Fréttablaðið - 15.08.2015, Blaðsíða 2
15. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR |
Ef pen-
ingurinn
kemur ekki
fljótt þá
þurfum við að
loka skól-
anum.
Gunnar Guðbjörnsson,
skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz.
2
Ásdís Hrönn Viðarsdóttir,
hefur ítrekað þurft að þola
ofsóknir af hendi Erlends
Eysteinssonar. Lögreglan á
Akureyri hefur viðurkennt
klúður í málinu.
Gerir heimildarmynd
um íslenska tónlist
Leandro Cerro,
argentínskur
kvikmyndagerðar-
maður, gerir
heimildarmynd
um íslenska tónlist.
Hann dreymir um að
koma heimildar-
myndinni á kvik-
myndahátíðir
um allan heim.
KÚBA Sendiráð Bandaríkjanna í Havana, höfuðborg Kúbu, var opnað í
gær eftir 54 ára lokun. Fáninn var dreginn að húni við hátíðlega athöfn
sem John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var viðstaddur.
Sendiráð Kúbumanna í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, var
opnað í síðasta mánuði. Löndin slitu stjórnmálasambandi í janúar árið
1961 í kjölfar byltingar Fídels Kastró. Að sögn Kerrys verður næsta
skref í bættum samskiptum ríkjanna að komast að samkomulagi um
afnám viðskiptabanns Bandaríkjanna á Kúbu. - þea
Fáni Bandaríkjanna var dreginn að húni í höfuðborg Kúbu:
Sendiráð opnað eftir 54 ára lokun
HÁTÍÐ Bandarískir landgönguliðar drógu fána landsins að húni í gær við opnun
sendiráðs Bandaríkjanna á Kúbu. NORDICPHOTOS/AFP
STJÓRNSÝSLA Kirkjuþing þjóð-
kirkjunnar hafnaði í gær tillögu
Ólafar Nordal innanríkisráðherra
sem fór fram á afslátt af kirkju-
jarðasamkomulaginu. Samkomu-
lagið felur í sér afhendingu kirkju-
jarða til ríkisins gegn því að ríkið
greiði laun 138 presta.
Samkvæmt kirkjunni greiðir
ríkið laun 107 presta í dag. „Þjóð-
kirkjan […] getur ekki lengur sinnt
skyldum sínum eða haldið uppi
eðlilegri þjónustu með samdrætti,
niðurskurði og eignasölu,“ segir í
yfirlýsingu kirkjunnar. - þea
Hafna tillögu Ólafar Nordal:
Kirkjan veitir
ríki ekki afslátt
DÓMSMÁL Isavia ætlar að höfða
mál gegn úrskurðarnefnd upp-
lýsingamála vegna misræmis
úrskurða í málum Gleraugnamið-
stöðvarinnar og Kaffitárs gegn
Isavia. Fyrirtækin vildu fá gögn
um forval um aðstöðu í Leifsstöð.
Nefndin ákvað að Isavia bæri
að afhenda fyrirtækjunum gögn-
in en í máli Gleraugnamiðstöðv-
arinnar voru gögn sem innihéldu
viðkvæmar fjármálaupplýsingar
undanskilin. Gögn af sama toga
þurfti að afhenda Kaffitári og er
Isavia ósátt við úrskurðinn. - þea
Ósátt við misræmi úrskurða:
Isavia unir ekki
úrskurðinum
FRÉTTIR
Hæg suðlæg eða breytileg átt og víða skúrir á
morgun, en bjart með köflum norðaustan til. Hiti
9 til 17 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
VEÐUR
SJÁ SÍÐU 52
FIMM Í FRÉTTUM AMNESTY INTERNATIONAL OG ÁLVERÐGLEÐIFRÉTTIN
SAMFÉLAG „Ef það verður ekkert
gert í málunum þá er vandséð
hvernig tónlistarskólar í Reykja-
vík geti haldið áfram starfsemi
sinni,“ segir Þórunn Guðmunds-
dóttir, stjórnarmaður Samtaka
tónlistarskóla í Reykjavík.
Tónlistarskólinn í Reykjavík,
Tónlistarskóli FÍH, Söngskólinn
í Reykjavík og Söngskóli Sigurð-
ar Demetz eru í þeirri alvarlegu
stöðu að geta ekki fjármagnað
starfsemi sína.
Sumarið 2011 var gert sam-
komulag milli ríkis og sveitar-
félaga um nokkuð hundruð millj-
óna króna fjárframlag ríkis sjóðs
til tónlistarmenntunar á fram-
haldsstigi. „Fjárhæðin átti að
ganga upp í kennslukostnað allra
framhaldsstigsnemenda á land-
inu. Fjöldi nemenda hefur þó
aukist og ekki var tekið tillit til
launahækkana í kjarasamning-
um. Töluvert vantar því upp á að
fjárhæðin dugi,“ segir Þórunn og
bætir við að uppsafnaður vandi
sé orðinn mikill.
Ágreiningur er nú uppi um
hverjum beri að greiða það sem
upp á vantar.
Að sögn Þórunnar túlkar ríkið
samkomulagið þannig að sveitar-
félögum beri að brúa bilið, enda
beri þau ábyrgð samkvæmt
lögum. Borgin telji hins vegar
að samkomulagið aflétti ábyrgð
hennar á framhaldsstiginu og
neitar að borga.
Síðastliðið vor sátu fulltrúar
Samtaka tónlistarskóla í Reykja-
vík fund með Reykjavíkurborg
og menntamálaráðuneytinu.
Allir voru sammála um að staða
tónlistarskólanna væri óásættan-
leg. „Í vor virtust góðar líkur á
að það yrði lagt fram aukið fé
til að tryggja rekstur skólanna.
Ekkert virðist þó hafa gerst í
sumar. Nú er algjör óvissa um
hvort skólarnir fái framlög og
hvað gerist,“ segir Þórunn.
Skólastjórnendur í Reykjavík
eru sannfærðir um að lög kveði
á um ábyrgð sveitarfélaga á
rekstri tónlistarskóla. „Þótt ríkið
hafi tekið þá ákvörðun að styðja
við nám lengra kominna nem-
enda breytir það engu um þessa
ábyrgð,“ segir Þórunn.
Tónlistarskólinn í Reykjavík
hefur nú stefnt borginni fyrir
vangoldin kennslulaun.
„Við erum bara í algjörum
vandræðum,“ segir Gunnar Guð-
björnsson, skólastjóri Söngskóla
Sigurðar Demetz, og bætir við að
ástandið sé bagalegt. „Ef pening-
urinn kemur ekki fljótt þá þurf-
um við að loka skólanum,“ segir
Gunnar. nadine@frettabladid.is
Tónlistarskólarnir í
borginni illa staddir
Tónlistarskólar í Reykjavík geta ekki fjármagnað starfsemi sína. Óljóst er hvort
skólarnir geta starfað áfram. Sveitarfélög bera ábyrgð á rekstri tónlistarskóla.
Tónlistarskólinn í Reykjavík hefur stefnt borginni fyrir vangoldin kennslulaun.
DÖKKT ÚTLIT Þórunn segir að tónlistarskólinn í Reykjavík, Tónlistarskóli FÍH, Söng-
skólinn í Reykjavík og Söngskóli Sigurðar Demetz geti ekki fjármagnað starfsemi
sína. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Hörður Helgi Helgason,
formaður Íslandsdeildar
Amnesty International,
segir umræðuna um
tillögu samtakanna um
afglæpavæðingu vændis
hér á landi hafa verið lítt upplýsta og
aðstæður Íslandsdeildarinnar því verið
erfiðar, þar sem tillagan var svo samþykkt.
Hörður Arnarson, for-
stjóri Landsvirkjunar, segir
álverð undanfarið hafa
lækkað meira en flestir
áttu von á. Það hafi áhrif á
afkomu Landsvirkjunar.
Guðmundur Ingi
Þóroddsson, formaður
Afstöðu, félags fanga,
segir mikilvægt að gera
föngum á Norðurlandi
kleift að ljúka afplánun
dóma utan veggja fangelsis. Dæmi eru
um að fangar á Akureyri hafni því að
ljúka afplánun utan fangelsis.
➜ Óttari Guðmundssyni
geðlækni kom það ekki á óvart
að ný rannsókn bendi til þess að
Omega-3 fitusýra geti komið í
veg fyrir geðrof og
hægt á þróun geð-
sjúkdóma. Óttar
segist lengi hafa
trúað á undramátt
Omega-3.
Tilboðsverð frá 69.900 kr.
Á mann m.v. 2 í herbergi með hálfu fæði
á Melia Benidorm ****
Flugsæti til Alicante frá 19.900 kr. aðra leið.
Benidorm
Löng helgi 21. - 25.ágúst
VITA - Skógarhlíð 12 - Sími 570 4444
DÓMSMÁL „[R]eynt hefur verið án
árangurs síðastliðnar tvær vikur
að birta stefnu í hópmálsókn á
hendur Björgólfi Thor fyrir Björg-
ólfi hér á landi,“ segir í bréfi sem
stjórn málsóknarfélagsins gegn
Björgólfi Thor Björgólfssyni sendi
á félagsmenn í gær.
Félagar saka Björgólf um að
hafa komið í veg fyrir að hluthafar
fengju upplýsingar um lánveiting-
ar tengdar honum og að hafa brot-
ið gegn reglum um yfirtökuskyldu.
Fréttastofa DV greindi frá mál-
inu á fimmtudag og staðfestir
stjórn félagsins þá frétt í bréfinu.
Þá segir einnig í bréfinu að reynt
hafi verið að fá lögmann Björg-
ólfs, Reimar Pétursson, til að árita
stefnuna. „Reimar hafnaði því sem
verður að teljast mjög óvanalegt,“
segir í bréfinu.
„Ég tjái mig ekki um mál sem ég
er að reka,“ segir
Reimar í samtali
við Fréttablaðið.
Hann segist hafa
verið úti á landi
og hafa því ekki
heyrt fréttir af
málinu.
Ef ekki tekst
að birta Björg-
ólfi stefnuna
verður hún birt í
Lögbirtingablaðinu í haust og málið
svo þingfest í lok október fyrir Hér-
aðsdómi Reykjavíkur.
„Vissulega yrði það til hægðar-
auka ef Björgólfur Thor gæfi sig
fram eða ef lögmaður hans sam-
þykkti að árita stefnuna en að
öðrum kosti verður stefnan birt
fyrir Björgólfi í Bretlandi eða í
Lögbirtingablaðinu.“
- þea
Stjórn málsóknarfélags sendi bréf um erfiðleika við að birta Björgólfi stefnu:
Vilja ekki taka við stefnunni
BJÖRGÓLFUR
THOR BJÖRG-
ÓLFSSON
Ég tjái mig ekki um
mál sem ég er að reka.
Reimar Pétursson,
lögmaður Björgólfs Thors.
1
4
-0
8
-2
0
1
5
2
1
:3
3
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
C
8
-4
5
1
0
1
5
C
8
-4
3
D
4
1
5
C
8
-4
2
9
8
1
5
C
8
-4
1
5
C
2
8
0
X
4
0
0
1
B
F
B
1
2
0
s
C
M
Y
K