Fréttablaðið - 08.08.2015, Síða 102

Fréttablaðið - 08.08.2015, Síða 102
8. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| TÍMAMÓT | 46TÍMAMÓT Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN JÓNAS BÁRÐARSON húsa- og húsgagnasmiður, áður til heimilis að Lindargötu 66, lést á hjúkrunarheimili Hrafnistu í Reykjavík þann 3. ágúst sl. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju miðvikudaginn 12. ágúst nk. kl. 15.00. Guðlaug Erna Jónsdóttir Guðmundur Lúther Hafsteinsson Birna Jónsdóttir Guðmundur Ingi Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS ÞORSTEINSSON skipstjóri, Hæðargarði 29, Reykjavík, lést þann 26. júlí 2015 á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík, mánudaginn 10. ágúst klukkan 13.00. Helga Guðbjörnsdóttir Guðbjörn Magnússon Elín Birna Sigurgeirsdóttir Þorsteinn Helgi Magnússon Guðrún M. Jóhannsdóttir Birna Guðfinna Magnúsdóttir Magnús Sigmundur Magnússon Guðrún Jóna Óskarsdóttir Gunnlaugur Magnússon Margrét Aðalsteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN ARNFINNUR ÞÓRARINSSON fv. kaupmaður, lést fimmtudaginn 30. júlí á hjúkrunarheimili Hrafnistu, Boðaþingi í Kópavogi. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 10. ágúst kl. 15.00. Guðný Rut Jónsdóttir Lárus Valberg Ólafur Haukur Jónsson Inga Lára Helgadóttir Arnfinnur Sævar Jónsson Helga Daníelsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, systir og móðursystir, SIGRÚN TRYGGVADÓTTIR ROCKMAKER Washington D.C., lést fimmtudaginn 9. apríl sl. Minningarathöfn um Sigrúnu fer fram í Fossvogskirkju þriðjudaginn 11. ágúst og hefst athöfnin kl. 15.00. Philip Rockmaker Anna Vala Rockmaker Daniel Keane Lára Tryggvadóttir Engebretson Gary Engebretson Hrafnkell Tryggvason Silja Gomez Richard Benson Ástkær unnusti minn, sonur, bróðir, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, JÓHANNES MÖLLER Tröllagili 14, Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 4. ágúst sl. Útförin fer fram frá Akureyrar- kirkju miðvikudaginn 12. ágúst kl. 10.30. Þeir sem vilja minnast hans láti MS-félagið njóta þess. Erla Ingibjörg Hauksdóttir Erla Elva Möller Steinn G. Lundholm Eva Dröfn Möller Björgólfur Jóhannesson Rebekka Hrafntinna Níelsdóttir Tinna Eik Rakelardóttir Olliver Glanville Jóhann Jóhannesson Bryndís Ylfa Jóhannesdóttir Arnar Ingi Magnússon Orri Möller Jóhannesson Aðalbjörn J. Þórhallsson Fanndís Ósk Brynjarsdóttir Daníel Karles Randversson systkini og barnabörn. Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma, langamma og langalangamma, SVEINBJÖRG WIUM lést á Hrafnistu Reykjavík 24. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Petra Baldursdóttir Jón R. Ragnarsson Pétur Hans Baldursson Hulda Haraldsdóttir Hafsteinn Baldursson Heimir Baldursson Ingibjörg Dís Gylfadóttir og fjölskyldur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN B. TÓMASDÓTTIR kennari, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík laugar daginn 1. ágúst. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 12. ágúst kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarkort UNICEF. Einar Kristjánsson Tómas R. Einarsson Ásta Svavarsdóttir Ingibjörg Kr. Einarsdóttir Sigurður Rúnar Magnússon barnabörn og barnabarnabörn. MERKISATBURÐIR 1849 Austurríkismenn bæla niður uppreisn Ungverja með aðstoð Rússa. 1896 Lægsta lokun Dow Jones-vísitölunnar nokkru sinni verður í Bandarísku kauphöllinni, 28,48 stig. 1908 Wilbur Wright tekur flugið á keppnisbraut í Le Mans í Frakklandi. Sýningin varði í tæpar tvær mínútur og vakti mikla lukku á meðal áhorfenda. 1949 Bútan fær sjálfstæði frá Bretlandi. 1967 ASEAN-yfirlýsingin er undirrituð af fulltrúum fimm Suð- austur-Asíuríkja. 1973 Andlát Deans Corll leiðir til þess að fjöldamorðin í Houston uppgötvast. 1975 Banqiao-stíflan í Kína gefur sig með þeim afleiðingum að 26 þúsund manns drukkna og ellefu milljónir missa heimili sín. 1976 Kirkja Jesú Krists hinna síðari daga heilögu er stofnuð í Reykjavík. 1980 Viktor Kovalenko, sovéskur sjómaður, biður um pólitískt hæli á Íslandi. Hann fluttist síðar til Bandaríkjanna. 1992 Á Ólympíuleikunum í Barcelona á Spáni nær Ísland fjórða sæti í handknattleik. Einnig varð Sigurður Einarsson í fimmta sæti í spjótkasti á þessum sömu leikum. 1993 Veikur sjómaður er sóttur um borð í franskt rannsóknar- skip norðaustur af Íslandi. Þyrlur og Herkúlesflugvél frá varnar- liðinu fara í þennan 1.100 mílna leiðangur, sem er lengsti björg- unarleiðangur sem farinn hefur verið frá Íslandi. 2008 Sumarólympíuleikar settir í Peking. Fjölskylduhátíðin Fiskidagurinn mikli er haldin í Dalvíkurbyggð um helgina í fimmtánda sinn. Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla, er mjög spenntur og býst við fjölda manns. „Við erum mjög spennt og mjög vel undirbúin, það er mikil spenna í loftinu. Fjölmennasti Fiskidagurinn var þarna ferðasumarið mikla árið 2009 en eftir það hafa þetta verið um 25 til 30 þúsund manns á hverju ári,“ segir Júlíus. Fiskverkendur og fleiri framtaks- samir í byggðarlaginu bjóða, með hjálp góðra styrktaraðila, landsmönnum öllum upp á dýrindis fiskrétti, milli kl. 11.00 og 17.00 á laugardeginum. Mat- seðillinn breytist ár frá ári þótt ávallt sé boðið upp á ákveðna vinsæla rétti. Öllum réttum fylgja brauð og drykkir eins og hver getur í sig látið. „Matseð- illinn er mjög spennandi í ár, Friðrik fimmti er nýr yfirkokkur hjá okkur en hann og Úlfar Eysteinsson unnu saman að þessum degi núna en Friðrik er að taka við af Úlfari. Ég veit til þess að það verður boðið upp á nýjungar á Fiskidaginn eins og til dæmis fish and chips,“ útskýrir Júlíus. Í gærkvöldi buðu íbúar byggðarlags- ins gestum og gangandi upp á fiskisúpu í heimahúsum og görðum. Í kvöld býður Samherji til stórtón- leika með stórskotaliði landsins í tón- listarflutningi og risaflugeldasýn- ingu á eftir. „Þetta eru tæknilega séð stærstu tónleikarnir okkar. Við erum með fleiri flytjendur en hvort við erum með betri verðum við að sjá til,“ segir Friðrik Ómar Hjörleifsson tónlistar- maður en hann og fyrirtæki hans, Rigg ehf., skipuleggur tónleikana. „Þetta verður eins og að fara á þorra- blót á prótíni. Við erum að fara að spila allt mögulegt, það verður eitthvað fyrir krakkana og eitthvað fyrir ömmu og afa. Allt frá lögum sem hljóma í útvarp- inu í dag og frá því í gamla daga, þekkt íslensk og erlend lög. Þetta verður stórt partí,“ útskýrir Friðrik Ómar. Margir af helstu tónlistarmönnum þjóðarinnar koma fram á tónleikunum ásamt helstu tæknimönnum landsins. Tónleikarnir hefjast klukkan 21.45 í kvöld og lýkur með flugeldasýningu. gunnarleo@frettabladid.is Fiskidagurinn fer fram í fi mmtánda skiptið Mikið verður um að vera í Dalvíkurbyggð um helgina. Alls kyns fi skréttir og stórtónleikar á boðstólum fyrir gesti og gangandi. Mikil spenna er í loft inu fyrir þessari vinsælu hátíð. Á ÆFINGU Friðrik Ómar Hjörleifsson einbeittur á æfingu fyrir tónleikana sem fram fara á Fiskideginum mikla. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GAMAN Mikill fjöldi fólks sækir Fiskidaginn mikla árlega. MYND/AUÐUNN NÍELSSON 0 7 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :0 5 F B 1 2 8 s _ P 1 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 A E -2 2 C 0 1 5 A E -2 1 8 4 1 5 A E -2 0 4 8 1 5 A E -1 F 0 C 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 1 2 8 s C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.