Fréttablaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 94

Fréttablaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 94
8. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 38 Gunnar Leó Pálsson gunnarleo@frettabladid.is Það styttist óðum í eina stærstu tónleika ársins hér á landi, þegar ein vinsælasta rokkhljómsveit heims, Kings of Leon, stígur á svið í Nýju Laugardalshöllinni þann 13. ágúst næstkomandi. Það hefur sjálfsagt verið fjarlæg hugs- un hjá bræðrunum Caleb Followill, Nathan Followill, Jared Followill og frænda þeirra Matthew Foll- owill að þeir væru á leið til Íslands árið 2015 þegar þeir stofnuðu Kings of Leon í Nashville í Tenn- essee í Bandaríkjunum árið 1999. Hefur alltaf elskað Sigur Rós Bræðurnir og frændinn hafa farið sigurför um heim allan en eru þó á leið til Íslands í fyrsta sinn. Blaða- maður Fréttablaðsins tók upp tólið og heyrði í aðalgítarleikara sveit- arinnar, Matthew Followill, og fór yfir ýmis mál. „Ég held að þetta verði alveg geggjað, ég hlakka mikið til og hef heyrt að Íslending- ar séu frábært fólk. Ég skal samt alveg viðurkenna það að ég veit nú ekki mikið um Ísland en fólk hefur sagt mér að þar séu álfar og fossar og svoleiðis. Ég veit ekki mikið en er séns á að sjá álfa þarna?“ segir Matthew og hlær. Suðurríkjarokk- arinn hefur þá heyrt af þjóðsögum okkar og telur sig eiga möguleika á að sjá álfa en við hlógum dátt að þeirri staðreynd að það gæti verið erfitt að finna álfana blessuðu. Í kjölfarið förum við að ræða íslenska tónlist en í fyrstu var Matthew ekki með á hreinu hvað okkar helstu tónlistarmenn og hljómsveitir heita sem hafa gert það gott á erlendri grundu. „Ég þekki Björk, hún er fábær. Ég þekki líka Sigur Rós, ég hef alltaf elskað Sigur Rós frá því ég heyrði í henni fyrst,“ segir Matthew eftir að blaðamaður hafði farið yfir þekktustu nöfnin. Er eins og einn af bræðrunum Sú staðreynd að meðlimir hljóm- sveitar eru svona náskyldir er ekki svo algeng í tónlistarheimin- um þó að vissulega séu þær hljóm- sveitir til. Hvernig er það, rífast meðlimir Kings of Leon meira en „venjulegir“ hljómsveitarmeð- limir gera? „Ég veit það ekki, því ég þekki margar hljómsveitir þar sem meðlimir eru ekki skyldir og þeir rífast mikið. Í gamla daga rifumst við kannski meira, við vorum svo mikið hver í kringum annan en núna er þetta frábært, við erum fjölskylda og bestu vinir. Ef það hitnar í kolunum þá eru kannski meiri líkur á því að maður hiki ekki við að segja eitt- hvað heldur en ef við værum ekki svona náskyldir,“ útskýrir Matt- hew. Þar sem gítarleik- a r i n n er frændinn í hópnum en ekki bróð- ir, hefur það haft einhver áhrif á samskiptin í hljómsveitin, er frændinn aldrei hafður út undan? „Alls ekki, mér finnst ég frekar hafa þá út undan,“ segir Matthew og skellihlær. „Mér hefur aldrei liðið þannig, mér hefur alltaf liðið eins og ég sé einn af bræðrunum.“ Svona varð Sex on Fire til Hljómsveitin Kings of Leon hefur gefið út sex breiðskífur og gefið út tónlist sem spiluð er úti um allan heim. Spurður út í lagasmíð- ar Kings of Leon hefur Matthew þetta að segja: „Við semjum mikið af lögum saman en við leyfum samt Caleb að sjá um textana, því hann þarf auðvit að að syngja þá. Við komum allir með hugmyndir o g s e mj u m saman og það hefur verið svo síðan á annarri plötunni okkar. Ég kem kannski með gítar riff eða gítarlínu og við byrj- um að djamma á henni saman og svo semjum við annan part og svo framvegis.“ Eitt vinsælasta lag sveitarinnar, Sex on Fire, varð einmitt til með slíku djammi. „Mig minnir að Caleb hafi komið með gítarlínuna í byrjun og svo fórum við að djamma á henni. Svo fór Caleb að raula með henni og þá spurði Jared bassaleikari, varstu að segja Sex on fire? og þá svar- aði Caleb, nei, ég sagði það ekki, og þá sagði Jared, þú ættir að segja það og framhaldið er alþekkt,“ útskýrir Matthew spurður út í hvernig eitt vin- sælasta lag sveitarinnar varð til. Innblástur alls staðar að Tónlist hljómsveitarinnar hefur þróast í gegnum árin og segir Matthew að þriðja plata sveitar- innar, Because of the Times, sé hans uppáhaldsplata með hljóm- sveitinni. „Það er tilfinningin og hljómurinn sem gerir hana að minni uppáhaldsplötu. Þarna vorum við að finna okkur, vorum að breytast og þróast,“ segir Matt- hew en eldri tónlist hefur ávallt veitt honum mestan innblástur. „Gamla efnið frá Thin Lizzy sem er frábært hefur veitt mér mik- inn innblástur og svo hljómsveitir eins og Led Zeppelin. Ég heyri oft lög, lagabúta eða gítarriff hér og þar hjá hljómsveitum sem ég veit ekki einu sinni hvað heita sem veita mér innblástur og þá tek ég upp gítarinn og spila í nokkra klukkutíma. Þetta kemur úr öllum áttum. Ætli ég sé ekki mest hrifinn af þessari eldri tónlist, hljómnum, tilfinningunni,“ útskýrir Matthew, spurður út í áhrifavaldana. Höfum alltaf haldið áfram Sveitin hefur selt milljónir platna um allan heim og unnið fjölda verð- launa eins og til að mynda fern Grammy-verðlaun. Hver er lykillinn á bak við þessa velgengni ykkar? „Við höfum alltaf haldið áfram og aldrei stoppað í lengri tíma. Við höfum alltaf unnið rosalega mikið og sérstaklega þegar við vorum yngri og hættum aldrei. Það hefur örugglega sitt að segja um hvað gerðist í framhaldinu. Við pössuð- um að láta fólk ekki gleyma okkur og gáfum út plötu eftir plötu eftir plötu. Það var ekki fyrr en eftir að við gáfum út plötuna Come Around Sundown sem við tókum okkur smá frí, sem var sirka eitt ár. Það var svolítið skrítið en samt gott, allir eignuðust börn og svoleiðis. Við höfum gaman af því sem við erum að gera og þess vegna höldum við áfram.“ Kings of Leon gaf síðast út plöt- una Mechanical Bull árið 2013, er ekki kominn tími á nýja plötu? „Það er ekkert planað í þeim efnum en við erum alltaf að vinna að nýju efni og hugmyndum en það er ekk- ert ákveðið. Ætli við byrjum ekki að semja fyrir nýja plötu í haust, vonandi náum við að gefa út nýja plötu næsta sumar,“ segir Matthew. Skilaboðin frá gítarleikaranum til ungra hljómsveita sem langar að verða betri og stærri eru einföld: „Gerðu það sem þú elskar að gera og ekki gefast upp þó það gangi ekki allt upp strax.“ Langar að synda í sundlaugum Spurður út dvölina segir Matt- hew sveitina ekki vera komna með niðurneglda dagskrá meðan á dvölinni stendur en að þá langi að skoða landi. „Ég er ekki alveg viss um hvernig planið er hjá okkur. Það væri gaman að fara í Bláa lónið, skoða landið og jafn- vel skella sér í sund,“ segir Matt- hew léttur í lundu eftir að blaða- maður hafði tjáð honum hve góðar sundlaugarnar eru á Íslandi. Súpertilbúnir í tónleikana Þeir sem hyggjast leggja leið sína í Nýju Laugardalshöllina á fimmtu- daginn mega búast við frábærum tónleikum. „Við spilum lög af öllum plötunum. Þetta verður skemmti- legt, við erum súperspenntir og súpertilbúnir fyrir tónleikana. Það verður gaman að sjá hvernig aðdá- endur okkar á Íslandi taka okkur,“ segir Matthew greinilega fullur tilhlökkunar. Eru ótrúlega spenntir fyrir Íslandi Hljómsveitin Kings of Leon heldur tónleika þann 13. ágúst á Íslandi. Fréttablaðið heyrði í Matthew Followill, gítarleikara sveitarinnar. Fullt nafn Kings of Leon. Hljóm- sveitin var stofnuð 1999 í Nash ville í Tennessee í Bandaríkjunum. Plötur ● Youth & Young Manhood 2003 ● Aha Shake Heartbreak 2004. ● Because of the Times 2007 og var sett í 31. sæti yfir plötur hjá tímaritinu Rolling Stone. ● Only by the Night 2008 Hún var tilnefnd til Grammy-verð- launa sem rokkplata ársins. Þá fengu þeir verðlaunin fyrir tvö lög af plötunni, Use Somebody og Sex on Fire. ● Come Around Sundown 2010 Hún var ellefta mest selda plata ársins í Bretlandi og var tilnefnd til Grammy-verðlauna sem rokkplata ársins. ● Mechanical Bull– 2013 var tilnefnd til Grammy-verðlauna sem rokkplata ársins. Þekktustu lög On Call, Sex on Fire, Use Somebody, svo nokkur séu nefnd. Um sveitina Meðlimir sveitar- innar eru Caleb Followill, sem er söngvari sveitarinnar og rytma- gítarleikari, Nathan Followill trommuleikari, Jared Followill bassaleikari og Matthew Followill, sem er aðalgítarleikari. Caleb, Nathan og Jared eru bræður og Matthew er frændi þeirra. Hljómsveitin er nefnd í höfuðið á föður bræðranna, Ivan Leon Followill, en hann var predikari. Hljómsveitin hefur undanfarið verið aðalnúmerið á stærstu tón- leikahátíðum heims, meðal annars í Hróarskeldu og Glastonbury. Sveitin heldur tónleika í Nýju Laugardalshöllinni fimmtudaginn 13. ágúst en þetta er í fyrsta sinn sem hún heimsækir landið. KINGS OF LEON SÚPER SPENNTIR Hljómsveitin Kings of Leon ætlar að spila lög af öllum plötunum sínum og segir Matthew Followill, gítarleikari sveitarinnar, þá vera súperspennta og súpertilbúna í tónleikana á Íslandi. NORDICPHOTOS/GETTY MATTHEW FOLLOWILL Mig minnir að Caleb hafi komið með gítarlín- una í byrjun og svo fórum við að djamma á henni. Svo fór Caleb að raula með henni og þá spurði Jared bassaleikari, varstu að segja Sex on fire? og þá svaraði Caleb, nei, ég sagði það ekki, og þá sagði Jared, þú ættir að segja það og framhaldið er alþekkt. 0 7 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :0 5 F B 1 2 8 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 A E -4 F 3 0 1 5 A E -4 D F 4 1 5 A E -4 C B 8 1 5 A E -4 B 7 C 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 1 2 8 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.