Fréttablaðið - 15.08.2015, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 15.08.2015, Blaðsíða 56
| ATVINNA | Sérfræðingur í gagnasöfnun Hagstofa Íslands óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa í gagnasöfnunardeild. Deildin hefur umsjón með gagnasöfnun og framkvæmir úrtaksrannsóknir á vegum Hagstofunnar. Starfið felur í sér sérhæfð tæknileg verkefni við undirbúning, framkvæmd og frumúrvinnslu gagna vegna úrtaksrannsókna sem og innsöfnun gagna frá fyrirtækjum og stofnunum. Jafnframt kallar starfið á teymisvinnu við hönnun, innleiðingu og spurningalistagerð vegna nýrra gagnasafnana í samræmi við viðurkenndar aðferðir og verklagsreglur í hagskýrslugerð. Hæfniskröfur Háskólapróf sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er kostur Reynsla af vinnu og forritun í gagnagrunnum (svo sem SQL) er nauðsynleg Góð þekking á tölfræðihugbúnaði (svo sem R, SPSS, STATA) er æskileg Reynsla af gagnasöfnun er kostur Góð ritfærni á íslensku og ensku Góð samstarfs- og samskiptahæfni Frumkvæði, sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð Hagstofa Íslands er mið stöð opinberrar hagskýrslugerðar á Íslandi. Hlutverk hennar er að vinna hlutlægar hag- skýrslur, hafa forystu um sam hæfingu hagtalna, stunda rannsóknir og stuðla þannig að upplýstri umræðu og faglegum ákvörðun um. Umsóknarfrestur er til og með 10. ágúst 2015. Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru samkvæmt kjara samningi fjármálaráðuneytis og hlut aðeigandi stéttar félags. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknar frestur rennur út. Póstáritun Hagstofa Íslands, starfsumsókn, Borgartúni 21a, 105 Reykjavík Netfang starfsumsokn@hagstofa.is Upplýsingar Ólafur Arnar Þórðarson [olafur.thordarson@hagstofa.is] Borgartúni 21a · 105 Reykjavík Sími: 528 1000 · Bréfasími: 528 1099 www.hagstofa.is Hagstofa Íslands óskar eftir að ráða metnaðarfullan og áhugasaman starfsmann Gagnagrunnssérfræði gur Hagstofa Íslands leitar að gagnagrunnssérfræðingi til að reka og þróa upplýsingakerfi stofnunar- innar. Unnið er í Microsoft SQL Server og TSQL umhverfi að SSIS lausnum og uppbyggingu á gagnavöruhúsum. Mikilvægt er að viðkomandi hafi áhuga á að vinna í hóp og eigi auðvelt með að starfa með öðrum. Við leggjum áherslu á að viðkomandi ástundi öguð vinnubrögð og hafi lifandi áhuga á að þróa ferla og upplýsingakerfi Hagstofu Íslands. Hæfniskröfur • Há ólapróf sem nýtist í starfi er mikill kostur. • Reynsla af rekstri gagnagrunnskerfa. • Rey sla af hönnun og forritun gagnagrunna. • Þekking á Microsoft SQL Server og TSQL. • Þekking á vöruhúsi gagna og tengdri aðferðafræði er æskileg. • Þekking á SSIS eða sambærilegum tólum er æskileg. • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð. • Góðir samskiptahæfileikar. • Reynsla af teymisvinnu er kostur. Umsóknarfrestur er til og með 24. ágúst 2015 Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Laun eru skv. kjarasamningi fjármálaráðuneytisins og hlutaðeigandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þe ar ákvörðun hefur verið tekin. Póstáritun Hagstofa Íslands, starfsumsókn, Borgartún 21a, 150 Reykjavík. Netfang starfsumsokn@hagstofa.is Upplýsingar Helga Hauksdóttir og Snorri Henrysson í síma 5281000. Nánari upplýsingar má finna á www.hagstofa.is Hefur þú áhuga á heilsueflandi skólastarfi? Laus störf í leikskólum hjá Skólum ehf. Allir leikskólar Skóla ehf. starfa eftir Heilsustefnunni og leggja ríka áherslu á heilsueflingu, jákvæðan skólabrag og öflugt lærdómssam- félag þar sem samvinna og gleði ríkir. Við leitum að samstarfsfólki sem: o Er tilbúið til að tileinka sér starfsaðferðir og hugmyndafræði leikskólans o Hefur áhuga á heilsueflingu, umhverfismennt og uppbyggjandi samskiptum o Er tilbúið til að taka þátt í öflugri starfsþróun o Er stundvíst, samviskusamt og leggur sig fram um að velja sér jákvæð viðhorf í dagsins önn. Skólarnir fylgja sameiginlegum matseðli í takti við Næringarstefnu Skóla ehf. en hlaut það verkefni tilnefningu til Orðsporsins 2014. Launakjör eru skv. sérsamningi. Umsóknarfrestur er til 1. september 2015 Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja um! Heilsuleikskólinn Kór, Kópavogi Auglýsir eftir: • Deildarstjóra í fullt starf • Þroskaþjálfa og/eða uppeldismenntuðum starfsmanni sem getur tekið að sér stuðning • Leikskólakennara og/eða uppeldismenntuðum starfsmanni Heilsuleikskólinn Kór er sex deilda leikskóli með um 120 börn. Nánari upplýsingar veitir Bjarney K. Hlöðversdóttir skólastjóri, sími 570-4940. Rafrænar umsóknir er hægt að leggja inn á http://skolar.is/Starf/ Heimasíða: www.skolar.is Heilsuleikskólar Skóla ehf. eru: Hamravellir í Hafnarfirði, Háaleiti á Ásbrú í Reykjanesbæ, Kór í Kópavogi, Krókur í Grindavík og Ungbarnaleikskólinn Ársól í Reykjavík. Óskar eftir öflugum og áreiðanlegum verkstjóra, fyrir eina af framleiðsludeildum fyrirtækisins. Æskilegt að viðkomandi sé matvælamenntaður en þó ekki nauðsyn. Upplýsingar og ferilskrá sendist á sigurdur@ora.is. Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál Vaka hf. óskar eftir starfsmanni á hjólbarðaverkstæði. Hæfniskröfur: • Gott viðmót og áhugi á að bæta sig í starfi • Vinnuvélaréttindi kostur • Stundvísi og snyrtimennska • Góð mannleg samskipti • Þjónustulund • Öguð vinnubrögð Áhugasamir sendi starfsumsókn ásamt ferilskrá á starf@vakahf.is, fyrir 31.ágúst 2015, merkt: Dekk A.t.h. eldri umsóknir óskast endurnýjaðar A u s t u r h r a u n 3 I B a n k a s t r æ t i 7 I K r i n g l a n I S m á r a l i n d ~ W W W . C I N T A M A N I . I S HEFUR ÞÚ BRENNANDI ÁHUGA Á ÚTIVIST? Cintamani óskar eftir að ráða hressa og þjónustulundaða einstaklinga í verslanir fyrirtækisins. Ef þú hefur áhuga á að starfa í skemmtilegu og lifandi starfsumhverfi, sendu okkur þá umsókn á netfangið: atvinna@cintamani.is ~ Viðkomandi þarf að vera orðinn 20 ára. Lyfjastofnun er ríkisstofnun og heyrir undir heilbrigðisráðherra. Helsta hlutverk stofnunarinnar er útgáfa markaðsleyfa fyrir lyf á Íslandi í samvinnu við lyfjayfirvöld á Evrópska efnahagssvæðinu, hafa eftirlit með lyfjafyrirtækjum og heilbrigðisstofnunum á Íslandi, meta gæði og öryggi lyfja og tryggja faglega upplýsingagjöf um lyf til heilbrigðisstarfsfólks og neytenda. Ennfremur hefur stofnunin eftirlit með lækningatækjum á Íslandi. Hjá Lyfjastofnun starfa 55 starfsmenn í um 51 stöðugildi og mælist ánægja starfsfólks há. Lyfjastofnun leggur áherslu á gott vinnuumhverfi, starfsþróun og framfylgir stefnu um samræmingu fjölskyldulífs og vinnu. Mannauðs- og verkefnastjóri Hlutverk mannauðs- og verkefnastjóra er að móta stefnu í mannauðsmálum stofnunarinnar í samráði við framkvæmdaráð og fylgja eftir faglegri framkvæmd hennar auk verkefnastýringar þvert á svið stofnunarinnar. Starfið heyrir undir forstjóra. Frekari upplýsingar um starfið veitir Helga Jóhanna Oddsdóttir, mannauðsráðgjafi á netfanginu helga.johanna.oddsdottir@lyfjastofnun.is Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Upplýsingar um Lyfjastofnun má finna á vefsíðu stofnunarinnar www.lyfjastofnun.is. Umsóknir um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknir berist í tölvupósti á netfangið atvinna@lyfjastofnun.is Umsóknarfrestur er til og með 31. ágúst nk. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Starfssvið: • Fræðslu- og starfsþróunarmál • Launamál og stofnanasamningar • Stefnumótun, innleiðing og eftirfylgni starfsmannastefnu í samvinnu við framkvæmdaráð • Ráðgjöf til stjórnenda í starfsmannatengdum málum • Ráðningar, ráðningaferli og móttaka nýliða • Umsjón með starfsmannasamtölum og frammistöðumati • Verkefnastýring og ýmis verkefni sem forstjóri felur Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólapróf sem nýtist í starfi • Þekking og reynsla á sviði mannauðsstjórnunar • Þekking og reynsla á sviði verkefnastjórnunar • Reynsla á sviðið opinberrar stjórnsýslu er kostur • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum • Leiðtogahæfni og geta til að hvetja aðra til árangurs • Vilji til ákvarðanatöku, frumkvæði og kraftur til þess að hrinda hlutum í framkvæmd • Hæfni til tjáningar í ræðu og riti. 15. ágúst 2015 LAUGARDAGUR10 1 4 -0 8 -2 0 1 5 2 1 :3 3 F B 1 2 0 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 C 8 -D 4 4 0 1 5 C 8 -D 3 0 4 1 5 C 8 -D 1 C 8 1 5 C 8 -D 0 8 C 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 1 2 0 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.