Fréttablaðið - 15.08.2015, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 15.08.2015, Blaðsíða 28
Þarf að grípa orðið oftar Jóhanna viðurkennir að henn- ar helsti galli í starfinu sé að láta ekki heyra nógu mikið í sér, enda hafi hún lært í sínu póli- tíska uppeldi að maður biðji ekki um orðið hafi maður ekkert nýtt fram að færa. „Ég þurfti að venjast nýju fundarformi. Ég var vön hnit- miðuðum fundum hjá félagskerfi landbúnaðarins enda er fólk að skjóta inn fundum á milli mjalta- tíma og þarf að vera komið heim fyrir ákveðinn tíma. Þannig að reglan er að maður biður ekki um orðið til að endurtaka eitt- hvað sem annar er búinn að segja. Fyrst þegar ég kom inn á Alþingi gat ég orðið biluð á því að fólk væri að endurtaka sama hlutinn aftur og aftur. Það var svolítið erfitt fyrir mig að detta í þann gír. En ég er að læra þetta.“ Fékk þrefalt sjokk Jóhanna María hefur þó verið áberandi í umræðu um stað- göngumæðrun og ættleiðingar. Þar hefur hún látið til sín taka með löngum ræðum og fyrir- spurnum um málefnið. Henni finnst mikilvægt að mögu- leikinn á staðgöngumæðrun í velgjörðar skyni sé kannaður til hlítar en ekki að málið sé kæft í fæðingu vegna öfgafullra hug- mynda um það. Málið er henni hjartfólgið en hún er sjálf í þeim sporum að geta ekki gengið með barn með eðlilegum hætti. „Þegar ég var tvítug og tiltölu- lega nýbyrjuð í framboði missti ég fóstur án þess að hafa vitað að ég væri ólétt. Ég fékk í raun þrjár fréttir í einu. Að ég hafði verið ólétt, að ég hafði misst fóstrið og að ég myndi aldrei geta eignast barn án aðstoðar. Þannig að ég var í miklu sjokki og man varla eftir þessum tíma. Ég var í kosningabaráttu og reyndi að hafa nógu mikið að gera til að fá aldrei lausa stund til að setjast niður og hugsa um mitt ástand.“ Með ónýtt leg Jóhanna María mun aldrei geta gengið fulla meðgöngu því legið í henni hafnar fóstrinu. „Ég er með heilbrigð egg, en ónýtt leg. Það hafnar fóstrinu þegar það er komið á visst þroskastig. Legið skynjar þá að fóstrið sé aðskota- hlutur, losar festinguna og hreins- ar sig út. Læknarnir sögðu mér að ég gæti farið í svakalegan pakka, reynt miklar hormónameðferðir og tæknifrjóvgun en að það væru samt sem áður mjög litlar líkur á að mér tækist að ganga með barn. Þeir sögðu að það yrði algjört kraftaverk. Það eru margir sem hafa komið til mín og sagt að þau séu mörg kraftaverkabörnin – en ég vil ekki lifa á því að mögu- lega verði ég manneskjan sem fái kraftaverk.“ Í framhaldi af þessum fréttum fór Jóhanna María að kynna sér frjósemisaðgerðir, ættleiðingar og staðgöngumæðrun. „Ég hafði séð fyrir mér að mennta mig og stofna svo fjölskyldu eins og flestir aðrir. Mér fannst það eðli- leg næstu skref í lífinu. En svo fær maður að vita að það sé ekki möguleiki lengur. Þá fór ég að skoða þetta betur og komst að því að ég hef í raun ekki rétt á hjálp eins og lagakerfið er á Íslandi. Ef ég væri með ónýt egg gæti ég fengið gjafaegg, en af því að ég er með ónýtt leg þá hef ég enga möguleika.“ Öfgar í umræðunni Þessi reynsla Jóhönnu Maríu fékk hana til að skoða staðgöngu- mæðrun. Nú gat hún vel skil- ið fólkið sem vill gjarnan hafa þennan möguleika opinn. Það var fólk í sömu stöðu og hún. „Þetta eru konur með ónýtt leg eða ekk- ert leg. Eins með samkynhneigða karlmenn sem hafa ekkert leg til umráða. Og mér fannst þetta bara svo ósanngjarnt. Að kerfið velji að hjálpa þessum og þessum og þessum. En ekki þessum! Og sá einstaklingur á bara að sætta sig við að fá í andlitið að það sé ekki sjálfgefið að eignast börn. En það er bara ekki sjálfgefið fyrir neinn.“ Jóhanna María vill leyfa stað- göngumæðrun í velgjörðar- skyni. Skýrsla hefur verið gerð um málið og stjórnarflokkarnir eru tilbúnir með frumvarp sem byggt er á þeirri vinnu. Þar er vilji til að leyfa staðgöngumæðr- un í velgjörðarskyni. Frumvarp- ið á eftir að fara fyrir þingið og vonar Jóhanna María að fólk sé tilbúið að líta á málið frá öllum hliðum. „Fólk dettur gjarnan í gírinn og talar um þriðja heims ríki, framleiðslu á börnum og sölu á líkama kvenna. En við erum að skoða þetta á allt öðrum forsend- um og hér á Íslandi þar sem við höfum fyrsta flokks heilbrigðis- þjónustu og sálfræðinga til að aðstoða við ferlið. Það verður að setja þetta mál í samhengi við aðra þjónustu sem pörum sem glíma við ófrjósemi er boðið upp á. Konur sem fá gjafaegg fá önnur erfðaefni, ganga með barn- ið og eiga það eftir meðgöngu án nokkurra vandræða. En ef einhver gengur með þitt barn, þitt erfða- efni, fyrir þig, þá er þetta orðið að einhverju sem má ekki tala um og málið er kæft í fæðingu.“ Nauðsynleg lagasetning Jóhanna María segir mikilvægt að setja lagaramma utan um stað- göngumæðrun, hvort sem hún verður lögleidd hér á landi eða ekki. „Það eru börn að koma til Íslands sem hafa fæðst með þess- um hætti erlendis. Það mun halda áfram. Ættingjar úti eru búnir að afsala sér rétti á barninu og hafa ekkert tilkall þannig að börnin koma hingað og við verðum að veita þeim ríkisborgararétt. En þau eiga í raun enga foreldra ennþá og það verður til mikill vandræðagangur í kringum það. Það er vont að láta fjölskyldur rúlla í dómskerfinu í nokkur ár og þarna þarf að grípa inn í og setja lög.“ Snýst ekki um mína möguleika Mögulega hefði Jóhanna María ekkert farið að íhuga barneignir og fjölskyldulíf ef hún hefði ekki fengið fréttirnar fyrir fjórum árum um að hún eigi ekki sama möguleika og aðrir. Í raun höfðu fréttirnar þau áhrif á hana að henni fannst hún þurfa að nota stöðu sína á þingi til að vekja athygli á málinu. „Fyrir mér snýst þetta ekki um mig og mína möguleika. Fréttirn- ar sem ég fékk þegar ég var tví- tug höfðu þau áhrif á mig að ég hellti mér út í rannsóknarvinnu og starfið hafði mikil áhrif á það. Mér finnst vera galli á lögunum og ég er nú í ágætri stöðu til að vekja athygli á því. Ég hef fengið að heyra að ég sé bara að berjast fyrir þessu af því að það snert- ir mig. En það er alls ekki þann- ig. Ég vil ekkert endilega nota staðgöngumæðrun í framtíðinni, kannski langar mig að ættleiða, kannski langar mig bara ekki að eignast börn. En ég get svo sannar lega sett mig í þessi spor,“ segir Jóhanna María og vonar að það muni skapast almennileg umræða um málið þegar frum- varpið verður tekið fyrir á þingi. „Ég vona að hún verði litríkari en bara já eða nei, að rætt verði hvað sé hægt að gera til að bæta frumvarpið og umræðan verði tekin á hærra stig. Ég vil endi- lega bæta þetta frumvarp eins mikið og hægt er.“ Dreymir um gott bú En Jóhanna María er ekki á þeim stað í lífinu að hún hugi að barn- eignum. Hún lætur duga að fá frændsystkini sín lánuð, dekra þau og knúsa, og svo skila þeim aftur til foreldranna. Þessa dag- ana er hún ein á risastórri jörð að vinna frá morgni til kvölds við að standsetja bú fjölskyldunnar. Hús bróður hennar þarf að vera til- búið áður en grunnskólinn hefst og hún vonast til að fjósið verði tilbúið í október þannig að for- eldrar hennar geti flutt sig yfir. Tvö ár eru eftir af kjörtímabilinu en hún segir of snemmt að segja til um hvort hún fari aftur í fram- boð. Í haust mun hún þar að auki hefja nám í miðlun og almanna- tengslum við Bifröst. „Ég ætla að taka námið hægt og rólega með vinnunni. Ég er á þeim aldri að maður ætti að vera að klára háskóla – ef ég hefði hald- ið dampi. Ég hef mikinn áhuga á að tengja þetta nám inn í félags- kerfi landbúnaðarins. Það gæti farið vel með því að búa hér og taka við búinu, ef þetta gengur upp eins og okkur dreymir um. Svo sagði einhver að lífið væri ekki búið eftir fertugt þannig að ég held nú að ég hafi nógan tíma, aðeins 24 ára gömul.“ Í FJÓSINU Jóhanna María vinnur að því að hreinsa út úr fjósinu og hlöðunni til að geta sett upp nýjar innréttingar. Eftir örfáar vikur hefst þing á ný og því á hún annasama daga fram undan. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ég hef fengið að heyra að ég sé bara að berjast fyrir þessu af því að það snertir mig. En það er alls ekki þannig. Ég vil ekkert endilega nota staðgöngumæðrun í framtíðinni, kannski langar mig að ættleiða, kannski langar mig bara ekki að eignast börn. En ég get svo sannarlega sett mig í þessi spor. 15. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 28 1 4 -0 8 -2 0 1 5 2 1 :3 3 F B 1 2 0 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 C 8 -7 1 8 0 1 5 C 8 -7 0 4 4 1 5 C 8 -6 F 0 8 1 5 C 8 -6 D C C 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 1 2 0 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.