Fréttablaðið - 15.08.2015, Blaðsíða 20
15. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 20
Liggurðu á skoðunum þínum? Það er algjör óþarfi .
Sendu greinina þína á greinar@visir.is
og við komum henni á framfæri hið snarasta.
Það er mat þeirra sem
til þekkja að innflutn-
ingstollar hækki verð á
nauta-, svína- og kjúk-
lingakjöti á bilinu 40%
til 90%. Háir tollar veita
innlendum framleiðend-
um skjól gagnvart inn-
flutningi. Mjög mismun-
andi er hvernig skjólið
nýtist einstökum fram-
leiðslugreinum kjötvarn-
ings.
Efnahags- og framfarastofn-
unin (OECD) í París safnar
saman og birtir upplýsingar
um áhrif stjórnvaldsaðgerða
á markaðsverð landbúnaðar-
varnings. Áhrif tolla á afkomu
íslenskra bænda eru fundin
með því að bera saman skila-
verð til þeirra annars vegar og
erlendra kollega hins vegar. Við
skilaverðið til erlendra bænda
er bætt flutningskostnaði til
Íslands. Með þessum hætti fæst
mat á hversu mikil áhrif tollarn-
ir hafa á skilaverð til íslenskra
bænda. Árið 2014 var staðan
gagnvart Íslandi eins og lýst er í
meðfylgjandi töflu.
Virk tollvernd ótrúlega mikil
Virk tollvernd er lítil eða engin
þegar litið er til hefðbund-
innar kjötframleiðslu. Afnám
tolla á kjötafurðir myndi litlu
breyta hvað varðar skilaverð
til íslenskra bænda á þessum
afurðum. Virk tollvernd er hins
vegar ótrúlega mikil þegar litið
er til hvíta kjötsins, kjúklinga-
og svínakjöts. Samkvæmt tölum
OECD nam umframkostnaður
íslenskra neytenda vegna ofur-
tolla á kjúklinga- og svínakjöti
3,6 milljörðum króna árið 2014.
Ofurtollar á kjöti eru gjarn-
an rökstuddir með tilvísan til
stuðnings við búsetu í dreifð-
um byggðum landsins. Því
hefði að óreyndu mátt ætla að
tollar hefðu mest áhrif á verð á
lambakjöti og því næst á verð
á nautakjöti. Megnið af fram-
leiðslu svína- og kjúklingakjöts
fer fram í póstnúmerum í ágætri
nálægð við póstnúmer 101 og er
ekki ýkja mannaflafrek. Hvort
framleitt er tonninu meira eða
minna af hvítu kjöti á Íslandi
hefur hverfandi, ef nokkur,
áhrif á búsetu í dreifðum byggð-
um landsins.
Er á valdi Alþingis
Ofurtollar á kjötvöru skila sér
augljóslega ekki með skilvirk-
um hætti sem stuðningur við
dreifðar byggðir. Það er í valdi
Alþingis og ríkisstjórnar að
breyta lögum og reglum um tolla
á innfluttri kjötvöru. Það stend-
ur því upp á þessa aðila að svara
því hvort þeir vilji áfram stuðla
að því að þvinga neytendur til að
greiða 3,6 milljarða í yfirverð
fyrir kjúklinga og svínakjöt.
Hverjir græða á
ofur tollum á kjöti
Kjöt Skilaverð Skilaverð til Mismunur/virk Tollverndar-
til bænda erlendra bænda* tollvernd hlutfall
Nautakjöt 599,26 kr/kg 528,41 kr/kg 70,85 kr/kg 12%
Svínakjöt 394,26 kr/kg 240,72 kr/kg 153,54 kr/kg 39%
Kjúklingakjöt 435,00 kr/kg 113,99 kr/kg 321,01 kr/kg 74%
Lambakjöt 574,08 kr/kg 574,08 kr/kg 0,00 kr/kg 0,00 kr/kg 0%
*að viðbættum flutningskostnaði til Íslands, án tolla.
Heimild: OECD, PSE-Database, eigin útreikningar
➜ Áhrif tolla á verð til bænda
TOLLAR
Þórólfur
Matthíasson
prófessor
➜ Það stendur því
upp á þessa aðila að
svara því hvort þeir
vilji áfram stuðla að
því að þvinga neyt-
endur til að greiða 3,6
milljarða í yfi rverð
fyrir kjúklinga og
svínakjöt.
Á þessu ári eru 160 ár liðin
frá því Íslendingar fengu
heimild til að versla við
menn af öðru þjóðerni en
dönsku. Verslunarfrelsið
er án efa stærsta fram-
faraspor Íslandssögunn-
ar, sem engin þjóð á meira
undir og því hljótum við
að harma nýar hindranir
á viðskiptum við Rússa,
gamla vinaþjóð sem alltaf
hefur reynst Íslendingum
vel þegar mest hefur á reynt.
Árið 1901 gerðu Danir sam-
komulag við Breta um að þeir
síðarnefndu keyptu beikon af
Dönum og fengu að launum að
veiða í fjörðum og flóum Íslands
allt að þremur sjómílum frá
strandlengju í 50 ár og skyldi
samningi þessum sagt upp með
tveggja ára fyrirvara. Með því að
íslenska þjóðin tók sér lýðveldis-
rétt í allsherjaratkvæðagreiðslu
árið 1944 var rudd leið til þess að
segja upp samningnum svo strax
farið að vinna að því. „Flesksölu-
samningnum“ danska var formlega
sagt upp af Íslands hálfu 1949.
Frá lýðveldistökunni árið 1944
hafa Íslendingar fjórum sinn-
um fært út fiskveiðilögsöguna. Í
fyrsta skipti 15. maí 1952 og reru
smábátar með íslenska fánann
við hún. Landhelgin hafði
verið færð út í fjórar sjó-
mílur frá grunnlínupunkt-
um sem þýddi að flóum og
fjörðum var lokað fyrir
erlendum fiskiskipum.
Bretar brugðust við
þessu með viðskiptahindr-
unum, sem þeir reyndu
að fá önnur Evrópuríki
til að taka þátt í og settu
löndunar bann á íslensk
skip sem stóð frá 1952-
1956. Í byrjun reyndist Íslend-
ingum þetta erfitt en þá voru það
Rússar, eða réttara sagt gömlu
Ráðstjórnarríkin, sem réttu Íslend-
ingum hjálparhönd með stóraukn-
um fiskkaupum. Í kjölfarið var
svokallaður vöruskiptasamningur
undirritaður 1. ágúst 1953. Tryggð
var sala á öllum íslenskum fiski
ásamt stórfelldri uppbyggingu á
frystihúsum og fiskiðjuverum um
land allt, sem margfaldaði afurða-
verðið. Með þessum samningum
var jafnframt lagður grunnur að
málningar-, niðursuðu- og skinna-
iðnaði svo eitthvað sé nefnt.
Ólíkt núverandi ESB-ríkjum
hafa Rússar aldrei beitt Íslendinga
viðskiptaþvingunum, þvert á móti
losuðu þeir takið og komu okkur til
bjargar þegar mest á reyndi.
Evrópusambandið hótaði Íslandi
viðskiptaþvingunum í tengslum við
makrílveiðar árið 2011. Ef Ísland
færi nú að ýtrustu óskum sam-
bandsins og fórnaði áratugalöng-
um og farsælum viðskiptum við
Rússa, kæmist Ísland í enn verri
stöðu ef slíkar hótanir verða aftur
settar fram.
Þegar Ísland gerðist aðili að
Sameinuðu þjóðunum var það gert
að skilyrði að Ísland þyrfti ekki
að lýsa yfir stríði á hendur Þjóð-
verjum og Japönum. Íslendingar,
sem eru herlaus þjóð, eru í góðu
færi til að leita sátta í stað þess að
bera sprek á eldinn, ekki síst í ljósi
þess að Ísland á að baki langvinna
vináttu við Rússa sem hafa stutt
Íslendinga í öllum þorskastríðum,
auk þess sem við erum ekki í Evr-
ópusambandinu.
Höfundur var stýrimaður hjá Land-
helgisgæslunni í þorskastríðinu.
Brot úr sögu þjóðar
Hornfirðingur-
inn Sigurpáll
Ingibergsson
hefur það fyrir
sið að taka mynd
í hvert sinn sem
hann á leið fram
hjá Hólárjökli.
Sigurpáll sendi
loftslagsátakinu
#MittFramlag
þessa samsettu
mynd og eru
myndirnar tekn-
ar með tíu ára
millibili. Engum leynist breyting-
in sem hefur orðið á einum áratug.
„Það sést glöggt að jökultungan
hefur styst og jökullinn þynnst,“
segir Sigurpáll og bætir við: „Ég
spái því að jökultungan verði horf-
in innan fjögurra ára. Hlutirnir
gerast svo hratt.“
Hólárjökull er skriðjökull úr
Vatnajökli, stærsta jökli Íslands
og Evrópu. Hann mun láta mikið á
sjá vegna hlýnunar jarðar á næstu
tveimur öldum og munu skriðjökl-
arnir sunnan í jöklinum (Breiða-
merkurjökull og Skeiðarárjökull)
eyðast fyrst.
Langjökull, næststærsti jökull
Íslands, mun einfaldlega hverfa
innan hálfrar annarrar aldar og
við lok þessarar aldar verða 80%
jökulsins á bak og burt.
Síðasta kynslóð
sem getur gert eitthvað
Þeir sem fylgjast með erlendum
fréttum hafa vafalaust orðið þess
varir að Bandaríkjastjórn hefur
gripið til róttækra aðgerða til að
stemma stigu við loftslagsbreyt-
ingum.
„Við erum fyrsta kynslóðin sem
finnur fyrir áhrifum loftslags-
breytinga og sú síðasta sem getur
gert eitthvað í málinu,“ sagði Bar-
ack Obama, forseti Bandaríkj-
anna, þegar hann fylgdi aðgerð-
unum úr hlaði á dögunum.
Hins vegar er löngu kominn
tími til að loftslagsbreytingar séu
fluttar úr flokknum „erlendar
fréttir“ yfir í „innlendar fréttir“
jafnt á Íslandi sem annars staðar
og kannski ættu þessar kvíslar að
renna saman í farveginn „mann-
legar fréttir“.
Fyrir þá sem telja loftslags-
breytingar enn vera „erlendar
fréttir“ sem komi okkar álíka
mikið við og lagabreytingar um
flóðhestaveiðar í Langt-í-burtu-
istan, skal bent á að málsmetandi
útlendingar sækja til Íslands til
að sjá breytingarnar með eigin
augum.
Fyrir tveimur árum heimsótti
Ban Ki-moon, aðalframkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna, Ísland
og sagði á blaðamannafundi að eitt
markmið heimsóknarinnar væri
„að hann vildi sjá afleiðingar lofts-
lagsbreytinga af eigin raun og nota
vitnisburðinn til að efla pólitískan
vilja og sannfæra fólk um hversu
brýnn vandi loftslagsbreytingar
væru“.
Tusku-makríll í stað lundans?
Við þurfum samt ekki að hafa orð
útlendinga fyrir því að loftslags-
breytingar séu að gerast, hér og
nú. Vestmannaeyingar horfa for-
viða á tómt bjargið í einni stærstu
varpstöð lunda í heiminum. Sjór
hefur hlýnað við Ísland og makr-
íllinn sækir norður á bóginn og á
Íslandsmið landsmönnum til mik-
illar ánægju. En böggull fylgir
skammrifi því makríllinn leitar
í sama æti og lundinn, með þeim
afleiðingum að hann kemur ekki
upp afkvæmum sínum, pysjunum.
Sérfræðingar eru á einu máli
um að íslenskt efnahagslíf hafi náð
sér nokkuð vel eftir Hrunið meðal
annars þökk sé tveimur hvalrekum
í líki aukins ferðamannastraums
og tekna af nýkominni fisktegund:
makrílnum. Það er rífandi gangur
í sölu tuskulunda á Laugavegi og
Skólavörðustíg í Reykjavík, en ef
bjargið tæmist endanlega í Eyjum
verður lundinn álíka söluvænleg-
ur og geirfuglinn sálugi og fitja
verður upp á einhverju nýju. Ekki
veit ég hvort tuskumakríll seldist
eins og heitar lummur, en það væri
auk þess skammgóður vermir því
þegar loftslagið er annars vegar
virðist allt breytingum undirorp-
ið og ekkert vera endanlegt. Makr-
íllinn gæti horfið eins og hendi sé
veifað ef sjórinn kólnar á ný, þegar
bráðnunar Grænlandsjökuls fer að
gæta í auknum mæli í hafinu.
#MittFramlag
Sameinuðu þjóðirnar efna til enn
einnar loftslagsráðstefnu, þeirr-
ar tuttugustu og fyrstu í röðinni,
í París í desember og nú er talið
að tímamótasamkomulag kunni að
vera innan seilingar. Ljósmyndir
Sigurpáls af jöklinum hörfandi,
voru hans framlag til átaksins
og keppninnar #mittframlag sem
íslensk félagasamtök og stofnanir
með fulltingi Evrópusambandsins
og Sameinuðu þjóðanna, hafa efnt
til í aðdraganda Parísarfundarins.
Nú líður á seinni hlutann í
keppninni þar sem sigurvegari
fær Parísarferð að launum, en
þar er einfaldlega spurt: Hvert
er þitt framlag í dag til bættrar
umgengni við náttúruna og gegn
loftslagsbreytingum?
Og verkefnið er að taka mynd af
hverju því sem þér kann að detta í
hug og senda gegnum Twitter eða
Instagram með #mittframlag eða
deila á vefsíðu verkefnisins www.
mittframlag.is.
Loftslagsbreytingar eru ekki
bara í langt-í-burtu-istan
LOFTSLAGSMÁL
Árni Snævarr
upplýsingafulltrúi
hjá Sameinuðu
þjóðunum
Sigurpáll spáir því að Hólárjökull hverfi innan tíu ára
VERSLUN
Sigurður
Þórðarson
stýrimaður
➜ Ólíkt núverandi ESB-
ríkjum hafa Rússar aldrei
beitt Íslendinga viðskipta-
þvingunum, þvert á móti
losuðu þeir takið og komu
okkur til bjargar þegar mest
á reyndi.
➜ Langjökull, næststærsti
jökull Íslands, mun einfald-
lega hverfa innan hálfrar
annarrar aldar og við lok
þessarar aldar verða 80%
jökulsins á bak og burt.
atvinnuleikhópa
Umsóknarfrestur til 30. september
Styrkir til
1
4
-0
8
-2
0
1
5
2
1
:3
3
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
C
8
-6
2
B
0
1
5
C
8
-6
1
7
4
1
5
C
8
-6
0
3
8
1
5
C
8
-5
E
F
C
2
8
0
X
4
0
0
4
B
F
B
1
2
0
s
C
M
Y
K