Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.08.2015, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 08.08.2015, Qupperneq 34
8. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 34 Það er heppni og ham-ingja að hafa heilsu til að stunda sjóinn. Það eru ekkert margir á mínum aldri sem standa í því, þó þeir séu í mörgu öðru,“ segir hinn sjötíu og fimm ára Hilmar F. Thorarensen, fyrr- verandi bankastarfsmaður, þegar hringt er í hann norður í Árnes- hrepp á Ströndum. Hann gerir út frá Norðurfirði á bátnum Hönnu sem smíðaður var fyrir aldamótin 1900 og er skráður 2,2 tonn. Hanna er elsti bátur á Íslandi með fisk- veiðiheimild og líklega sá minnsti. Gæftir hafa verið afleitar í sumar því norðanáttin hefur verið stíf. Spurður hvort það sé ekki hættuspil að vera á svona báts kríli í brælu svarar Hilmar: „Ekki þegar pabbi og Guð eru með mér. Þeir sjá um mig en auðvitað verð ég líka að hugsa eitthvað sjálfur.“ Mikið streðað í uppvextinum Hilmar er ættaður frá Gjögri í föð- urætt og ólst þar upp við sjósókn og landbúnað, sonur Karls F. og Regínu Thorarensen sem margir muna eftir sem fréttaritara Morg- unblaðsins og DV og fastagesti hjá Eiríki Jóns á Bylgjunni. „Mamma var dugleg að rífa kjaft og pabbi var duglegur að vinna,“ segir Hilm- ar glettnislega og heldur áfram á sömu nótum: „Axel á Gjögri, sem Ómar Ragnarsson gerði frægan, var föðurbróðir minn. Svo fann Ómar Gísla á Uppsölum og þá gleymdu allir Axel. Nú eru bæði Axel og Gísli farnir þannig að þá er ég pikkaður upp!“ Hilmar fæddist í Reykjavík 1940 og kom fyrst að Gjögri 1941. „Þá var stríð og hvatt til þess að konur og börn væru sem minnst í borginni, vegna hættu á loftárásum, þannig að ég átti mín fyrstu spor hér, árs- gamall,“ lýsir hann. „Svo fluttu for- eldrar mínir hingað 1942 og byggðu sér hús tveimur árum seinna. Pabbi var ketil- og plötusmiður og fékk vinnu við síldarverksmiðjuna á Djúpavík en reri líka til fiskjar. Við vorum með fáeinar ær og eina kú og þó bústofninn væri ekki stærri þá fylgdi honum mikið streð. Við þurft- um til dæmis að sækja heyskap yfir Reykjarfjörðinn og inn í botn hans. Þar var slegið með orfi og ljá, rakað með hrífum og heyið sett í fanga- hnappa, bundið í bagga og borið niður í bát og siglt með það heim þar sem það var borið upp á land og þurrkað.“ Eftir að Hilmar fór í héraðsskóla 15 ára kveðst hann lítið hafa verið á Gjögri nema á vorin að sinna sauðburði og grásleppu. Rær á nítjándu aldar bát Hilmar segir ekki vitað hvenær báturinn hans var smíðaður en sannanlega hafi hann verið til árið 1899 og þá í eigu Guðmundar Jóns- sonar, sem kenndur var við Helga- staði í Reykjavík. „Vorið 1959 var báturinn úti í Örfirisey, illa far- inn en keyptur norður að Gjögri til að nýta úr honum vélina í annan bát, Víganes. Pabbi var fenginn til að færa vélina milli báta og fékk að hirða þennan að launum, gerði hann upp og hækkaði um eitt borð og var kominn á sjó á honum um haustið,“ lýsir Hilmar sem hefur róið á Hönnu í sumarfríum síðustu 30-40 ár. Hann fékk Hafliða Aðalsteinsson frá Hvallátrum á Breiðafirði til að smíða hana nánast upp á nýtt árið 2010 og hrósar Hafliða í hástert, Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Pabbi og Guð eru með mér Hilmar F. Thorarensen rær til fiskjar á elstu fleytu Íslands með fiskveiðiheimild. Hann ólst upp á Gjögri og leitar í átthaga en norðangarrinn hefur gert honum sjósóknina erfiða í sumar. Stefán Karlsson ljósmyndari brá sér í róður með Hilmari. Á GJÖGRI 1959 . Ragnar Ásgeirsson ráðunautur á tali við Karl sem er að gera upp bátinn. Regína fylgist með og leggur eflaust orð í belg. MYND/TRYGGVI SAMÚELSSON HUGSANDI „Bátnum get ég treyst en vélinni ekki,“ segir Hilmar. Axel á Gjögri, sem Ómar Ragnarsson gerði frægan, var föðurbróðir minn. Svo fann Ómar Gísla á Uppsölum og þá gleymdu allir Axel. Nú eru bæði Axel og Gísli farnir þannig að þá er ég pikkaður upp! segir hann hörkuduglegan, verklag- inn, úrræðagóðan og alltaf í góðu skapi. Nýja vélin hafi hins vegar bilað og ekki staðið undir vænting- um og samskiptin við seljandann valdið honum vonbrigðum. „Bátn- um get ég treyst en vélinni ekki,“ segir hann. Sjálfur hefur Hilm- ar verið mammonsþjónn mest af sinni starfsævi, að eigin sögn, og eftir nám við Samvinnuskólann unnið við bankastofnanir, lengst í Landsbankanum á Eskifirði. En í sumar er hann á strandveiðum og hefur landað 12.818 kílóum af fiski í 27 róðrum. Nú heyrist kallað í Hilmar að heiman, það er eiginkonan, Ingigerð- ur Þorsteinsdóttir, sem hann kveðst hafa verið kvæntur í 44 ár. „Það telst góð ending eins og á Hönnu,“ segir hann hlæjandi. „Ingigerður er ættuð héðan úr hreppnum, dóttir séra Þor- steins Björnssonar fríkirkjuprests og Sigurrósar Torfadóttur, þau áttu sjö stráka og eina stelpu og gerðu það ábyggilega bara fyrir mig að eignast stelpuna.“ 0 7 -0 8 -2 0 1 5 2 3 :0 5 F B 1 2 8 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 7 K _ N Ý. p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 A E -4 0 6 0 1 5 A E -3 F 2 4 1 5 A E -3 D E 8 1 5 A E -3 C A C 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 1 2 8 s C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.