Fréttablaðið - 15.08.2015, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.08.2015, Blaðsíða 8
15. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | Notkun geðlyfja hefur aukist hér eins og á öðrum Vesturlöndum og heldur meira hér, en það er það sama og á við um ýmsa aðra lyfjanotkun hér á Íslandi. Engilbert Sigurðsson, yfirlæknir á geðsviði Landspítala. 8 ORKA NÁTTÚRUNNAR · Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is · on@on.is Nú liggur straumurinn í rafbílana og þess vegna hefur Orka náttúrunnar opnað 10 hraðhleðslustöðvar fyrir rafbíla á rúmu ári. Þannig leggjum við hinni hljóðlátu samgöngubyltingu lið og stuðlum að vistvænum samgöngum. Kynntu þér staðsetningu hraðhleðslustöðvanna og kosti rafbíla á heimasíðu okkar on.is Fylltu á rafbílinn með Orku náttúrunnar Orka náttúrunnar framleiðir og selur rafmagn um allt land og sér höfuðborgarbúum fyrir heitu vatni. Við nýtum auðlindir af ábyrgð til að bæta lífsgæðin í nútíð og framtíð. Rafmagnið er komið í umferð E N N E M M / S ÍA / N M 6 9 4 0 2 HEILBRIGÐISMÁL Afar vafasamt væri að leiða að því líkur að sam- dráttur í neyslu fiskmetis hér á landi síðustu áratugi sé áhrifa- þáttur í aukinni notkun á tauga- og geðlyfjum hér á landi. Þetta segir Engilbert Sigurðsson, prófessor í geðlækningum og yfirlæknir á geðsviði Landspítala. Greint hefur verið frá niðurstöð- um rannsóknar vísindamanna við háskólann í Melbourne í Ástralíu sem sýndu að hópur ungmenna í áhættuhóp á að þróa með sér geð- rofssjúkdóma svo sem geðklofa voru ólíklegri til að þróa með sér sjúkdóminn ef þeir neyttu Omega-3 fitusýra í að minnsta kosti 12 vikur þegar fyrstu einkenni geðrofs voru að greinast hjá þeim fyrir sex til sjö árum. Engilbert bendir raunar á að algengi alvarlegri geðrofssjúkdóma hafi hreint ekki aukist í þróuðum ríkjum Evrópu á síðustu áratugum. „Það hefur frekar dregið úr nýgengi í Evrópu og það er almennt ekki að aukast í vestrænum löndum þar sem vel er haldið utan um mæðravernd og næringarástand hefur verið gott og aðrir þættir sem skipta máli fyrir þroska miðtaugakerfisins.“ Flestir sem eru að veikjast ungir af geðklofa í dag hér á landi segir hann að hafi byrjað að nota kannabisefni reglulega sem unglingar og hafi að auki erfðaáhættu fyrir þróun geð- rofssjúkdóma. Þá segir Engilbert að þótt vitað sé að geðlyfjanotkun hafi aukist hér á landi síðustu tvo áratugi þá geti verið þar að baki fleiri ástæður en snúa að þróun geðheilbrigðis. „Notk- un geðlyfja hefur aukist hér eins og á öðrum Vesturlöndum og heldur meira hér, en það er það sama og á við um ýmsa aðra lyfjanotkun hér á Íslandi,“ segir hann. Hér hafi verið tilhneiging til að lyfjanotkun aukist hraðar, en svo komi hin löndin alla jafna í kjölfarið með svipaða aukn- ingu. Þannig séu Svíar á mjög svip- uðum stað og Íslendingar hvað varði notkun þunglyndislyfja. „Málið er flókið og erfitt að smætta það í ein- föld skilaboð.“ Fréttir af áströlsku rannsókninni á ágæti Omega-3 fitusýra til for- varna gegn frekari þróun geðrofs- veikinda segir Engilbert hins vegar í eðli sínu jákvæðar. „Við þurfum bara að sjá fleiri rannsóknarhópa komast að sömu niðurstöðu áður en við förum að leggja eitthvað upp úr þessu.“ Áður hafa verið birtar niðurstöð- ur fyrstu rannsókna sem bent hafa til gagnsemi Omega-3 fitusýra við öðrum krankleika, án þess að frek- ari rannsóknir styddu þær niður- stöður á fullnægjandi hátt. Engil- bert bendir á að frekari rannsóknir hafi þannig ekki rennt nægilega sterkum stoðum undir vísbending- ar um að Omega-3 drægi úr líkum á þunglyndi. Þá komu í fyrra fram niðurstöður rannsóknar í hjarta- lækningum á áhrifum Omega-3 á gáttatif sem sýndu að gagnstætt því sem talið var þá gerðu fitusýrurnar meira ógagn en gagn í þeim efnum. olikr@frettabladid.is Í FISKBÚÐINNI Fiskneysla Íslendinga hafi dregist mjög saman um leið og notkun geðlyfja hefur aukist. Í ljósi fregna frá Ástralíu um hamlandi áhrif Omega-3 fitusýra á geðsjúkdóma gæti einhver freistast til að tengja það saman. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Vafasamt að tengja saman fiskneyslu og geðheilbrigði Frekari rannsókna er þörf áður en hægt er að fullyrða um ágæti Omega-3 fitusýra sem forvörn gegn geðsjúkdóm- um. Áður hafa verið bundnar vonir við Omega-3 í baráttu við sjúkdóma sem ekki hafa reynst á rökum reistar. LÍFSSTÍLL Samtök grænmetisæta á Íslandi halda vegan-grillveislu í dag klukkan tvö. Grillið fer fram í Hellisgerði í Hafnarfirði og boðið verður upp á vegan-pylsur, lífrænt gos og hnetu- og ávaxtasnarl á vægu verði. Markmið félagsins er að stuðla að jákvæðri ímynd grænmetis- æta og fjölga þeim auk þess að vinna að því að fjölga úrvali af neysluvöru án dýraafurða á Íslandi. - srs Vilja fjölga grænmetisætum: Vegan-grillboð í Hellisgerði GRILLVEISLA Vegan-pylsur verða á grill- inu. NORDICPHOTOS/GETTY Vilt þú gefa egg? Með því að gefa egg getur þú hjálpað annarri konu/pari að uppfylla drauma sína að verða foreldrar. Ef þú vilt leggja okkur lið þá er númer okkar hjá Art Medica 1322. Hjúkrunarfræðingar Art Medica veita fúslega allar nánari upplýsingar áður en ákvörðun um egggjöf er tekin. www.artmedica.is Ef margar konur svara þessu kalli verður hægt að hjálpa fleiri pörum. 1 4 -0 8 -2 0 1 5 2 1 :3 3 F B 1 2 0 s _ P 1 1 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 C 8 -8 0 5 0 1 5 C 8 -7 F 1 4 1 5 C 8 -7 D D 8 1 5 C 8 -7 C 9 C 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 1 2 0 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.