Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Side 123

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Side 123
sér mildun sársaukans sem einmitt framkallar þrána eftir fjarska (129). Hið óþekkta og frelsið er það sem Krist- ín Ómarsdóttir er að fást við og eins og í fyrri verkum er það ástin og líkaminn eða ástin á líkamanum sem um ræðir. Þórunn, 33 ára kona, er miðjan eða þessi einstaklingur í (stóð)Hestalandi, Undra- landi eða Útlandi sem allt snýst um. Hún leitar að uppfyllingu sem hún fær ekki vegna þess að hún reynist ófær um að veita af sjálfri sér þrátt fyrir framboðna aðstoð borgarbúa. Hún þvælist skítug um borgina ásamt Ágústi, skólastýrunni fröken Hrís eða hinum blíða og vitlausa Óskari. Samfarir við þetta fólk, and- legar og líkamlegar, eru oftast mis- heppnaðar vegna þess að Þórunn getur ekki losað um. Hún er [of] mikil eigin- kona í [sér] til að ná sælustu augnablik- unum. “ (16). Alls konar áreiti verða til þess að hrekja Þórunni frá einum stað til annars og koma þar til margar skrautlegar per- sónur eins og slorugu fiskikerlingarnar, konan með opna munninn og lokuðu augun og loks sápustykki, líkneski hennar sjálfrar. Sápustykkinu hendir hún á táknrænan hátt í klósettskálina og sturtar niður. I Dyrunum þröngu má segja að Krist- ín snúi upp á viðtekna hugmynd um frelsi sjálfsins því togstreita á sér stað milli sjálfsins og frelsisins. Hið íslenska þjóðfélag er aUtaf í bakgrunni eða líf Þórunnar utan Dyranna þar sem þarf að borga skatta, hugsa um uppeldi 11 ára dóttur og sinna magaveikum eigin- manni. Innan Dyranna þröngu reynir hún að brjótast undan þessum skyldum í von um að frelsast ffá persónu sinni. Hugsunin er þannig toguð í báðar áttir: sögumaður (Þórunn) þarf að fara alla leið og fara heim. Textinn heimtar athygli lesandans þótt tungumálið sé auðskilið því þrátt fýrir einfaldleikann er hér um að ræða flóknar og margræðar tilfmningar. Stóru málin, eða þau sem vanabundn- um huga lesandans finnst skipta máli, koma óvænt og hætt er við að maður missi af þeim ef athyglin svíkur: ... [hann] dró hönd mína á milli fótanna á sér. Ég var alveg áhugalaus. Eins og slytti. Þegar hann færði sig til að kyssa mig beit ég hann og var ekki lengi að stökkva í gluggann eftir vatnsflöskunni, smaðra henni og stinga vin minn á hol. (196) Kristín þurrkar út mörkin á milli stórra og smærri atburða og allt fellur að jöfnu, einmanaleikatilfmning og morðfýsn. Efnið er flókið því hér er hið vonlausa reynt, þ.e. að fanga hugsunina með öll- um sínum útúrdúrum og skúmaskot- um. Sögumaður þráir að segja ferðasöguna eins og hún var en ekki drepa hana í orðum. Fleiri en ein saga birtast lesandanum enda hlýtur hin sanna ff ásögn að vera margsaga. Dæmigerð kona hjá Kristínu Ómars- dóttur er áberandi og truflandi, kona sem allir þrá og fylgja eftir af veikum mætti (t.d. í í ferðalagi hjá þér, 1989). Þórunn sver sig í ætt við þessar konur, kemur inn í líf borgarbúa og truflar. Ágúst, fröken Hrís og Óskar tjá henni öll ást sína enda hafa þau beðið komu hennar lengi. Þetta segir Þórunn okkur en útvarpsþulur segir okkur hins vegar allt aðra sögu af þessari útlendu konu sem kemur til Dyranna þröngu. Trufl- andi er hún jú örugglega en samband þeirra Ágústs virðist með öðrum hætti. Lögreglan lýsir eftir útlendri konu sem fór frá hótelinu Englum æskunnar um morguninn þar sem þrír samferðamenn hennar voru drepnir. Næturvörðurinn (Ágúst) er tekinn tali: Ég hafði ekki lagt frá mér farangurinn en hún réðst á mig og skipaði mér að fúll- TMM 1996:1 113
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.