Fréttablaðið - 15.08.2015, Blaðsíða 110

Fréttablaðið - 15.08.2015, Blaðsíða 110
15. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| SPORT | 70 365.is Sími 1817 ÚRSLITALEIKUR BORGUNARBIKARSINS Ekki missa af stærsta leik ársins þegar Reykjavíkurveldin KR og Valur takast á í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Stöð 2 Sport 2. Í DAG KL. 15:30 HANDBOLTI Íslenska U-19 ára liðið vann síðasta leik sinn í riðlakkepni HM í gær, 47-19, gegn Venesúela. Strákarnir unnu þar með sinn sterka riðil með fullu húsi stiga. Óðinn Ríkharðsson átti ótrúlegan leik fyrir Ísland í gær en hann skoraði fimmtán mörk úr nítján skotum. Hákon Styrmisson kom honum næstur með ellefu mörk í tólf skotum. Einar Baldvinsson átti einnig mjög góðan leik í markinu en hann var með rúmlega 44 prósent markvörslu og gaf einnig sjö stoðsendingar í leiknum. Úrslitakeppnin hefst síðan á morgun en þá leikur Ísland við liðið sem varð í fjórða sæti í A-riðli. Það er landslið Suður-Kóreu. Strák- arnir eru vonandi ekki hættir. - hbg Strákarnir í 16-liða úrslit með látum SPORT Emil Hallfreðsson vantar bara fimm leiki til að ná því að spila hundrað leiki í efstu deild á Ítalíu fyrstur Íslendinga. Hellas Verona mætir Internazio- nale á Giuseppe Meazza- leikvanginum í fimmtu umferðinni. Eins og sjá má hér fyrir neðan þá er Emil í nokkrum sérflokki meðal þeirra íslensku leikmanna sem hafa reynt fyrir sér í Seríu A í gegnum tíðína. FLESTIR LEIKIR ÍSLENDINGA Í SERÍU A EMIL HALLFREÐSSON - 95 28 með Verona 2014/15 33 með Verona 2013/14 13 með Reggina 2008/09 21 með Reggina 2007/08 BIRKIR BJARNASON - 38 14 með Sampdoria 2013/14 23 með Pescara 2012/13 ALBERT GUÐMUNDSSON - 14 14 með AC Milan 1948/49 HÖRÐUR BJÖRGVIN MAGNÚSSON - 12 12 með Cesena 2014/15 FLEST MÖRK ÍSLEDNINGA Í SERÍU A EMIL HALLFREÐSSON - 4 1 með Verona 2014/15 2 með Verona 2013814 1 með Reggina 2008/09 ALBERT GUÐMUNDSSON - 2 2 með AC Milan 1948/49 BIRKIR BJARNASON - 2 2 með Pescara 2012/13 ➜ Fyrstur í hundrað leiki í vetur? FÓTBOLTI Emil Hallfreðsson, leikmað- ur Hellas Verona, er að fara að leika sitt sjötta tímabil á Ítalíu en hann gæti leikið sinn 100. leik í Serie A í haust. Er hann með töluvert forskot á næsta Íslending í leikjum á Ítalíu en fjórir íslenskir leikmenn hafa leikið á Ítalíu. Lék Albert Guðmundsson fyrst- ur Íslendinga á Ítalíu í eitt ár í herbúð- um AC Milan en síðastliðin ár hafa þrír Íslendingar verið á Ítalíu. Emil verður hins vegar líklegast sá eini sem leikur í Serie A á næsta tímabili. Okkur líður afskaplega vel á Ítalíu Birkir Bjarnason sem hefur leikið á Ítalíu undanfarin ár gekk til liðs við Basel í Sviss á dögunum og þá er tölu- verð óvissa um framtíð Harðar Björg- vins Magnússonar. Hörður er samnings- bundinn Juventus en ólíklegt er að hann fái mörg tækifæri hjá firnasterku liði ítölsku meistaranna á næsta tímabili. „Þessi tími er búinn að líða afskap- lega hratt, þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt og mér líður vel hérna á Ítalíu. Ég hef ekkert farið í felur með það að okkur fjölskyldunni líður afskap- lega vel á Ítalíu,“ sagði Emil, sem er orðinn sleipur í ítölskunni. „Ég er bara mjög fínn, ég er búinn að vera hérna í sjö ár og ef maður getur ekki tjáð sig eftir það þá ertu eitthvað örlítið týndur. Ég þurfti að læra strax ítölsku til að komast inn í menninguna og ég lagði mikið á mig strax til að kom- ast betur inn í menninguna hérna.“ Uppgangur síðustu ár Verona leikur þriðja árið í röð í ítölsku úrvalsdeildinni í ár en félagið var tvö tímabil Emils hjá félaginu í 1. deild- inni. Verona hefur lent um miðja deild undan farin tvö tímabil og segir Emil markmiðið að festa klúbbinn í sessi sem efstu deildar klúbb. „Markmiðið var þegar við komum upp að festa okkur í sessi og verða þessi Serie A klúbbur sem þessi klúbbur er miðað við fylgi stuðningsmannanna. Borgin og stuðningsmennirnir eiga það skilið að við séum í efstu deild, það er alltaf fullt á leikjunum hjá okkur.“ Aukin pressa fyrir nágrannaslaginn Emil var ánægður með síðasta tíma- bil en félagið lenti einu sæti fyrir ofan nágrannana í Chievo. „Í ár er það sama markmið og alltaf, halda sætinu í deildinni og svo sjáum við hvert við getum komist. Í fyrra var okkur sagt að algengt væri að ná ekki sama árangri á öðru tímabilinu í deild- inni. Núna er komið að því þriðja og ég er spenntur að sjá hvernig þetta mun ganga, hvert við erum að stefna. Ég hef fulla trú á verkefninu og við erum búnir að styrkja okkur vel í sumar.“ Verona og Chievo deila velli í Verona en Emil sagði að það væri alltaf aukin pressa fyrir nágrannaleikinn. „Við verðum að stefna að því að vera fyrir ofan Chievo og vinna leikina gegn þeim. Þótt þeir séu með fáa stuðnings- menn þá er þetta nágrannaliðið og við fáum alveg að heyra það ef við töpum gegn þeim. Það er mikil pressa á okkur fyrir þá leiki og menn eru ekki sáttir ef það tapast.“ Emil og félagar eiga leik gegn Foggia úr C-deildinni í ítalska bikarnum um helgina en ítalska deildin hefst svo viku seinna. „Við megum alls ekki við því að van- meta þetta lið, þeir slógu út Bari sem er í B-deildinni í síðustu umferð.“ Marquez og Toni eru flottir Chievo hefur styrkt sig myndarlega undanfarin ár en í liðinu má finna reynslubolta á borð við Luca Toni, Rafa- el Marquez og Giampaolo Pazzini sem gekk til liðs við félagið í sumar. „Rafa og Luca eru ótrúlega flottir þrátt fyrir aldurinn. Luca er enn þá með frábært markanef og Marquez sem hefur leikið með Barcelona og verið fyrir liði Mexíkó í rúmlega áratug hlýt- ur að vita eitthvað um boltann. Svo ef Pazzini tekst að skora jafn mörg mörk og Toni verðum við í góðum málum í vetur.“ - kristinnpall@365.is Þessi tími hefur liðið ótrúlega hratt Emil Hallfreðsson er að hefj a sitt sjötta tímabil í ítölsku úrvalsdeildinni en hann mun að öllum líkindum leika sinn 100. leik í ítölsku úrvalsdeildinni í vetur. Hann hefur komið sér vel fyrir á Ítalíu og segir að það sé mikil pressa á leikmönnum fyrir nágrannaslaginn. LYKILMAÐUR Emil Hallfreðsson átti níu stoðsendingar á félaga sína á síðustu leiktíð. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY FÓTBOLTI Harpa Þorsteinsdóttir og félagar hennar í Stjörnunni spila á sunnudaginn hreinan úrslitaleik á móti Apollon frá Kýpur en í boði er sæti í 32 liða úrslitum Meistara- deildarinnar. Bæði lið hafa unnið örugga sigra í tveim- ur fyrstu leikjum sínum í riðlinum en það er mikill hiti og mikill raki á Kýpur. „Það er mjög heitt hérna og mjög mikil molla. Þetta er allt annað en þegar maður er á Spáni eða eitthvað. Þessar aðstæður eru því svolítið þrúgandi þótt leikirnir séu spil- aðir á kvöldin. Það er mikið vökvatap þann- ig að við erum eiginlega mest inni á hóteli,“ segir Harpa og bætir við: „Við erum skyn- samar. Þetta er klárlega engin sólbaðsferð,“ segir hún. Stjörnustelpurnar sáu liðsmenn Apollon vinna 8-0 sigur á liði frá Möltu í fyrrakvöld. „Þær eru mjög kvikar á boltann og láta hann ganga hratt. Þær virka ekki líkamlega sterkar og ég held að við höfum forskot þar,“ segir Harpa. „Þær eru ekki vanar að mæta jafn sterku liði og við erum. Ég held að það skili okkur forskoti fyrir þennan leik að við erum búnar að spila fleiri erfiða leiki í sumar,“ segir Harpa og Stjörnustelpur ætla að gefa tóninn strax í byrjun leiks. „Ég held að við leggjum upp með að keyra svolítið yfir þær í byrjun leiks. Það er ekkert leyndarmál að hitinn tekur svolítið frá okkur. Jafntefli dugar þeim þannig að við verðum að setja mörk á þær,“ segir Harpa, sem skoraði tvö mörk í síðasta leik. „Við setjum mikla pressu á okkur sjálfar að komast upp úr þessum riðli og allt annað væru mikil vonbrigði,“ segir Harpa. Hún er spennt fyrir samvinnunni við hina nýju brasil- ísku leikmenn liðsins, þær Fran- cielle og Poliönu. „Það er mjög gaman að spila með þess- um brasilísku og þær eru mjög flinkar í fót- bolta. Ég held að þær eigi heilmikið inni og það kemur fram þegar við kynnumst hver annarri betur. Ég vonast eftir því að þær komi með einhver töfrabrögð á móti þessu Apollon-liði,“ segir Harpa að lokum. - óój Vill sjá smá brasilísk töfrabrögð Harpa Þorsteinsdóttir og félagar í Stjörnunni spila úrslitaleik á Kýpur á morgun. ÆTLA SÉR ÁFRAM Harpa Þorsteinsdóttir. FÓTBOLTI Stjórn KSÍ ákvað á fundi sínum á fimmtudag að ráða Klöru Bjartmarz sem framkvæmdastjóra sambandsins. Hún er fyrsti kvenkyns framkvæmdastjóri KSÍ. „Það var einhugur um þessa ráðningu hjá stjórninni,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Klara hefur gegnt starfinu síðan í mars á þessu ári er Þórir Hákonarson lét af störfum. Hún var þá ráðin tímabundið. Hún er enginn nýgræðingur hjá KSÍ enda starfað fyrir sambandið síðan 1994. Klara hefur lengst af starfað við mótamál og kvennalandsliðið. Klara var einnig skrifstofustjóri KSÍ um árabil og hefur starfað fyrir UEFA sem eftirlitsmaður á alþjóðlegum leikjum. „Klara hefur staðið sig vel í störfum fyrir sambandið á löngum ferli og verið traust í sínum störfum. Hún hefur síðan vaxið í þessu nýja starfi,“ segir Geir en það vakti nokkra athygli að starfið var ekki auglýst. Hvernig stóð á því? „Það var ekki auglýst þegar ég var ráðinn í þetta starf á sínum tíma og ekki heldur þegar Þórir var ráðinn. Stjórnarmenn voru ánægðir með hennar störf og tóku í kjölfarið þá ákvörðun að ráða hana.“ - hbg Klara er fyrsta konan sem er ráðin framkvæmdastjóri KSÍ KLARA BJARTMARZ. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 1 4 -0 8 -2 0 1 5 2 1 :3 3 F B 1 2 0 s _ P 1 1 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 1 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 5 C 8 -6 C 9 0 1 5 C 8 -6 B 5 4 1 5 C 8 -6 A 1 8 1 5 C 8 -6 8 D C 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 1 2 0 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.