Fréttablaðið - 15.08.2015, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 15.08.2015, Blaðsíða 38
15. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN TÆKNI | 38 NOTES Skrái alls kyns punkta og hugmyndir í þessu. Þeir sjást síðan strax sjálfkrafa í tölvupóstin- um. Stundum er einfaldasta appið það besta. INSTAGRAM Til komast að því hvar fólk er og hvað það er að gera. Instagram er persónulegra en Facebook og Snapchat og fólk ófeimnara. TWITTER Ég fylgi nærri öllum Íslendingum sem ég sé á Twitter. Þetta er besta leiðin til að sjá hvað fólk er að tala um, hvernig það talar og til að uppgötva klárt og skemmtilegt fólk. PODCASTS Ég hlusta yfirleitt á 60-90 mín- útur af útvarpsþáttum á netinu daglega. Aðallega viðtöl við áhuga- verða frumkvöðla og rithöfunda. 3G 9:41 AM Twitter UPPÁHALDS ÖPPIN8 Podcasts Highrise Harvest Tripit Buycott Instagram Notes Kjartan Hreinn Njálsson kjartanh@365.is Andrés Jónsson almanna tengill HARVEST Í því skrái ég og held utan um alla þá útseldu tíma sem ég vinn fyrir skjól- stæðinga Góðra samskipta. Mjög mikil- vægt til að geta rukkað fyrir ráðgjöf. TRIPIT Maður áframsendir tölvupóst frá flug- félögum og hótelum á appið og það heldur utan um allt ferðaskipulagið. HIGHRISE CRM-forrit með upplýsingum um alla sem ég hef átt í beinum samskiptum við auk nokkurra annarra, alls um 15.000 manns. BUYCOTT Skannar strikamerki og gefur upp- lýsingar um hvernig framleiðandinn stendur sig í umhverfisvernd, framkomu við starfsfólk og hvort þetta sé nokkuð síbrotafyrirtæki. Tólin eru af ýmsum toga. Þann 9. febrúar 1941, þegar jarðarbú- ar voru á barmi þess að tæta heimsmynd sína í sundur, óskaði Winston Church ill eftir hergögnum frá Bandaríkjunum: „Gefið okkur verkfærin, og við klárum verkið,“ sagði Churchill. Sama dag lá Albert nokkur Alexander í sjúkrarúmi í Oxford. Sýking hafði svipt hann sjóninni. Hann átti aldrei eftir að sjá rósarunnana á ný. Þegar þýskum sprengjum rigndi yfir Bretlandseyj- ar nokkrum dögum áður sat Albert í moldarbeði við heimili sitt í borg- inni og hugaði að rósunum. Garð- klippurnar voru verkfæri Alberts. Sögulegar heimildir eru á reiki um hvað gerðist næst en svo virðist sem Albert hafi hrasað og hruflað andlit sitt á þyrnunum. Næstu vikur háði ónæmiskerfi Alberts eigin heimsstyrjöld við bandalag streptó- og stafýlókokka. Orrusta af þessu tagi hafði farið fram ótal sinnum og í ótal mörgum líkömum. En ónæmiskerfi Alberts var það fyrsta sem naut liðsinn- is framandi hergagna. Penisilín flæddi um líkama hans. Eftir blóð- ugt stríð var sýkingin loks í rénun og skyndilega var sigur í höfn. Skaðinn var þó skeður og hýsillinn Albert – augnalaus og þakinn sárum – var allur. Orrusta Alberts átti eftir að breyta heiminum. Hann fékk fyrstur manna penisilín í æð og það átti eftir að sanna sig sem öflugra tól en allar sprengjur styrjaldarinn- ar sem geisaði fyrir utan spítalann í Oxford. Gullöld Á þeim áratugum sem liðnir eru frá því að lögreglumaðurinn með grænu fingurna lést hafa sýklalyf á borð við penisilín flætt um æðar millj- óna manna. Sá sem stóð við sjúkra- rúmið í Oxford, með sprautu á lofti, var Alexander Fleming. Hann hlaut Nóbelsverðlaun í læknis fræði 1945 fyrir uppgötvun penisilíns. Flem- ing gerði sér grein fyrir gífurlegum möguleikum lyfsins, en hann var einnig meðvitaður um hættuna sem fylgir þeim. „Sá dagur mun koma að penisilín verður aðgengilegt öllum,“ sagði Fleming við verðlaunaathöfn- ina. „Þá er hætta á að hinn fávísi noti lyfið í of litlu magni og örverur hans komist í tæri við lyfið í vægu magni svo ónæmi myndast.“ Þarna var Fleming að lýsa stöðu mála eins og hún er í dag. Sýkla- lyfjaónæmi er meiriháttar ógn við almannaheill. Eða, eins og Alþjóða- heilbrigðismálastofnunin orðar það: „Þessi ógn er ekki lengur spá, hún er til staðar, í öllum heimshornum og getur haft áhrif á hvern sem er, á hvaða aldri sem er, í hvaða landi sem er.“ „Við misstum okkur í gleðinni, það leikur ekki nokkur vafi á því,“ segir Magnús Gottfreðsson, sér- fræðingur í smitsjúkdómum. „Sama hvert við lítum þá hefur notkun sýklalyfja verið hömlulaus og óhóf- leg og nánast án eftirlits. Það er fyrst núna sem menn eru að vakna upp við vondan draum.“ Veröld án sýklalyfja Uppgötvanir sem gjörbylta samfé- lagi okkar eiga það til að hverfa í bakgrunninn. Þær verða sjálfsagð- ar. Þegar þessir sjálfsögðu hlut- ir eru síðan teknir út úr jöfnunni gengur dæmið ekki upp. Í veröld án sýklalyfja fer almenn heilbrigðis- þjónusta úr skorðum. Lyfjameðferð vegna krabbameins er nær óhugs- andi þar sem fjöldi hvítkorna hryn- ur í blóði krabbameinssjúklinga með tilheyrandi hættu á sýkingu. Hætta á blóðsýkingu hjá þeim sem þurfa á himnuskiljun að halda verð- ur óásættanleg. Í raun verður erf- itt að opna líkama sjúklings án þess að horfast í augu við mikla hættu á sýkingu. Sótthreinsun, hrein her- bergi og sóttkví koma aðeins í veg fyrir sýkingu frá umheiminum. Fyrir hverja frumu í líkamanum eru 10 örverur. Þær eru trilljón tals- ins. Það er því töluverð hætta á að bakteríur á húðinni rati fyrir slysni ofan í líkamann þegar hann er opn- aður. Við erum sjálfum okkur verst. Jafnframt mun töluverð hætta stafa af hversdagslegum slysum. Albert okkar er ágætt dæmi um það. Þar sem hin minnsta skráma getur valdið alvarlegum veikindum. Þá munu hefðbundnar pestir verða erfiðar viðureignar. Þegar heimilis- læknirinn þinn ávísar sýklalyfjum vegna streptókokka þá er það ekki gert svo að þú verðir betri í hálsin- um. Sýkingin getur nefnilega leitt til þess að ónæmiskerfið ráðist á hjartalokur og eykur líkur á hjarta- vanda í framtíðinni. „Þetta er kannski hinn stóri harmleikur sögunnar,“ segir Magn- ús. „Að menn hafa verið að nota sýklalyf þegar það á engan veg- inn við. Af því hlýst bæði kostnað- ur fyrir sjúklinginn og ónæmi sem allir í kringum hann verða fyrir barðinu á fyrr eða síðar.“ Ónæmi á Íslandi Í nýrri skýrslu frá Embætti land- læknis um sýklalyfjanotkun kemur fram að notkun þeirra hefur minnkað frá 2012. Þá hefur sýkla- lyfjanotkun í dýrum einnig minnk- að en sérstakar áhyggjur vekur vaxandi ónæmi iðrabaktería hjá mönnum fyrir breiðvirkum sýkla- lyfjum en það eru vetnissprengj- ur fúkkalyfjanna. Þær drepa allt. Ónæmi ætti „að vera hvatning innan heilbrigðiskerfisins til skyn- samlegrar sýklalyfjanotkunar hér á landi“ segir í samantektinni. Þórólfur Guðnason, settur sótt- varnalæknir, segir Íslendinga standa sig nokkuð vel í alþjóðleg- um samanburði. Hann ítrekar að ónæmar bakteríur og þær bakterí- ur sem valda alvarlegum sýking- um fara ekki alltaf saman. „Það er ekki endilega samsvarandi aukn- ing,“ segir Þórólfur. „Við erum þegar farin að sjá áhrifin af þessu í samfélaginu og maður hefur engar aðrar forsendur en að halda að þetta muni aukast.“ Sýkingavarnir hafa verið efldar á Landspítalanum að sögn Magn- úsar. Þær voru lengi afgangsstærð. Hönnun spítalans er hluti vandans. „Margra manna stofur, klósett sem nýtt eru af kannski tíu einstakling- um. Hvernig er hægt að stunda nútíma læknisfræði á deildum sem hannaðar voru á fjórða ára- tugnum?“ Hann bendir jafnframt á að í yfirgnæfandi hluta tilfella á notk- un sýklalyfja sér stað utan spítal- ans. „Sennilega 90% af allri notk- un þeirra á sér stað utan manna. Sýklalyf á spítölum eru kannski í kringum 1% af allri notkun.“ Þórólfur og Magnús eru sam- mála um að þörf sé á aðhaldi í notkun lyfjanna en um leið er þörf á nýjum lyfjum. Þrír áratugir eru síðan nýtt lyf kom á markað. Þróun þeirra er kostnaðarsöm og tímafrek en alls ekki ógerningur. Lyfjafyrirtækin þurfa annars vegar að takast á við stuttan notk- unartíma sýklalyfja og hins vegar það að einkaleyfi falla úr gildi eftir ákveðinn tíma. „Þá kemur upp þessi sérkennilega þversögn. Er það þá hagur lyfjafyrirtækja að hvetja lækna og aðra til að nota þessi lyf óhóflega og þar með eyði- leggja þau?“ spyr Magnús. „Ég er bjartsýnismaður að eðlis- fari. Nýjar aðferðir í lyfjaþróun munu fyrr eða síðar leiða til nýrra lyfja. Útbreiðsla ónæmra sýkla bendir til að þeir muni halda áfram að breiðast út. Víglínan hefur færst aftur undanfarin ár,“ segir Magnús að lokum. Öld ónæmis blasir við okkur Eftir sex áratugi af hömlulausri notkun á sýklalyfjum blasir breyttur heimur læknavísinda við. Við hundsuðum varnaðarorð Alexanders Fleming, mannsins sem uppgötvaði töfralyfið, og verðum nú að horfast í augu við óljósa og sýkta framtíð. ÓNÆMI Sýklalyf eru forsenda heilbrigðisþjónustu eins og við þekkjum hana í dag. MYND/GETTY Við erum þegar farin að sjá áhrifin af þessu í samfé- laginu og maður hefur engar aðrar forsendur en að halda að þetta muni aukast. Þórólfur Guðnason, settur sóttvarnalæknir. Við misstum okkur í gleðinni, það leikur ekki nokkur vafi á því. Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum. 1 4 -0 8 -2 0 1 5 2 1 :3 3 F B 1 2 0 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 C 8 -B B 9 0 1 5 C 8 -B A 5 4 1 5 C 8 -B 9 1 8 1 5 C 8 -B 7 D C 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 1 2 0 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.