Fréttablaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 34
8. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 34
Það er heppni og ham-ingja að hafa heilsu til að stunda sjóinn. Það eru ekkert margir á mínum aldri sem standa í því, þó þeir séu í mörgu
öðru,“ segir hinn sjötíu og fimm
ára Hilmar F. Thorarensen, fyrr-
verandi bankastarfsmaður, þegar
hringt er í hann norður í Árnes-
hrepp á Ströndum. Hann gerir út
frá Norðurfirði á bátnum Hönnu
sem smíðaður var fyrir aldamótin
1900 og er skráður 2,2 tonn. Hanna
er elsti bátur á Íslandi með fisk-
veiðiheimild og líklega sá minnsti.
Gæftir hafa verið afleitar í
sumar því norðanáttin hefur verið
stíf. Spurður hvort það sé ekki
hættuspil að vera á svona báts kríli
í brælu svarar Hilmar: „Ekki þegar
pabbi og Guð eru með mér. Þeir sjá
um mig en auðvitað verð ég líka að
hugsa eitthvað sjálfur.“
Mikið streðað í uppvextinum
Hilmar er ættaður frá Gjögri í föð-
urætt og ólst þar upp við sjósókn
og landbúnað, sonur Karls F. og
Regínu Thorarensen sem margir
muna eftir sem fréttaritara Morg-
unblaðsins og DV og fastagesti hjá
Eiríki Jóns á Bylgjunni. „Mamma
var dugleg að rífa kjaft og pabbi
var duglegur að vinna,“ segir Hilm-
ar glettnislega og heldur áfram á
sömu nótum: „Axel á Gjögri, sem
Ómar Ragnarsson gerði frægan,
var föðurbróðir minn. Svo fann
Ómar Gísla á Uppsölum og þá
gleymdu allir Axel. Nú eru bæði
Axel og Gísli farnir þannig að þá
er ég pikkaður upp!“
Hilmar fæddist í Reykjavík 1940
og kom fyrst að Gjögri 1941. „Þá var
stríð og hvatt til þess að konur og
börn væru sem minnst í borginni,
vegna hættu á loftárásum, þannig
að ég átti mín fyrstu spor hér, árs-
gamall,“ lýsir hann. „Svo fluttu for-
eldrar mínir hingað 1942 og byggðu
sér hús tveimur árum seinna. Pabbi
var ketil- og plötusmiður og fékk
vinnu við síldarverksmiðjuna á
Djúpavík en reri líka til fiskjar. Við
vorum með fáeinar ær og eina kú og
þó bústofninn væri ekki stærri þá
fylgdi honum mikið streð. Við þurft-
um til dæmis að sækja heyskap yfir
Reykjarfjörðinn og inn í botn hans.
Þar var slegið með orfi og ljá, rakað
með hrífum og heyið sett í fanga-
hnappa, bundið í bagga og borið
niður í bát og siglt með það heim
þar sem það var borið upp á land
og þurrkað.“ Eftir að Hilmar fór í
héraðsskóla 15 ára kveðst hann lítið
hafa verið á Gjögri nema á vorin að
sinna sauðburði og grásleppu.
Rær á nítjándu aldar bát
Hilmar segir ekki vitað hvenær
báturinn hans var smíðaður en
sannanlega hafi hann verið til árið
1899 og þá í eigu Guðmundar Jóns-
sonar, sem kenndur var við Helga-
staði í Reykjavík. „Vorið 1959 var
báturinn úti í Örfirisey, illa far-
inn en keyptur norður að Gjögri
til að nýta úr honum vélina í annan
bát, Víganes. Pabbi var fenginn til
að færa vélina milli báta og fékk
að hirða þennan að launum, gerði
hann upp og hækkaði um eitt borð
og var kominn á sjó á honum um
haustið,“ lýsir Hilmar sem hefur
róið á Hönnu í sumarfríum síðustu
30-40 ár.
Hann fékk Hafliða Aðalsteinsson
frá Hvallátrum á Breiðafirði til að
smíða hana nánast upp á nýtt árið
2010 og hrósar Hafliða í hástert,
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
Pabbi og Guð eru með mér
Hilmar F. Thorarensen rær til fiskjar á elstu fleytu Íslands með fiskveiðiheimild. Hann ólst upp á Gjögri og leitar í átthaga
en norðangarrinn hefur gert honum sjósóknina erfiða í sumar. Stefán Karlsson ljósmyndari brá sér í róður með Hilmari.
Á GJÖGRI 1959 . Ragnar Ásgeirsson ráðunautur á tali við Karl sem er að gera upp bátinn. Regína fylgist með og leggur eflaust
orð í belg. MYND/TRYGGVI SAMÚELSSON
HUGSANDI „Bátnum get ég treyst en vélinni ekki,“ segir Hilmar.
Axel á Gjögri, sem
Ómar Ragnarsson gerði
frægan, var föðurbróðir
minn. Svo fann Ómar
Gísla á Uppsölum og þá
gleymdu allir Axel. Nú eru
bæði Axel og Gísli farnir
þannig að þá er ég
pikkaður upp!
segir hann hörkuduglegan, verklag-
inn, úrræðagóðan og alltaf í góðu
skapi. Nýja vélin hafi hins vegar
bilað og ekki staðið undir vænting-
um og samskiptin við seljandann
valdið honum vonbrigðum. „Bátn-
um get ég treyst en vélinni ekki,“
segir hann. Sjálfur hefur Hilm-
ar verið mammonsþjónn mest af
sinni starfsævi, að eigin sögn, og
eftir nám við Samvinnuskólann
unnið við bankastofnanir, lengst í
Landsbankanum á Eskifirði. En í
sumar er hann á strandveiðum og
hefur landað 12.818 kílóum af fiski
í 27 róðrum.
Nú heyrist kallað í Hilmar að
heiman, það er eiginkonan, Ingigerð-
ur Þorsteinsdóttir, sem hann kveðst
hafa verið kvæntur í 44 ár. „Það telst
góð ending eins og á Hönnu,“ segir
hann hlæjandi. „Ingigerður er ættuð
héðan úr hreppnum, dóttir séra Þor-
steins Björnssonar fríkirkjuprests
og Sigurrósar Torfadóttur, þau áttu
sjö stráka og eina stelpu og gerðu
það ábyggilega bara fyrir mig að
eignast stelpuna.“
0
7
-0
8
-2
0
1
5
2
3
:0
5
F
B
1
2
8
s
_
P
0
9
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
8
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
4
7
K
_
N
Ý.
p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
A
E
-4
0
6
0
1
5
A
E
-3
F
2
4
1
5
A
E
-3
D
E
8
1
5
A
E
-3
C
A
C
2
8
0
X
4
0
0
1
B
F
B
1
2
8
s
C
M
Y
K