Fréttablaðið - 15.08.2015, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 15.08.2015, Blaðsíða 26
15. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 26 Þegar blaðamaður og ljós-myndari birtast í dyra-gættinni hjá Jóhönnu Maríu á bænum Mið-Görðum í Borgarbyggð er hún að kveðja bónd- ann af næsta bæ sem kom yfir til að fá sér hádegismat, soðin bjúgu og tilheyrandi. Húsið er að mestu leyti autt, fyrir utan eitt rúm og kaffibollana sem hún setur á borð- ið fyrir nýkomnu gestina. Hún og fjölskyldan standa í flutning- um á mönnum, heimili og skepn- um. Fjölskyldan og búslóðin eru enn vestur á fjörðum og Jóhanna María er að gera nýja fjósið klárt fyrir nautgripina með aðstoð vina og vandamanna. „Heimilisflutningarnir eru ekki flóknir og ég get alveg sofið í marga daga á dýnu á gólfinu. Naut- gripirnir og hrossin eru aðalmál- ið,“ segir Jóhanna María og svarar svo samviskusamlega spurningum blaðamanns um hvernig níutíu nautgripir séu fluttir úr Djúpinu á Vestfjörðum hingað á Vestur- landið. „Við mjólkum að morgni á gamla staðnum og flytjum þá svo í flutningabílum í nýja fjósið, svo seinni mjaltir náist. Þá þarf fjósið líka að vera alveg tilbúið.“ Dæmigert fjölskyldubú Jóhanna María er alin upp á Látr- um í Djúpinu. Foreldrar henn- ar hafa verið með búskap þar í fjörutíu ár og pabbi hennar er bókstaflega fæddur á túninu þar. Flutningarnir fela því í sér miklar breytingar fyrir fjölskylduna. „Ég er svoddan kamelljón þann- ig að ég á gott með breytingar. Maður þekkir samt hverja einustu spýtu og hvern einasta hól vestur á fjörðum. Svo kemur maður hing- að og þetta er eins og að byrja í nýjum skóla. Ég veit ekki alveg hvar ég á að byrja. En ætli þetta sé ekki erfiðast fyrir pabba. Við sáum gott tækifæri í þessu, að kaupa þessa jörð. Hér eru tvö íbúðarhús hlið við hlið og munu foreldrar mínir, ég og yngri bróð- ir minn búa í öðru húsinu og eldri bróðir minn og fjölskylda hans við hliðina. Þetta verður hið týpíska fjölskyldubú þar sem allir hjálpast að. Það er gott að vera nær höf- uðborginni upp á innkaup og við- gerðir – og svo á ég líka möguleika á að komast heim þegar ég er ekki fram á nætur á þinginu.“ Fullorðinsgírinn Jóhanna María hefur verið tvö ár á þingi fyrir Framsóknar- flokkinn. Hún var 21 árs þegar hún náði kjöri og þar af leiðandi yngsti þingmaður til að hefja störf á Alþingi. Hún segir síð- ustu tvö ár hafa kennt sér ótrú- lega mikið. „Maður lærir smátt og smátt hvernig maður á að haga sér og hvernig maður á að tala. Svo er þetta spurning um að halda dampinum, vita hvað er að gerast í þjóðfélaginu og á sínu heimasvæði. Maður verður líka að muna að maður er þingmaður alls landsins. Vinir mínir grínast með að ég eigi til að detta í „full- orðinsgírinn“. Þegar vinkonurn- ar eru að plana sumarbústaðar- ferð þá er ég að fara á fund hjá Íslandsdeild Norðurlandaráðs. Þá hlæja þær og segja að ég tali jap- önsku.“ Er ekki símadama Ástæðan fyrir því að Jóhanna er þingmaður Framsóknarflokksins er einföld. Hún hefur lengi haft áhuga á pólitík og þegar það kom tími til að velja flokk settist hún niður með bæklinga frá öllum flokkum og las sér til um stefnu- málin. Það leiddi hana til Fram- sóknarflokksins og eitt leiddi af öðru. Hún lýsir sambandi sínu við flokkinn eins og hjónabandi, það séu góðir dagar og slæmir dagar en allir geti verið hreinskilnir og hún viti alltaf hvar hún standi. En er henni aldrei klappað á kollinn verandi talsvert yngri en aðrir þingmenn? „Ekki af öðrum þingmönnum. En eldri menn úr kjördæminu hringja oft í mig og biðja mig um að skila þessu og hinu til karl- mannanna, til Gunnars Braga eða Ásmundar Einars. En tala ekki beint við mig. Þá svara ég því yfir- leitt þannig að ég sé ekki síma- dama. Svo er ég á Eystrasalts- þinginu fyrir Ísland ásamt nær eingöngu gráhærðum karlmönn- um. Enda er ég eiginlega alltaf spurð hvort ég sé ritari eða aðstoð- armaður. Oft þarf ég að sýna skil- ríki til að sanna að ég sé þing- maður,“ segir Jóhanna hlæjandi og segist ekki hugsa mikið um ungan aldur sinn. Hún er alin upp í kringum fullorðið fólk, fréttir og þjóðfélagsmál hafa verið rædd við hana við eldhúsborðið frá því hún man eftir sér og henni er það fullkomlega eðlilegt að vinna með mun eldra fólki. Erla Björg Gunnarsdóttir erlabjorg@frettabladid.is Baráttan snýst ekki um mig Þingmaðurinn og bóndinn Jóhanna María Sigmundsdóttir fékk að vita tvítug að hún geti aldrei gengið með barn. Hún uppgötvaði að eina leiðin fyrir hana til að eignast barn er ólögleg hér á landi. Það varð til þess að hún hellti sér í rannsóknar- vinnu um staðgöngumæðrun og hefur sú vinna skilað sér inn á þing. Ég er eiginlega alltaf spurð hvort ég sé ritari eða aðstoðarmaður. Oft þarf ég að sýna skilríki til að sanna að ég sé þing- maður. FRÉTTABLAÐ IÐ /VILH ELM 1 4 -0 8 -2 0 1 5 2 1 :3 3 F B 1 2 0 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 5 C 8 -8 5 4 0 1 5 C 8 -8 4 0 4 1 5 C 8 -8 2 C 8 1 5 C 8 -8 1 8 C 2 8 0 X 4 0 0 8 A F B 1 2 0 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.