Fréttablaðið - 15.08.2015, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 15.08.2015, Blaðsíða 12
15. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 12 Vilt þú gefa egg? Með því að gefa egg getur þú hjálpað annarri konu/pari að uppfylla drauma sína að verða foreldrar. Ef þú vilt leggja okkur lið þá er númer okkar hjá Art Medica 1322. Hjúkrunarfræðingar Art Medica veita fúslega allar nánari upplýsingar áður en ákvörðun um egggjöf er tekin. www.artmedica.is Ef margar konur svara þessu kalli verður hægt að hjálpa fleiri pörum. GRIKKLAND Alexis Tsipras, for- sætisráðherra Grikklands, ætlar nú að leggja örlög sín í hendur þingsins. Hann krefst stuðnings- yfirlýsingar, þótt engan veginn sé öruggt að hann njóti meirihluta- stuðnings lengur. Þingið samþykkti í fyrrinótt, eftir sólarhringslangan mara- þonfund, samning um þriðju fjárhagsaðstoðina frá Evrópu- sambandinu, Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum og Evrópska seðlabank- anum. Alls greiddu 222 þingmenn af 300 atkvæði með samningnum, þannig að hann rann auðveldlega í gegn með stuðningi stjórnarand- stöðunnar. Hins vegar greiddu 43 af alls 147 þingmönnum SYRIZA, flokks Tsipras, atkvæði gegn samningn- um. Til þess að Tsipras geti setið áfram sem forsætisráðherra þurfa einhverjir af þessum 43 þing- mönnum að greiða atkvæði með stuðningsyfirlýsingu við hann, þótt þeir hafi verið andvígir samn- ingnum. Janis Varúfakis, fyrrverandi fjármálaráðherra, greiddi atkvæði gegn samningnum en sagðist engu að síður styðja ríkisstjórnina. Búist er við því að stuðnings- yfirlýsing við stjórnina verði borin undir atkvæði þingmanna einhvern tímann eftir 20. ágúst. Verði stjórnin felld þarf að boða til nýrra kosninga í haust, með áframhaldandi óvissu um fram- haldið. Mikill hiti var í þingmönnum þegar rætt var um samning- inn og gengu ásakanir á víxl. Tsipras forsætisráðherra var harðlega gagnrýndur fyrir að hafa lúffað fyrir Evrópusam- bandinu og komið heim með samning, sem er strangari gagn- vart Grikkjum en fyrri samning- urinn, sem hann sjálfur hafði þó hvatt Grikki til að hafna í þjóðar- atkvæðagreiðslu í vor. Fjármálaráðherrar evruríkj- anna komu síðan saman strax í gær og samþykktu aðstoðina. Samningurinn við Grikki felur í sér að þeir fá samtals 86 millj- arða evra, eða jafnvirði rúm- lega 12.000 milljarða króna. Á móti þurfa Grikkir að hagræða enn frekar í ríkisrekstri með því meðal annars að selja ríkis- eignir, herða skattheimtu, hætta að greiða bændum eldsneytis- styrki og hækka lífeyrisaldur, svo nokkuð sé nefnt. gudsteinn@frettabladid.is Tsipras vill að þingið sam- þykki stuðningsyfirlýsingu Gríska þingið samþykkti í fyrrinótt, eftir sólarhrings umræður, þriðju fjárhagsaðstoðina frá Evrópusamband- inu, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópska seðlabankanum. Nærri þriðjungur stjórnarflokksins var andvígur. JANIS VARÚFAKIS Fjármálaráðherrann fyrrverandi greiddi atkvæði gegn samningn- um en sagðist engu að síður styðja stjórnina. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA ALEXIS TSIPRAS Forsætisráðherra Grikklands var harðlega gagnrýndur á maraþon- fundi þingsins. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA 1. hluti (2010-2012): 107,3 milljarðar evra 2. hluti (2012-2015): 173,6 milljarðar evra Brúarlán ( júlí 2015): 7,16 milljarðar evra 3. hluti (ágúst 2015): 86 milljarðar evra Fjárhagsaðstoð til Grikkja EFNAHAGSMÁL Greiningardeild- ir allra stóru viðskiptabankanna þriggja búast við því að Seðla- bankinn hækki vexti um 50 punkta á stýrivaxtafundi þann 19. ágúst. Greiningardeild Arion banka býst við því að Seðlabankinn hækki vexti um 125 punkta samtals það sem eftir lifir árs, að vaxtahækk- uninni í ágúst meðtalinni. „Fram undan eru þrír aðrir vaxtaákvörðunardagar á árinu og mesta óvissan er um hversu hratt Seðlabankinn mun hækka vexti. Við teljum þó að hann muni stíga frekar varlega til jarðar og muni ekki hækka vexti um meira en 50 punkta í einu á þeim vaxta- ákvörðunarfundum sem eftir eru á árinu,“ segir greiningardeild Arion banka. Greining Íslandsbanka segir að peningastefnunefnd muni rök- styðja hækkunina í næstu viku með verri verðbólguhorfum, miklum innlendum launahækk- unum og vaxandi spennu í efna- hagslífinu. Íslandsbankamenn eru varfærn- ari en greiningardeild Arion banka og spá því að nefndin muni hækka stýrivexti bankans um 1,0 pró- sentustig til viðbótar á þessu ári að meðtalinni 0,5 prósentustiga hækkuninni núna í ágúst. Hagfræðideild Landsbankans telur ekki útilokað að vextir verði hækkaðir um meira en 0,5 pró- sentustig í næstu viku. Aftur á móti séu þrír fundir eftir af árinu og því töluvert svigrúm enn til að auka aðhald. - jhh Útlit er fyrir að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka vexti töluvert áður en árið er á enda: Gera ráð fyrir 50 punkta hækkun vaxta VAXTAÁKVÖRÐUN Greiningaraðilar gera ráð fyrir skarpri hækkun vaxta á næstunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM PARAGVÆ Ellefu ára stúlka í Paragvæ fæddi í vikunni stúlku- barn, en hún varð ólétt tíu ára gömul eftir að stjúpfaðir hennar nauðgaði henni. Frá þessu greinir Sky-news. Stjórnvöld höfnuðu beiðni um fóstureyðingu, enda bannaðar þar í landi. Barnið var tekið með keis- araskurði og heilsast mæðgunum vel. Stjúpfaðir hennar, sem er 42 ára, neitar að hafa brotið af sér, en hann á yfir höfði sér allt að fimm- tán ára fangelsi. - ngy Stjúpfaðir nauðgaði henni: Fæddi stúlku- barn ellefu ára SJÁVARÚTVEGUR Heildarafli íslenskra fiskiskipa í nýliðnum júlímánuði var rúmum 3.500 tonnum meiri en á sama tíma í fyrra. „Metið á föstu verði minnkaði aflinn í júlí 2015 um 4,2 prósent miðað við júlí 2014,“ segir í umfjöllun Hagstofu Íslands. Á síðustu 12 mánuðum hefur heildaraflamagn hins vegar auk- ist um tæp 251 þúsund tonn, sem er sagt 23,3 prósentum meira en á sama tímabili árið áður. „Mest aukning varð í löndun á upp- sjávar afla, sem var rúmum 274 þúsund tonnum meiri á tíma- bilinu ágúst 2014 til júlí 2015 en á fyrra tólf mánaða tímabili.“ - óká Aukinn afli frá fyrra ári: Munurinn er 251.000 tonn ÝSA Hagstofa Íslands birti í gær á vef sínum upplýsingar um afla fiskiskipa í júlímánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 1 4 -0 8 -2 0 1 5 2 1 :3 3 F B 1 2 0 s _ P 1 1 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 C 8 -6 7 A 0 1 5 C 8 -6 6 6 4 1 5 C 8 -6 5 2 8 1 5 C 8 -6 3 E C 2 8 0 X 4 0 0 5 A F B 1 2 0 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.