Fréttablaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 40
FÓLK|HELGIN
Handverkshátíðin á Hrafnagili í
Eyjafirði stendur nú sem hæst
en alls sýna 94 handverks- og
listamenn verk sín. Í dag, laugar-
dag, fer þar fram sérstakur mat-
armarkaður þar sem 55 aðilar úr
héraði kynna afurðir sínar, þar
verða meðal annars á boðstólum
kornhænuegg og broddur.
Þá stendur yfir matarhátíðin
Fiskidagurinn mikli á Dalvík um
helgina þar sem gestum er boðið
upp á fisk og fjör.
En fyrir þá sem vilja frekar
njóta rólegheita er margt að
skoða og njóta fyrir norðan.
Í gamla barnaskólanum á
Skógum í Fnjóskadal er rekið
kaffihúsið Nornakaffi og þaðan
er stutt í náttúruperlurnar Vagla-
skóg og Goðafoss í Bárðardal.
Innst í Bárðardal er annar
fagur foss sem vert er að skoða,
Aldeyjar foss, og á Kiðagili í
sömu sveit er bæði gisti- og
veitingasala. Þá er Bárðardalur
sögusvið hinnar margverðlaun-
uðu kvikmyndar Hrúta, sem
frumsýnd var í vor en sögu-
hetjur myndarinnar bjuggu á
innstu bæjunum í dalnum, Mýri
og Bólstað, en ekið er framhjá
bæjunum á leiðinni að Aldeyjar-
fossi.
Í Mývatnssveit má njóta nátt-
úrufegurðarinnar, bregða sér
í jarðbað og demba sér svo í
hvalaskoðun á Húsavík.
Á Húsavík er einnig nýtt og
forvitnilegt safn, Könnunarsögu-
safnið, sem tileinkað er könn-
unarleiðöngrum ýmiss konar.
Aðalsýning safnsins fjallar um
æfingar amerísku geimfaranna
sem fram fóru í nágrenni Húsa-
víkur á árunum 1965-67.
NOTALEGT Á NORÐURLANDI
Ekkert lát er á afþreyingu norðan heiða þó verslunarmannahelgin sé að
baki. Tvær hátíðir fara fram um helgina fyrir norðan hið minnsta.
Fiskidagurinn mikli fer fram á Dalvík
Fyrst er hægt að útbúa hress-andi fordrykk. Hann getur verið án áfengis en það má
setja vodka út í hann kjósi fólk það.
Drykkur miðað við eitt glas
¼ vatnsmelóna
nokkur blöð af ferskri mintu
2 cm engiferrót
Setjið allt í blandara og maukið.
HEIMAGERÐ GRILLSÓSA
Þegar kvöldverður er ákveðinn
er ágætt að búa fyrst til mariner-
ingu á kjúklingabringur. Hér er
mjög góð uppskrift fyrir kjúkling
en einnig má nota þessa sósu á
annað kjöt, til dæmis svínarif.
Miðað er við eina bringu á mann.
Það sem þarf er
500 g tómatsósa
250 g púðursykur
1 dl sterkt kaffi
1 msk. tabasco-sósa
Setjið sykurinn í pott ásamt kaffinu.
Hitið og látið sykurinn bráðna. Þá er
tómatsósu bætt saman við ásamt
tabasco. Grillsósan þarf að standa
í að minnsta kosti klukkustund svo
hún nái að brjóta sig.
Penslið fjórar kjúklingabringur með
sósunni og leyfið þeim að standa í
ísskáp í nokkra klukkutíma fyrir grill.
Bringurnar eru síðan penslaðar aftur
á grillinu og kryddaðar með salti og
pipar. Grillið bringurnar í um það bil
sex mínútur á hvorri hlið, fer eftir stærð.
Best að hafa kjöthitamæli við höndina.
Þegar hann sýnir 71°C eru bringurnar
tilbúnar en þurfa að hvíla í smástund
áður en þær eru skornar niður.
MANGÓ- OG LÁRPERUSALAT
Með bringunum er upplagt
að hafa sumarlegt mangó- og
lárperusalat. Það passar ein-
staklega vel með kjúklingi og er
frísklegt og gott.
Það sem þarf
2 lárperur, skornar í bita
2 mangó, skorin í bita
1 rauðlaukur, smátt skorinn
safi úr einni límónu
1 msk. ólífuolía
2 msk. smátt skorið ferskt kóríander
Setjið allt í skál og blandið vel saman.
APPELSÍNU- OG FENNELSALAT
Ef einhver hefur ekki áhuga á
lárperusalati er hér önnur hug-
mynd að sumarsalati.
1 fennel, skorið í mjóar ræmur
3 appelsínur, skornar í sneiðar
½ rauður chili-pipar, smátt skorinn
Blandað salat úr poka
safi úr 2 límónum
¾ dl ólífuolía
Setjið blandað salat á disk og síðan er
annað hráefni sett yfir. Hrærið saman
límónusafa og ólífuolíu og dreifið yfir
salatið þegar það er borið á borð.
GRILLAÐUR MAÍS MEÐ
SÍTRÓNUSMJÖRI
Grillaður maís er mjög góður
með grilluðu kjöti.
4 maískólfar
2 msk. lint smjör
safi og börkur af einni límónu
1 tsk. maldonsalt
Þvoið maísinn og setjið síðan í sjóð-
andi vatn í 2 mínútur. Hrærið saman
smjör, límónusafa og börk. Penslið
maísinn með límónusmjöri og grillið í
6 mínútur. Snúið reglulega á grillinu.
Berið fram með límónusmjöri og salti.
GRILLAÐ Í SÓL OG
SUMARSKAPI
VEISLA Það er svo gaman að grilla góðan mat. Hér er hugmynd að
helgarkvöldverði fyrir fjóra á grillið. Grilluð kjúklingabringa með fersku
mangó- og lárperusalati og grilluðum maískólfi. Fordrykkur fylgir auðvitað.
Lokadagar Alþjóðlegs org-
elsumars í Hallgrímskirkju
verða um næstu helgi þegar
Andreas Liebig, organisti
dómkirkjunnar í Basel í Sviss,
heldur tvenna tónleika þar
sem verk eftir Liszt, J.S. Bach,
Reger, Franck og Duruflé fá
að hljóma. Andreas Liebig
hefur verið listrænn stjórn-
andi ýmissa tónleikaraða og
tónlistarhátíða og hefur tekið
upp tónlist Bachs á sögufræg
orgel um víða veröld. Fyrri
tónleikarnir verða laugar-
daginn 8. ágúst kl. 12 og
seinni tónleikarnir, sem eru
jafnframt síðustu tónleikar
orgelsumarsins, verða sunnu-
daginn 9. ágúst kl. 17.
ORGELSUMRI LÝKUR UM HELGINA
%%%%%%%%%%%%
%%%%%%%%%%%%
%%%%%%%%%%%%
%%%%%%%%%%%%
%%%%%%%%%%%%
%%%%%%%%%%%%
%%%%%%%%%%%%
%%%%%%%%%%%%
%%%%%%%%%%%%
%%%%%%%%%%%%
%%%%%%%%%%%%
%%%%%%%%%%%%
%%%%%%%%%%%%
%%%%%%%%%%%%
%%%%%%%%%%%%
%%%%%%%%%%%%
%%%%%%%%%%%%
%%%%%%%%%%%%
%%%%%%%%%%%%
%%%%%%%%%%%%
%%%%%%%%%%%%
%%%%%%%%%%%%
%%%%%%%%%%%%
%%%%%%%%%%%%
%%%%%%%%%%%%
%%%%%%%%%%%%
%%%%%%%%%%%%
%%%%%%%%%%%%
%%%%%%%%%%%%
%%%%%%%%%%%%
%%%%%%%%%%%%
%%%%%%%%%%%%
%%%%%%%%%%%%
BÆJARLIND 16 - KÓPAVOGUR - SÍMI 553 7100 - WWW.LINAN.IS
OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 LAUGARDAGA 11 - 16
ÚTSALA
30%
AFSLÁTTUR
40%
AFSLÁTTUR
ÁĐUR 142.800
ÁĐUR 22.500
ÁĐUR 16900
ÁĐUR 28.400
ÁĐUR 69.000
25%
AFSLÁTTUR
ÁĐUR 179.800
ÁĐUR 151.300
ÁĐUR 206.800
0
7
-0
8
-2
0
1
5
2
3
:0
5
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
A
E
-7
B
A
0
1
5
A
E
-7
A
6
4
1
5
A
E
-7
9
2
8
1
5
A
E
-7
7
E
C
2
8
0
X
4
0
0
7
B
F
B
1
2
8
s
C
M
Y
K