Fréttablaðið - 08.08.2015, Síða 32

Fréttablaðið - 08.08.2015, Síða 32
8. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 32 Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Sólin hlær á himni og eykur á fegurð hins frjósama Mosfellsdals þegar ég bruna að appelsínugula tónlistarbýlinu Túnfæti. Raddir og hlátur berast úr skógi fyrir neðan húsið og ég geng á hljóðið. Ljósmyndarinn Pjetur er þar að stilla húsráðendum, Kela og Diddú, upp fyrir myndatöku og pressa á Kela að setja upp köfl- ótta húfu. „Já, það er skoskt þema,“ segir Diddú og hlær sínum smit- andi hlátri en Keli er ekki alveg eins kátur í fyrirsætuhlutverkinu. Eftir tökuna göngum við til bæjar um víðáttumikla palla sem Diddú segir meðal annars nýtast vel til veislu- halda. „Við vorum hér með grill um síðustu helgi og auðvitað var sungið eins og ævinlega þegar fólk kemur hér saman. Það er alltaf brostið í söng.“ Í frekara spjalli kemur í ljós að Keli er stjórnandi Smalakórs Mosfellsheiðar og lúðrasveitar dals- ins sem heitir Brak og brestir. Er hann kannski líka í karlakór? „Nei, en ég gæti hugsað mér það í ellinni ef mér leiðist,“ svarar hann kankvís. Heldur upp á afmælið í Eldborg Diddú á sextugs afmæli 8. ágúst (í dag) og mun verja því í faðmi fjölskyldunnar en ætlar að halda ærlega sönghátíð í tilefni þessara tímamóta þann 13. september og þá dugar ekkert minna en Eldborgar- salur Hörpu. Áður en við ræðum það gigg frekar langar mig að vita meira um þau hjón, til dæmis hve- nær þau fundu hvort annað og fóru að ganga í takt. „Við hittumst á balli í Þjóðleikhúskjallaranum um ára- mótin 1974/75 svo þetta eru orðin rúm fjörutíu ár,“ upplýsir Diddú brosandi. Keli minnist þess þó að hafa séð hana áður og þau giska á að það hafi verið meðan hún var í MR og hann í Versló því þá hafi verið steinsnar á milli þeirra, þó að hún ætti heima við Sólvallagötu en hann í Mosfellsdal. Keli hefur verið hornleikari í Sin- fóníuhljómsveitinni síðan 1980 og spilað í ýmsum öðrum hljómsveit- um. „Ég var svolítið í dansmúsík til 1975, þá vildi ég einbeita mér að klassíska náminu og seldi trommu- settið – sem ég sá alltaf eftir. En félagar mínir gáfu mér trommu- sett í fimmtugsafmælisgjöf og ég er búinn að hamast á því síðan, mér til mikillar ánægju en heimilisfólk- inu til ama.“ Ein sveitin sem Keli var í hét Gaddavír en breyttist í Moldrok, hann kom við í Logum og nú er hann í hljómsveitinni Blek og Byttur. „Við leikum á þorrablótum og árshátíð- um og um daginn spiluðum við á Siglufirði á hippaballi Fljótakvenna. Það var mikið fjör.“ Diddú var líka í dægurlögunum fyrst, gerði það gott með Spilverki þjóðanna og mörgum var brugðið þegar hún var allt í einu á leið úr landi að læra óperusöng. „Það var nú eiginlega mér að kenna, hún elti mig til London í Guildhall School,“ segir Keli afsakandi. „Já, fólk rak upp ramakvein þegar það vissi að ég ætlaði í klassísku deildina en það sættist við mig þegar ég kom heim og debúteraði í hlutverki dúkk unnar í Ævintýrum Hoffmanns,“ rifjar Diddú upp. Hún kveðst enn bregða fyrir sig dægurlagasöng þegar svo ber undir. „Það er einmitt það sem ég ætla að gera á afmælistónleikun- um 13. september. Þá verð ég fyrir hlé með aríur og klassíska músík með stórri hljómsveit og karlakór og eftir hlé vendi ég kvæði mínu í kross, fer í gömlu hippamussuna og Spilverkið kemur á svið með mér ásamt öðrum gestum. Þá tek ég fyrir poppferilinn.“ Opnaðist nýr hljóðheimur Spurð hversu lengi sópransöng- konur geti búist við að halda sinni háu rödd svarar Diddú: „Það er mjög einstaklingsbundið, sumar eiga mjög stuttan feril. Þetta bygg- ist, held ég, á því hvers konar tækni maður temur sér í upphafi og ræðst mikið af í hvaða höndum maður lendir í sígildu söngnámi. Ég lærði bel canto-söngtækni, hún er í eðli sínu náttúruleg og án átaka, bara þroskar röddina út frá því sem til staðar er. Svo þarf maður að vera skynsamur og velja hlutverk við hæfi til að ofgera ekki röddinni. Ég hef verið passasöm og held að það sé ástæðan fyrir því að ég er enn syngjandi. Kollegarnir sem ég lærði með, og eru töluvert yngri, eru eigin lega allir hættir að syngja.“ „Ég held að endingin tengist því hvernig raddböndin og skrokkur- inn eru og svo skiptir andlega hliðin miklu máli. Diddú virðist hafa stál- taugar og finnst allt svo skemmti- legt, þá endist hún betur því hún hlakkar alltaf til,“ segir Keli. Diddú tekur undir það. „Þegar mér líður vel í söngnum fæ ég svo mikið til baka og það nærir mig.“ Eflaust hefði Diddú getað átt glæstan feril hjá stórum óperuhús- um úti í heimi en kveðst aldrei sjá eftir að hafa varið kröftum sínum að mestu á Íslandi. „Ég hef verið svo lánsöm að hafa fullt að gera gegn- um tíðina og er ekkert viss um að það hefði verið þannig þótt ég hefði fengið stöðu við óperuhús erlend- is. Mér hefði örugglega ekki verið boðið að syngja með Carreras á Íslandi ef ég hefði verið úti í heimi. Við völdum að vera hér. Ég var þrí- tug þegar ég var að byrja minn feril og við vorum með unga tvíbura. Tímarnir eru mikið breyttir því nú þurfa allir að vera svo ungir og nett- ir að þeir sem byrja þrítugir fá ekki sömu tækifæri í þessu fagi.“ Diddú fór í misheppnaða eyrna- aðgerð árið 1980 en segir heyrn- ina standa í stað. „Það er „status quo“, ég heyri alveg nóg til að geta sinnt mínum söng. Ég áttaði mig samt ekkert á því hversu slæm ég var fyrr en ég fékk heyrnar- tækin, þá opnaðist mér nýr heim- ur og allt breyttist í kringum mig. Það var árið 1992, ég var að syngja í Þrándheimi í Brúðkaupi Fígarós og Keli kom út með stelpurnar og fyrsta heyrnartækið. Ég skildi ekki hvernig ég hafði farið að áður, því á þeim tólf árum sem liðin voru frá aðgerðinni hafði ég farið í gegnum allt mitt söngnám í London og árið á Ítalíu. Fyrstu verkefnin sem söng- kona voru líka að baki því ég debú- teraði 1988 í Þjóðleikhúsinu.“ „Heyrnarleysið getur verið kost- ur líka,“ segir Keli glettinn. „Ef ég er leiðinlegur þá bara skrúfar hún fyrir tækið – og ef ég er að æfa mig á hornið eða trommurnar!“ Á ekki séns í litla bróður Margt ber á góma, svo sem óþolandi hæg lög sem festast í höfðinu á Kela og draga úr gönguhraða, viðfangs- efni dætranna þriggja, jafnvel póli- tík, og þar sem gleðigangan er um helgina og Páll Óskar er litli bróðir Diddúar verð ég að spyrja hvort hún hafi uppgötvað samkynhneigð hans snemma. „Besti vinur minn í menntaskóla var hommi og ég kannaðist fljótt við taktana hjá Palla. Ég tók hann líka dálítið að mér þegar hann var lítill því ég var fimmtán ára þegar hann fæddist og mér fannst móðir mín svo skelfilega gömul, hún var 36 ára þegar hún átti hann en var búin að eiga sex börn þrítug. Palli setti í sig tíkarspena til að líkjast Línu Lang- sokk, teiknaði fína kjóla á prins- essur í ævintýrum og bjó til dúkku- lísur þannig að ég sá alveg merkin, benti mömmu á þau en sagði henni að óttast ekki því samkynhneigt fólk væri síst verra en annað. Nú hefur margt breyst, sem betur fer, í mál- efnum samkynhneigðra og Palli á sinn þátt í því.“ „Mér hefur samt aldrei fundist Palli kvenlegur en hann klæðir sig skrautlega, það er partur af djobb- inu,“ segir Keli. „Já, og fer alla leið í því, ég á ekki séns í hann,“ segir Diddú og hlær. Keli ljóstrar því upp að Coco Vikt- orsson sem hannar flest föt Palla sé nú að sauma kjóla á Diddú fyrir afmælistónleikana, þannig að stóra systir sé farin að herma eftir litla bróður. „Mig langaði að prófa eitt- hvað nýtt. Sviðið í Eldborg er stórt og Coco hefur góða tilfinningu fyrir fatnaði sem hentar sjóbísniss,“ segir Diddú sem ekki vill ljóstra upp litn- um á skrúðanum heldur segir hann frumsýndan á tónleikunum. Þar sem lífið snýst um tónlist Í Túnfæti í Mosfellsdal búa hjónin Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona, vel þekkt sem Diddú, og Þorkell Jóelsson hornleikari, sem líka gegnir gælunafninu Keli. Diddú er sextug í dag og áreiðanlega verður kröftugur afmælissöngur kyrjaður í dalnum. Heyrnarleysið getur verið kostur líka. Ef ég er leiðinlegur þá bara skrúfar hún fyrir tækið – og ef ég er að æfa mig á hornið eða trommurnar! Keli Fólk rak upp ramakvein þegar það vissi að ég ætlaði í klassísku deildina. Diddú INNI Í STOFU „Þetta eru orðin rúm fjörutíu ár,“ segir Diddú um samband þeirra Kela en þau hafa búið í Túnfæti í tæp þrjátíu ár og alið þar upp dætur sínar þrjár. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 0 7 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :0 5 F B 1 2 8 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 A D -F 6 5 0 1 5 A D -F 5 1 4 1 5 A D -F 3 D 8 1 5 A D -F 2 9 C 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 1 2 8 s C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.