Fréttablaðið - 08.08.2015, Side 53

Fréttablaðið - 08.08.2015, Side 53
www.novomaticls.com/careers/ hjá alþjóðlega fyrirtækinu Novomatic Lottery Solutions (NLS) áður Betware SPENNANDI TÆKIFÆRI Novomatic Lottery Solutions (NLS), sem áður hét Betware, hannar og þróar heildarlausnir fyrir lotterí. NLS er ört vaxandi fyrirtæki og er fjöldi starfsfólks kominn yfir 200, þar af 118 á Íslandi, en jafnframt er fyrirtækið með starfsemi í Danmörku, Austurríki, Serbíu og á Spáni. Mikil áhersla er lögð á metnað í hugbúnaðargerð, góðan starfsanda, aðbúnað og þjálfun. Boðið er upp á leiðbeinendakerfi (Mentoring) og sett er fram þjálfunaráætlun fyrir nýtt starfsfólk. Hljómar þetta tilvalið fyrir þig? Hikaðu þá ekki við að senda okkur umsókn og ferilskrá á netfangið applications@novomaticls.com fyrir 18. ágúst 2015 með heitið á stöðunni í viðfangi. Hægt er að senda fyrirspurnir á Bergþóru mannauðsstjóra á netfangið applications@novomaticls.com. Nánari upplýsingar um störfin er að finna á http://www.novomaticls.com/careers/ Novomatic Lottery Solutions | Holtasmári 1 | 201 Kópavogur +354 580 4700 | info@novomaticls.com VERKEFNASTJÓRI (PROJECT MANAGER/SCRUM MASTER) Verkefnastjóri leiðir hugbúnaðarteymi NLS og vinnur náið með vörustjórum fyrirtækisins. Við leitum að verkefnastjóra sem hefur reynslu af stýringu hugbúnaðarverkefna, þekkir vel til Agile og Scrum og hefur nýtt aðferðafræðina við stjórnun verkefna. Umsækjendur þurfa einnig að hafa brennandi áhuga á að vinna með fólki og aðstoða meðlimi teymisins við að styrkjast og eflast í starfi. HUGBÚNAÐARSÉRFRÆÐINGAR (SENIOR SOFTWARE DEVELOPERS) Reynslumiklir Javaforritarar með brennandi áhuga á nýjustu straumum í hugbúnaðargerð til að hanna og þróa hugbúnaðarlausnir NLS, þar sem hár uppitími, hraði, skalanleiki og öryggi eru lykilatriði. Hafa þarf þekkingu á Service Oriented Architecture þar sem notast er við REST (JAX-RS 2.0) þjónustur og AMQP skeyti. Starfsreynsla og háskólanám sem nýtist í starfi er skilyrði. FORRITARAR (SOFTWARE DEVELOPERS) Snjallir forritarar með brennandi áhuga á nýjustu straumum í hugbúnaðargerð til að hanna og þróa hugbúnaðarlausnir í Java og JavaScript. Reynsla af hönnun og notkun á REST-þjónustum er kostur. Háskólanám sem nýtist í starfi er skilyrði. TECHNICAL LEAD Einstaklingur með brennandi áhuga á tækni og hugbúnaðargerð í tækniteymi sem vinnur þvert á fyrirtækið við að greina tæknilegar áhættur og tækifæri til að stuðla að árangri í hugbúnaðarþróun og innleiðingu á vörum fyrirtækisins til viðskiptavina. Viðkomandi tekur þátt í hönnun kerfisins, sem byggist á dreifðum þjónustum í Java og Node.js, ásamt því að ná sem bestri nýtingu á núverandi tækni og innleiða nýja tækni sem gerir kerfið öruggara og öflugra. Reynsla af því að leiða hugbúnaðarteymi og mjög góður skilningur á hugbúnaðargerð eru nauðsynlegir eiginleikar fyrir þetta starf, sem og BSc-gráða í tölvunarfræði eða sambærilegu fagi. HUGBÚNAÐARPRÓFARAR (SOFTWARE TESTERS) Skipulagðir einstaklingar með brennandi áhuga á hugbúnaðarprófunum og sér í lagi sjálfvirkum prófunum í Agile umhverfi. Starfið krefst haldgóðrar tækniþekkingar, forritunarkunnáttu og framúrskarandi samskiptahæfileika. Glöggt auga, frumkvæði og greiningarhæfni eru eiginleikar sem við metum einnig mikils. Háskólanám sem nýtist í starfi og/eða reynsla af hugbúnaðarprófunum er skilyrði. GAGNASÉRFRÆÐINGUR (DATA MIGRATION ANALYST) Öflugur gagnasérfræðingur sem sér um að greina flutning gagna frá núverandi kerfum nýrra viðskiptavina yfir í lausnir NLS, auk þess að bera ábyrgð á þróun og sjálfvirkni í því ferli. Góðir samskiptahæfileikar og frumkvæði eru nauðsynlegir eiginleikar í þessu starfi þar sem samskipti við þróunarteymi, sem og viðskiptavini, er veigamikill þáttur starfsins. Viðkomandi þarf jafnframt að búa yfir greiningarhæfni, gagnagrunnskunnáttu, skipulagshæfni, þrautseigju og vera sjálfstæður í vinnubrögðum. VÖRUSTJÓRI (PRODUCT MANAGER) Skapandi einstaklingur til að leiða framþróun og hönnun hugbúnaðar í vörulínu NLS. Vörustjóri vinnur náið með þróunarteymi og markaðs- og söludeild. Reynsla af smásöluumhverfi (e. retail) er kostur. NODE.JS FORRITARAR (NODE.JS DEVELOPERS) Forritarar með reynslu af Node.js og brennandi áhuga á nýjustu straumum í hugbúnaðargerð til að hanna og þróa hugbúnaðarlausnir fyrir NLS. Þurfa að hafa mikla reynslu af JavaScript. Háskólanám sem nýtist í starfi er skilyrði. SÉRFRÆÐINGUR Í VIÐSKIPTAGREIND Tæknilega sterkur sérfræðingur í viðskiptagreind til að hanna og smíða fyrsta flokks skýrslur úr flóknum gögnum. Jafnframt mun viðkomandi sjá um að greina kröfur til að framleiða skýrslur, stjórnborð og greiningargögn. Góður skilningur á viðskiptagreind, greiningarhæfni og skipulag skipta máli í þessu starfi. BSc-gráða í tölvunarfræði, upplýsingatækni eða sambærilegu fagi er kostur. 0 7 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :0 5 F B 1 2 8 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 A E -6 C D 0 1 5 A E -6 B 9 4 1 5 A E -6 A 5 8 1 5 A E -6 9 1 C 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 1 2 8 s C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.