Fréttablaðið - 08.08.2015, Blaðsíða 2
8. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2
MANNRÉTTINDI „Hugmyndin er að
taka þessi orð sem eru ekki til á
íslensku, eins og femme og butch,
non-binary, pansexual og fleira,
og sjá hvort það er hægt að búa til
ný orð,“ segir Unnsteinn Jóhanns-
son, formaður trúnaðarráðs Sam-
takanna ’78.
Unnsteinn er einn þeirra sem
hafa haldið utan um nýyrðakeppn-
ina Hýryrði 2015 sem hefur það
að markmiði að finna ný íslensk
hugtök sem tengjast málefnum
hinsegin fólks. Keppnin er líka
hluti af fræðslu fyrir stærri hóp
en samtökin hafa áður náð til.
„Fólk þekkir orð eins og samkyn-
hneigð og tvíkynhneigð en kannski
ekki non-binary, asexual, pansex-
ual og fleiri. Þetta eru orð sem eru
ekki á allra vörum þannig að við
erum að reyna að fá fólk til að kafa
aðeins dýpra,“ segir hann.
Ugla Stefanía Kristjönudóttir
Jónsdóttir, fyrrverandi fræðslu-
stýra Samtakanna ’78, segir að
fræðsla um hinsegin orðanotkun
sé mikilvæg.
„Þetta snýst um það að við sem
samfélag séum að nota rétt orð
og gerum það af virðingu. Það er
svo ótrúlega mikilvægt af því að
íslenskan er svo ríkt og fallegt
tungumál en við erum að nota ýmis
ensk heiti yfir þessa hópa í dag.“
Hún segir að tvíhyggja sé rík
í íslensku samfélagi og marg-
ir fastir í skilgreiningum um að
kynvitund fólks nái bara til þess
að vera karl eða kona en innan
transsamfélagsins sé flóran mun
meiri.
„Það eru alls konar hlutverk
eins og gender fluid og non-bin-
ary og svoleiðis orð sem ekki eru
til á íslensku,“ segir hún.
Að sögn Uglu hefur myndast
ákveðin hefð fyrir kynhlutlausri
orðanotkun innan transsamfélags-
ins, til dæmis að nota fornafnið hán
í staðinn fyrir hann eða hún.
„Þá hafa komið upp alls konar
kynlaus orð eins og í staðinn fyrir
vinur eða vinkona þá væri það
vinið mitt. Og þessi orð eru ein-
mitt hluti af keppninni að finna
ný orð fyrir til dæmis frændi eða
frænka.“
Hún segir transfólk meðvitað
um að það sé erfitt fyrir fólk að til-
einka sér kynhlutlaus orð en með
tíma og æfingu trúir hún því að
orðaforðinn gæti breyst. Þá segir
hún að sumir leggi sig ekki fram
við að nýta rétt hugtök og þannig
upplifi transfólk oft fordóma.
Margir misskilja það að vera
hinsegin. Fólk telur oft að hug takið
eigi bara við um samkynhneigð en
fjölbreytnin innan hópsins er meiri
en svo.
„Margir hugsa að hinsegin standi
bara fyrir samkynhneigð en það
stendur fyrir samkynhneigð, tví-
kynhneigð, transfólk, intersex fólk
og alla þessa hópa.“
stefanrafn@frettabladid.is
Íslenskan ekki bara
fyrir karla og konur
Hýryrði 2015 er nýyrðakeppni Samtakanna ’78. Markmið keppninnar er bæði að
styrkja íslenska tungu og fræða fólk um fjölbreytnina innan hinsegin samfélags-
ins. Að vera hinsegin einskorðast ekki við samkynhneigð líkt og margir halda.
HINSEGIN DAGAR Mikil tvíhyggja þykir ríkja í íslensku samfélagi þegar kemur að orðanotkun. Margir eiga enn eftir að átta sig
á því að kynvitund einskorðast ekki við það að vera karl eða kona. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
UNNSTEINN
JÓHANNSSON
UGLA STEFANÍA
KRISTJÖNUDÓTT-
IR JÓNSDÓTTIR
Androgyny Kyntjáning eða kynvitund sem er sambland af
karllægri og kvenlægri kyntjáningu.
Butch og femme Hugtök sem tilgreina karlkyns eða
kvenkyns kyntjáningu innan hinsegin samfélagsins.
Agender Fólk sem skilgreinir sig án kyns eða kynhlutlaust.
Bigender Fólk sem upplifir tvö kyn eða flakk á milli kynja.
Gender fluid Fólk sem upplifir fljótandi kynvitund.
Non-Binary Fólk sem upplifir sig fyrir utan tvíhyggjuskil-
greininguna karl eða kona.
Pangender Svipar til non-binary þar sem fólk upplifir
margþætta kynvitund.
Asexual Fólk sem hefur oft litla eða enga kynferðislega
löngun.
Aromantic Fólk sem laðast ekki rómantískt eða tilfinn-
ingalega að öðrum.
Ókyngreind frændsemisorð Frænka/frændi, kærasti/
kærasta, mamma/pabbi, sonur/dóttir, vinkona/vinur.
Hýryrði ársins
Í dag gengur hann í austan 5 til 10 metra á
sekúndu, en hvassari vindstrengur verður með
suðurströndinni. Það mun rigna sunnan- og síðar
austanlands, en um landið norðanvert lyftist
brúnin því þar léttir til og hlýnar.
VEÐUR
SJÁ SÍÐU 50
➜ Björn Teitsson og
samstarfsfélagar hans
hjá Rauða krossi Íslands
skoða hvort
koma eigi upp
hjálparsíma
fyrir þolendur,
aðstandendur
og gerendur
kyn-
ferðis-
brota.
Einar Guðmundsson,
formaður Brautarinnar,
bindindisfélags öku-
manna, hefur áhyggjur
af hjólaöryggi eftir að
skýrsla Brautarinnar
leiddi í ljós að einungis fjórtán
prósent nýrra reiðhjóla væru seld með
skyldubúnaði áföstum.
Þorbjörg Þorvaldsdóttir
hjá Samtökunum ’78 er
einn aðstandenda hýryrða-
samkeppni. Markmiðið er
að finna íslensk nýyrði yfir
ýmis hinsegin hugtök.
Annþór Kristján Karlsson
og samfangi hans, Börkur
Birgisson, hyggjast höfða
skaðabótamál á hendur
íslenska ríkinu eftir að
hafa verið vistaðir á
öryggisgangi á Litla-Hrauni í átján
mánuði vegna gruns um að hafa valdið
dauða samfanga síns.
Svandís Svavarsdóttir,
þingmaður Vinstri grænna,
segir dagforeldrakerfið til-
raun til að leysa óþolandi
ástand eftir að foreldrar
fara úr fæðingarorlofi og
bíða eftir plássi á leikskóla.
FRÉTTIR
VITA er lífið
VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444
Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is
Tilboðsverð frá 59.900 kr.*
á mann m.v. 2 í herbergi í 4 nætur.
Vikuferð frá 79.900 kr.*
á mann m.v. 2 í herbergi í 7 nætur.
*Gist á Hótel Rosamar með hálfu fæði.
ÍS
LE
N
SK
A
SI
A
.I
S
V
IT
7
56
09
08
/1
5
Löng helgi á Spáni
Alicante
21.–25. ágúst
FIMM Í FRÉTTUM DÆGURMÁL OG DAGFORELDRARGLEÐIFRÉTTIN
Regnbogi á
Skólavörðustíg
Hinsegin dagar voru settir á hýrum
sumardegi í miðborg
Reykjavíkur síðast-
liðinn þriðjudag. Eva
María Þórarinsdóttir
Lange, formaður
Hinsegin daga,
og Dagur B.
Eggertsson
borgarstjóri
settu há-
tíðina.
SKIPULAGSMÁL Landsbankinn
hefur ákveðið að fresta hönn-
unarsamkeppni um fyrirhugaða
nýbyggingu bankans sem hefjast
átti síðar í þessum mánuði.
Í tilkynningu á vef bankans
segir að það sé meðal annars gert
til að fara yfir þau sjónarmið sem
fram hafa komið á síðustu vikum.
Þá segir að nánar verði gerð
grein fyrir framhaldinu opinber-
lega þegar frekari ákvarðanir
liggja fyrir. Fyrirhuguð bygging
bankans við Austurhöfn í Reykja-
vík hefur verið gagnrýnd harð-
lega, meðal annars af þingmönn-
um. - jhh
Fresta hönnunarsamkeppni:
Bankinn skoð-
ar gagnrýnina
SAMGÖNGUR Vetraráætlun
Strætó á höfuðborgarsvæðinu
og Suðurnesjum hefst 16. ágúst.
Á Norður- og Norðurausturlandi
hefst hún hálfum mánuði seinna
og á Suðurlandi og Vestur- og
Norðurlandi 13. september.
Helstu breytingar á vetrar-
áætlun Strætó á höfuðborgar-
svæðinu verður sú að leiðir 2, 5,
11, 12, 13, 14, 15, 18, 24, 28 og 35
fara á korters fresti á annatíma.
Í tilkynningu frá Strætó er
notendum bent á að nálgast
frekari upplýsingar á vefnum
straeto.is.
- jhh
Ellefu leiðir á korters fresti:
Vetraráætlun
hefst 16. ágúst
Indverskur karlmaður heldur á sjónvarpinu sínu og reynir að forða
því úr flóði í Howrah-héraði í Vestur-Bengal í gær. Þar hefur rignt
gríðarlega og ár hafa flætt yfir bakka sína og flætt inn í hérað í
Manipur sem hefur orðið til þess að vegir og brýr hafa farið í sundur.
- jhh
Íbúar í Vestur-Bengal leggja hart að sér við að bjarga eigum:
Flóð eyðileggja innviði á Indlandi
Á HAUSNUM Þessi maður mátti hafa sig allan við til þess að bjarga sjónvarpinu
sínu frá því að eyðileggjast í vatnselginum. NORDICPHOTOS/AFP
0
7
-0
8
-2
0
1
5
2
3
:0
5
F
B
1
2
8
s
_
P
1
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
A
D
-F
1
6
0
1
5
A
D
-F
0
2
4
1
5
A
D
-E
E
E
8
1
5
A
D
-E
D
A
C
2
8
0
X
4
0
0
1
B
F
B
1
2
8
s
C
M
Y
K