Fréttablaðið - 15.08.2015, Blaðsíða 4
15. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4
18 PRÓSENT LÆKKUN
hefur orðið á
heimsmarkaðsverði
á áli frá nóvember 2014.
8.8.2015 ➜ 14.8.2015
LEIÐRÉTTING
Í frétt Fréttablaðsins þann 8. júní
síðastliðinn var haft eftir Páli Björgvin
Guðmundssyni, bæjarstjóra Fjarða-
byggðar, að um umtalsverðar fjárhæðir
væri að ræða varðandi vilyrði Eykon
Energy um aðgang að hafnarmann-
virkjum Fjarðabyggðar vegna leitar
og rannsókna á Drekasvæðinu. Það er
rangt. Beðist er velvirðingar á þeim
mistökum.
Ranglega var farið með nafn forstjóra
Móbergs ehf. í blaðinu í gær. Hann
heitir Skorri Rafn Rafnsson. Beðist er
velvirðingar á þeim mistökum.
YFIR 200 SLÖSUÐUST
eftir fall úr hæð
46%
kvenna vilja að hægt sé að
refsa fyrir sölu á vændi á móti
þrjátíu prósentum karla.
660
nemendur
eru skráðir í Melaskóla en
fyrir tveimur árum voru 560
nemendur í skólanum.
630 milljónum
króna var eytt í kaup á fötum á
netinu í fyrra.
23.000
ökutæki komu við á Dalvík
helgina þegar Fiskidagur-
inn mikli fór fram.
13 KÍLÓ AF HERÓÍNI voru haldlögð á
sama tíma og
íslensk kona var
handtekin í
Englandi á
dögunum.
11
0.
00
0
m
an
ns
b
úa
í
bo
rg
in
ni
V
äs
te
rå
s
í S
ví
þj
óð
þ
ar
s
em
tv
ei
r v
or
u
st
un
gn
ir
til
b
an
a
ÁBENDING
Blaðinu hefur borist ábending um að
ranglega sé farið með staðreyndir þar
sem vélarbilnun ber á góma í viðtali
við smábátasjómanninn Hilmar F.
Thorarensen í Fréttablaðinu 8. ágúst.
Veldu f lot tustu
Guðrúnartúni 10, Reykjavík og Tryggvabraut 10, Akureyri. Opið mánudaga til föstudaga frá 8 til 17
Skoðaðu úrvalið af floum DELL tölvum fyrir skólann
á advania.is/skoli, verð frá 69.990 kr.
una
UTANRÍKISMÁL „Miðað við þær tölur
sem ég hef séð ef við berum saman
áhrif á Ísland annars vegar og Evr-
ópusambandið hins vegar með tilliti
til landsframleiðslu þá eru þau tutt-
ugu sinnum meiri fyrir okkur en
ESB,“ segir Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson forsætisráðherra um við-
skiptabann Rúss-
lands gagnvart
Íslandi. Ríkis-
stjórnin fundaði
vegna málsins í
gær.
„ Þ et ta er u
margar hverj-
ar vörur sem við
erum að flytja
út en á meðan
til dæmis Þjóðverjar flytja enn út
ýmiss konar iðnvarning á borð við
bíla, verkfæri og fleira.“
Sigmundur átti símafund með
Dímitrí Medvedev, forsætisráðherra
Rússlands, í gær.
„Rússar leggja áherslu á að þeir
hafi ekki verið fyrri til að innleiða
þvingunaraðgerðir,“ segir Sigmund-
ur.
„Á móti minnti ég á að mikill
munur væri á áhrifunum af Íslands
hálfu annars vegar og Rússlands
hins vegar.“
Ríkisstjórnin fundaði meðal ann-
ars um hugsanlegar leiðir til að bæta
útflutningsaðilum skaðann og allra
leiða er leitað.
„Við erum að leita allra leiða til
að koma þeim til aðstoðar sem fyrir
þessu verða. Hvort sem það er að
leita nýrra markaða og við höfum
jafnvel verið tilbúin að skoða það að
bakka fólk upp með tryggingu eða
slíku.“
Bjarni Benediktsson fjármálaráð-
herra sagði í lok ríkisstjórnarfund-
ar í dag að þar sem Ísland væri að
taka á sig mikið högg vegna þeirra
þvingunaraðgerða sem Ísland tekur
þátt í með Evrópusambandinu gegn
Rússum væri eðlilegt að sambandið
opnaði markaði sína fyrir innflutn-
ingi á íslenskum sjávarútvegsvörum.
Sigmundur segir að slíkar þreifingar
séu þegar farnar af stað.
„Utanríkisráðherra hefur verið í
sambandi við Evrópusambandið og
átt símafundi út af þessum tolla-
málum. Okkur þykir það eðlilegt í
ljósi þess hve þungt þetta bitnar á
Íslandi að Evrópusambandið endur-
skoði þessa háu tolla sem það leggur
á þessar vörur.“
Þá fundaði Sigmundur með Ólafi
Ragnari Grímssyni, forseta Íslands,
og meðal annars var viðskiptabann
Rússa rætt. Landssamband smábáta-
eigenda hefur meðal annars lagt til
að Ólafur beiti tengslum sínum við
Vladimír Pútín Rússlandsforseta til
að aflétta viðskiptabanninu.
„Forseti metur það sjálfur hvort
og hvernig hann beitir sér í þessu
máli. Þessi forseti og raunar for-
verar hans hafa iðulega beitt sér
fyrir því að liðka fyrir milliríkja-
viðskiptum. Það hefur oft haft tölu-
verð áhrif,“ segir Sigmundur.
Ekki náðist í forseta Íslands þrátt
fyrir ítrekaðar tilraunir.
Margir hagsmunaaðilar í sjávar-
útvegi hafa gagnrýnt ríkisstjórnina
fyrir að grípa ekki nógu snemma
inn í og að ríkisstjórnarfundir hafi
ekki verið haldnir í sumar. Sig-
mundur er ekki sammála þeirri
gagnrýni en hann bendir á að
hvorki ríkisstjórnin né hagsmuna-
aðilar hafi frétt af þessu fyrr en í
lok júní og að ráðherrar ríkisstjórn-
arinnar hafi unnið í málinu allan
tímann.
Hann segir að ríkisstjórnin hafi
ekki rætt hvort Ísland ætti að hætta
þvingunaraðgerðum sínum gagnvart
Rússum.
stefanrafn@frettabladid.is
Skoða hvort ESB sé tilbúið
að lækka tolla á fiskafurðir
Forsætisráðherra segir aðgerðir Rússa bitna tuttugu sinnum meira á Íslandi en Evrópusambandinu. Utanríkis-
ráðherra hefur þegar haft samband við ESB vegna hugsanlegra tollalækkana á sjávarafurðum.
DÍMITRÍ
MEDVEDEV
FARGA MATVÆLUM Rússar hafa fargað hundruðum tonna af innfluttum matvælum. Frosinn makríll gæti endað undir beltum
jarðýtunnar. NORDICPHOTOS/AFP
Okkur
þykir það
eðlilegt í ljósi
þess hve þungt
þetta bitnar á
Íslandi að
Evrópusam-
bandið endurskoði þessa
háu tolla sem það leggur á
þessar vörur.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
forsætisráðherra.
LÖGREGLUMÁL „Eigum við þá að
leyfa síbrotamönnum að halda
áfram í glæpum og gera ekki
neitt?“ spyr Akeem Cujo, fram-
kvæmdastjóri
fjölmenningar-
setursins Ísland
Panorama
Center, Helga
Hrafn Gunn-
arsson alþingis-
mann.
Helgi sagði
í samtali við
Fréttablaðið að óskynsam-
legt væri að loka fyrir haturs-
áróðursspjallborð þar sem þau
myndu bara spretta upp annars
staðar.
Akeem er einnig ósammála
spjallborðsgesti sem Frétta-
blaðið talaði við er sagði engan
hatursáróður á spjallinu heldur
svartan húmor. Akeem segir
spjallborðsgesti kynþáttahat-
ara.
- þea
Vilja loka hatursspjallborði:
Er ósammála
Helga Hrafni
AKEEM CUJO
1
4
-0
8
-2
0
1
5
2
1
:3
3
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
C
8
-5
8
D
0
1
5
C
8
-5
7
9
4
1
5
C
8
-5
6
5
8
1
5
C
8
-5
5
1
C
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
1
2
0
s
C
M
Y
K