsdeildinni og tvo sterka leikmenn sem ákváðu að bregða sér í nýja keppnistreyju í sumar.
NJÓTTU
www.ora.is
GRILLUM SAMAN Í SUMAR
GRILLAÐU
AF ÁSTRÍÐU
0
7
-0
8
-2
0
1
5
2
3
:0
5
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
A
E
-6
7
E
0
1
5
A
E
-6
6
A
4
1
5
A
E
-6
5
6
8
1
5
A
E
-6
4
2
C
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
1
2
8
s
C
M
Y
K