Tímarit Máls og menningar - 01.03.1996, Side 128
eftir bernskuheiminum, þeim sælureit
sem Steinunn kallaði eitt sinn svo vel
vorlandið. Harpa Eir fer inn á við til að
finna aftur haldreipi í lífi sínu og um leið
og þessari ferð er lýst kemur betur og
betur í ljós hve aðkreppt og vansælt líf
hennar hefur verið fram að þessu. Það er
ofið úr vonbrigðum, úr vítahring mis-
skilnings móður og dóttur og þunga
þeirrar ábyrgðar sem hún verður að taka
á sig þegar hún verður ófrísk fimmtán
ára gömul. Dóttirin sem verið er að
bjarga frá glötun, Edda, átti að vera stað-
festing á sjálfstæði hennar, en er nú orð-
in að byrði og táknmynd fyrir allt það
sem fór úrskeiðis. Ferðin til vorlandsins
er því bæði tilraun til að finna á ný upp-
hafna mynd þess elskaða, hamingjureits-
ins fyrir austan, og að leysa vandamálin
heima fyrir. Harpa er að reyna að svala
þrá sinni eftir ást: „í vetur ætla ég að
njóta ásta við landið“ (bls. 277), segir
hún þegar nær dregur áfangastað. Land-
ið var hennar fyrsta ást og sú eina sem
ekki bregst henni.
En það er ekki aðeins landið sem er
henni stoð og stytta í þrengingunum
heldur ekki síður fjölskylda hennar þar
austur frá. Vorlandið er í senn upphafin
mynd náttúrunnar sjálfrar og einingar-
reitur fjölskyldunnar þar sem Harpa
dvaldi áður á sumrin og þar sem spennt
samband hennar við vansæla móður
sína var ekki lengur til staðar heldur
aðeins hlýja og væntumþykja. í bókar-
lok sýnist textinn þannig stefna hraðbyri
inn í veröld fullkominnar einingar. Lýs-
ingin á húsi Dýrfinnu, á því heilsteypta
og góða fólki sem fyrir austan býr, á
fegurð umhverfisins og á því upphafna
og ævintýralega sem umleikur allt þar
um slóðir hleypir nánast engu illu að.
Það virðist sem ekkert geti sundrað
þessari óskamynd af aðstæðum þarna í
firðinum. Jafnvel naðran í þessari
paradís, dópistinn og vandræðaungling-
urinn Edda, virðist ætla að verða að
þægu húsdýri. I bókarlok er því vorland-
ið sjálft, bókmenntaríkið og hugarheim-
urinn fallinn saman við raunveruna svo
þar eru engin skil lengur greinanleg. Sú
innri linsa sem Harpa Eir beinir að um-
hverfmu og notar til að umskapa það og
breyta í það óskaland sem hún segir síð-
an frá, virðist í sögulok hafa tekið yfir allt
sjónsvið hennar. Allt virðist falla í ljúfa
löð. Aðeins hin hárfína beiting íróní-
unnar í textanum kemur í veg fyrir að
sagan endi í rósrauðum bjarma. Óneit-
anlega hefði það stíflað þann farveg sem
textinn rennur í, og sem heldur áfram að
renna að lestri loknum, ef lukkuleg bók-
arlokin hefðu staðið bókstafleg sem
einskonar endir á gleðileik, þar sem öll
pörin giftast hamingjusamlega en
vondu karlarnir fá makleg málagjöld.
Víst er að hægt er að lesa bókina á þann
veg. En hin stigmagnandi tungumáls-
gerving umhverfis, náttúru og persóna
kemur í veg fýrir að þetta sé eina lestrar-
leiðin. Skriftin sjálf snýr hér enn og affur
upp á söguþráðinn og gerir sjálfa sig að
viðfangsefni sögunnar. Með því að færa
vorlandið inn í raunveruna leyfir Stein-
unn þránni að uppfýllast, að minnsta
kosti í hinni hugsuðu vídd textans. En
hún gerir það á svo ísmeygilegan hátt að
það er varla að lesandinn taki eftir því.
Það er næstum því sjálfsagt að Austfirð-
irnir verði að Arkadíu í bókarlok.
Ein á báti
Harpa Eir er að vissu marki dæmigerð
persóna, fulltrúi allra þeirra kvenna sem
finnst þær vera bornar til að gera fleira,
lifa betur og elska meira en þær gera, en
fá þess í stað í hausinn illa borgaða
vinnu, fúlar kjallaraíbúðir og uppeldis-
vandamál einstæðra foreldra. Það væri
grófleg fölsun að segja að Steinunn væri
einungis að „leika sér“ með hana. Til
118
TMM 1996:1