Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Side 63

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Side 63
sá ég örla á draugi þrengsla og einangrunar þar sem hafið útilokar allt annað. Þessir eybúar gjörþekkja hafið, þeir halda hiklaust af stað, villast, flækjast til og frá, eru í eðli sínu búnir að slíta sambandinu við meginlandið. Hafið er þessum meginlandsbúum ekki hindrun því þeir hugsa ekki eins og megin- landsbúar: þess vegna skáru þeir á sambandið við strendur Skandinavíu; þeir litu svo á að íseyjan væri nokkuð sem þyrfti að grípa því hún kenndi mönnum á hina fljótandi landafræði hafsins; hugarfar eyjunnar er þeim jafn eðlilegt og vængurinn farfugli; hugarástand sem fléttar ímyndaða viðbót við fæðingarjörðina úr öldum sjávar og straumum. Þannig lagðist farg einangr- unarinnar ekki á fyrstu íslensku eyjarskeggjana (ef til vill hefur það breyst með því gildismati sem nú er allsráðandi). Þeir stíga á land, reyna að ná fótfestu, en þetta er harðbýl eyja, hún lætur ekki undan, hún er hrein og upprunaleg, menn verða að ná tökum á henni, hjúfra sig niður að henni, ná valdi á þeirri óreiðu sem vitfirring mannsins veldur, fagna hverjum sigri sem menn vinna á sjálfum sér og þessari jörð. Besta leiðin til þess er að tala saman, segja frá sér, segja sig, og einkum skrifa sig. Sagnamennirnir ganga í gömlu keltnesk-norrænu meginlandssögurnar, vinna úr hefðum Biblíunnar og miðaldafrásagnanna. Þetta er það sem gömlu íslensku sagnamönnunum tókst, þ.e. að tengja þá náttúru manna að leggjast stöðugt í siglingar traustum böndum við landið. íslenskar bókmenntir hafa alla tíð miðað að því (allt frá því í Landnámabók, í gegnum dróttkvæðin og til sagna nútímans) að menn- irnir sem eiga rætur að rekja til meginlandsins nái að skjóta rótum í þessu landi elds og ísa, nái að sökkva sér ofan í landið rétt eins og húsin sem þeir búa í. Sögurnar hafa myndað goðsögulegan rétt sem ljær íslensku þjóðinni slíka dýpt að margan meginlandsbúann undrar. Ættfræðileg hliðarspor, flakk persónanna frá einni fslendingasögu til annarrar, nákvæm rannsókn á jarðfræðilega mikilvægum stöðum, nærvera heiðninnar sem ljær klettum og fjörðum líf, mikilvægi laganna, orðsins, mannorðsins, og allt er þetta staðsett í þeirri endalausu framlengingu sem hafið býður uppá ... Óvinurinn, það er ísinn, snjórinn, skapheit eldfjöllin, mannlegar ástríður, dýrkeyptir sigrar, en ekki hafið. Svona eins og evrópsku nýlenduherrarnir hefðu þegar þeir settust að á Antillaeyjunum bætt sambandi Karíba við hafið við eigin meg- inlandshugsunarhátt. Þetta er þverstæðukenndur samsetningur sem (sök- um þess hve auðugur hann er) laðar að í stað þess að hrinda frá, víkkar út í stað þess að einangra. í fslendingasögunum skynja ég þennan sérstaka titring sem fer um mig þegar eitthvað órætt er að gerjast innra með mér. Ég skrifa í návist þeirra. Ég hrífst alltaf við þá tilhugsun að íslendingum tókst að vinna sig út úr aldalöngu svartnætti danskra og norskra yfirráða með því að sækja sér lífskraft í þessa mögnuðu texta sem byggja á samspili sögunnar, goðsög- unnar, ljóðsins, grundvallandi tvíræðni goðsagnarinnar, aragrúa heiðinna TMM 1996:1 53
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.