Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Page 79
hik þýðandans gagnvart erfiðum texta, gagnvart því hvernig hann vinnur
með mismunandi málsnið, gagnvart orðgnóttinni, mismunandi tegundum
af mállýskum, o.s. frv. og slíkt hik er fullkomlega skiljanlegt hvað verk
Papadíamandis varðar. En þessi hlið málsins sem flestir Grikkir telja óskap-
lega hindrun er smáræði í mínum augum. Ég minni einfaldlega á að ef menn
hefðu sett slík atriði fýrir sig hefðum við Grikkir aldrei fengið að lesa
þýðingar á verkum Joyce eða Rabelais.
En hvað er til ráða? Papadíamandis virðist ekki vera vaxandi nafn erlendis.
Tökum Frakkland sem dæmi. Morðkvendið (1903), þessi stutta hundrað
blaðsíðna skáldsaga, og jafnffamt eitt fallegasta verk hans, hefur verið þýdd
í þrígang. Við þetta má bæta nokkrum þýðingum hér og þar og tvö smá-
sagnasöfn sem Octave Merlier, hinn óþreytandi vinur grískra bókmennta,
þýðir og fylgir úr hlaði með ítarlegum kynningum. Samt hefur nánast ekkert
gerst! Og hvernig er hægt að búast við að þetta gangi? Tokum nýjustu
þýðinguna á Morðkvendinu sem var unnin af Michel Saunier, prófessor í
nýhellenískum fræðum við Sorbonneháskóla, sem lagaði titilinn á sögunni
að evrópskum smekk og kallaði hana Litlu stúlkurnar og dauðinn (til að vekja
athygli almennings) og undirstrikaði í stuttri kynningu allt sem hann taldi
sérgrískt. Ég tek sem dæmi fyrstu línurnar: „Merkasti prósahöfundur sem
skrifað hefur á nútímagrísku, Alexander Papadíamandis, er nánast óþekktur
utan heimalands síns. Ástæðan er eflaust sú að hann var svo óheppinn að
vera borinn og barnfæddur Grikld, auk þess sem hann gerði þá skyssu að
lýsa Grikklandi sem ekki var undir áhrifum frá Evrópu, og lýsa því frá
sjónarhóli sem var gersneyddur vestrænum áhrifum.“ Hér birtist lágvært
tilbrigði við helstu goðsögnina sem Papadíamandisfræðunum hefur tekist
að koma á kreik: Papadíamandis sem andstœðingur Vesturlanda, en það er
rökrétt framhald af útskúfunarhugsun Stergíópúlosar. Ég segi „lágvært“ því
það eru einnig til háværari raddir sem segja „land okkar hefur hvorki þörf
fyrir Dante, Shakespeare né Hölderlin“ eins og Stelíos Ramfos, heimspek-
ingurinn okkar og höfundur greina um nútíma rétttrúnaðarkirkju, segir í
heilmikilli lofgjörð um Papadíamandis, uppáhaldshöfundinn sinn.
Var Papadíamandis andsnúinn Vesturlöndum? Hann sem lagðist í verk
Cervantesar strax á unglingsárum og las Shakespeare allt undir það síð-
asta...
Hann þýddi meira en 14.000 blaðsíður af evrópskum bókmenntum,
fjórfalt meira en hann frumsamdi. Til að hafa í -sig og á, segir þú ef til vill.
Vissulega, en hann þýddi enga undirmálshöfunda: Alexandre Dumas,
Dostojevskí, Daudet, Kipling, Maupassant, Sienkiewicz, Stevenson, Túr-
genjev, Twain, Zola, meðal annarra. Og þrátt fyrir glímuna við þessa höfunda
var hann ekki undir meiri áhrifum af þeim en svo að hann var sýknt og
TMM 1996:1
69