Fréttablaðið - 15.08.2015, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 15. ágúst 2015 | FRÉTTIR | 17
NEYTENDUR Kalla þarf inn til við-
gerðar 79 Subaru Forester-bifreið-
ar og 78 Subaru XV Impreza af
árgerðum 2012 til 2014, að því er
fram kemur hjá Neytendastofu.
Ástæðan er sögð að rafkerfi
á stýristúpu að neðan gæti náð
að nuddast í hlíf og skammhlaup
orðið ef hlífðarkápa rafkerfis-
ins skemmist. „Ef þetta á sér stað
geta þurrkur, ljós og flauta dottið
út,“ segir á vef Neytendastofu. BL
hefur samband við bifreiðaeigend-
ur vegna innköllunarinnar.
- óká
Afstýra á skammhlaupi:
Kalla inn 178
Subaru-bíla
SJÁVARÚTVEGUR Afli íslenskra skipa
árið 2014 var 286 þúsund tonnum
minni en árið 2013 samkvæmt
nýbirtum tölum Hagstofu Íslands,
eða 1.077 þúsund tonn. „Aflaverð-
mæti nam rúmum 136 milljörðum
króna og dróst saman um 11 pró-
sent frá fyrra ári,“ segir í umfjöll-
uninni.
Fram kemur að stærsti hluti
aflans hafi verið verkaður á Austur-
landi, að megninu til uppsjávarafli
sem þar hafi verið landað. „Stærst-
ur hluti botnfiskaflans var unninn
á höfuðborgarsvæðinu, 19,1 prósent
og á Suðurnesjum, 13,4 prósent.“
Þá kemur fram að verðmæti
aukaafurða sem féllu til við vinnslu
fiskaflans hafi numið tæpum fimm
milljörðum króna 2013 og staðið
nokkurn veginn í stað á milli ára.
En verðmæti aukaafurða telst ekki
með inni í tölum um heildarafla-
verðmæti.
„Verðmætasta einstaka auka-
afurðin var þorsklifur að verðmæti
952 milljónir króna, en næst komu
grálúðuhausar að verðmæti 909
milljónir króna,“ segir í Hagtíðind-
um. - óká
Verðmætasta einstaka aukaafurðin í íslenskum sjávarútvegi er þorsklifur:
Mest var verkað á Austurlandi
TOGARI Aflaverðmæti dróst saman um
tæpa 17 milljarða milli 2013 og 2014.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
SVEITARSTJÓRNARMÁL Borgarráð
Reykjavíkur hefur samþykkt að
framlengja til ársloka 2018 með
óbreyttum skilmálum rekstrar-
samning borgarinnar við Leik-
félag Reykjavíkur.
Heildarframlag til starfsemi
og reksturs Borgarleikhússins
samkvæmt áætlun 2015 nemur
um 936 milljónum króna, sem
skiptast í rekstrarframlag upp
á 553 milljónir og styrk vegna
innri leigu og áhaldaleigu upp á
tæpar 384 milljónir króna.
- aí
Samið um leikhúsrekstur:
Framlengt til
loka árs 2018
Það er kraftur í þér. Gagnvirk orkusýning Landsvirkjunar
við Ljósafoss varpar ljósi á orkuna sem býr í öllum hlutum.
Ljósafossstöð er í um 45 mínútna akstursfjarlægð
frá Reykjavík. Verið velkomin.
Opið 10-17 alla daga.
Leiðarlýsingar á landsvirkjun.is/heimsoknir
1
4
-0
8
-2
0
1
5
2
1
:3
3
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
8
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
5
C
8
-4
A
0
0
1
5
C
8
-4
8
C
4
1
5
C
8
-4
7
8
8
1
5
C
8
-4
6
4
C
2
8
0
X
4
0
0
2
A
F
B
1
2
0
s
C
M
Y
K