Fréttablaðið - 15.08.2015, Blaðsíða 24
15. ágúst 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN | 24
Það verður líf og fjör á Sólheimum
í dag þar sem haldið verður upp á
Lífræna daginn í Menningarveislu
Sólheima. Þessi hátíð er nú haldin í
tíunda sinn en fleiri stórafmælum
verður fagnað þennan dag á Sól-
heimum. „Það hittir svo á að í ár
eru einnig þrjátíu ár frá Íslands-
göngu Reynis Péturs og Skátafé-
lag Sólheima á einnig þrjátíu ára
afmæli. Það er því nóg af tilefn-
um til að fagna,“ segir Valgeir F.
Bachman, skipuleggjandi Menn-
ingarveislunnar, en þegar blaða-
maður heyrir í honum hljóðið er
undirbúningur á fullu. Verið er
að reisa markaðstjaldið þar sem
framleiðslan sem fer fram á Sól-
heimum verður til sölu með góðum
afslætti.
Að auki verða tvennir tón-
leikar í Sólheimakirkju, útileik-
ir og spil fyrir alla fjölskylduna,
Háskólalestin mætir með fræðandi
skemmtun og sýningin um göngu-
ferð Reynis Péturs verður opin.
Skátafélagið vígir nýtt skátaheimili
á afmælinu og fagnar með varðeldi
þar sem hægt verður að baka brauð
á priki og skátasöngvar sungnir.
„Það myndast alltaf gífurlega
góð stemning á þessum degi og
hefur í raun verið góð stemning
hjá okkur í allt sumar. Það hefur
aldrei verið jafn mikið að gera hjá
okkur. Enda er alltaf sól í Sólheim-
um þótt það rigni aðeins,“ segir
Valgeir.
Sólskinsdagur í Sólheimum
Sólheimar fagna stórafmælum í sinni árlegu Menningarveislu í dag. Fjöldi gesta í Sólheimum hefur sjaldan
verið meiri en þetta sumarið og gestgjafarnir því í góðri æfi ngu að bjóða upp á gott fj ör og smitandi gleði.
UNDIRBÚNINGUR Í FULLUM GANGI Í markaðstjaldinu verður grænmeti frá Sólheimum til sölu. Reynir Pétur Steinunnarson göngugarpur, Valgeir F. Backman og Guðrún
Rósalind Jóhannsdóttir skátar aðstoða Hörpu Rós Jónsdóttur við að bera lífræna íþróttanammið úr búðinni út í tjald.
Erla Björg
Gunnarsdóttir
erlabjorg@frettabladid.is
12:00-18:00 Kaffihúsið Græna kannan, verslunin Vala og markaðstjald.
13:00-17:00 Leikir fyrir börn á öllum aldri á túninu.
14:00-17:00 Háskólalestin.
14:00-15:00 Magnea Tómasdóttir og Inga Björk Ingadóttir með
tónleika í Sólheimakirkju.
15:00-17:00 Vorsabær II kemur með hesta, teymt undir.
15:30-17:00 Skátaheimili Sólheima vígt. Varðeldur og söngur.
16:00-17:30 Lífrænt grænmetiströllaseyði af hlóðum Tröllagarðs.
16:00-17:00 Nikolaus Kattner trúbador treður upp við Grænu
könnunna.
LÍFRÆNI DAGURINN Á
MENNINGARVEISLU SÓLHEIMA
Uppskrift að hrátertu með kókos-
bragði sem er frábær með laugar-
dagskaffinu og er jafnvel enn betri
daginn eftir og dugar því líka með
sunnudagsmorgunkaffinu.
Bounty-terta
1 bolli döðlur
2 ½ bolli kókosmjöl
¼ bolli kókosolía
½ bolli kasjúhnetur
rifinn börkur af einni appelsínu
1 tsk. vanilla
salt
krem
100 g dökkt gott súkkulaði
2 msk. kókosolía
Skerið döðlurnar frekar smátt og
leggið í bleyti ásamt kasjúhnetum í
um 20 mínútur. Hellið mesta vatninu
af og maukið í blandara. Bætið við
kókosolíu, kókosmjöli, appelsínu-
berki, vanillu og salti og blandið
áfram í stutta stund. Setjið kringlótt
mót á tertudisk, þrýstið „deiginu“
þar í.
Bræðið súkkulaði og kókosolíu yfir
vatnsbaði og hellið yfir tertuna.
Kælið í a.m.k. klukkustund eða yfir
nótt. Fengið af alberteldar.com
Suðræn kókosstemning í einum tertubita
Albert Eiríksson býður upp á uppskrift að Bounty-hrátertu sem er ósköp holl en líka óskaplega gómsæt.
Á MATARHÁTÍÐ ALÞÝÐ-
UNNAR, Reykjavík Bacon
Festival, á Skólavörðustígnum
á milli kl. 14 til 17 í dag.
Á ALLA DÁSAMLEGU
TÓNLISTINA á Jazzhátíð
Reykjavíkur.
STÚLKAN
Í TRÉNU,
nýja
bók eftir Jussi
Adler Olsen sem
hefur gott lag á að
halda vöku fyrir
flestum.
Á EINS
MARGA
LEIKI í
enska boltanum
og þú getur.
HELGIN
15. ágúst 2015 LAUGARDAGUR
FARÐU
HLUSTAÐU
LESTU
HORFÐU...
SUÐRÆN SNEIÐ Hrátertan er best
daginn eftir.
Þorsteinn Bachmann, leikari
Áfram, Valur!
„Ég er í fæðingarorlofi þannig að ég
verð líklega mest með fjölskyldunni.
Litla dóttirin er tíu vikna þannig
að það eru ansi mikil rólegheit yfir
okkur. Ég var reyndar að gæla við að
fara á völlinn í dag á Valur-KR og held
þar að sjálfsögðu með Val. Í kvöld
munum við konan mín kíkja í afmæli
til Charlotte Böving.“
Svanhildur Hólm Valsdóttir,
aðst.maður fjármálaráðherra
Hendir skóm
„Ég ætla að sofa, borða, lyfta
og láta það eftir Loga að
henda/gefa fullt af skóm. Og
fara í brúðkaup!“
Vera Sölvadóttir, kvik-
myndagerðarkona
Nýtur laugarinnar
„Ég ætla að hanga í Vestur-
bæjarlauginni eins mikið og
ég get af því að henni verður
lokað vegna viðgerða frá og
með mánudeginum.“
Jógvan Hansen,
söngvari
Vinna og heyskapur
„Ég er að fara að vinna. Syng
í tveimur brúðkaupum í dag
en á morgun getur verið
að ég fari í Borgarfjörðinn í
heyskap.“
1
4
-0
8
-2
0
1
5
2
1
:3
3
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
5
C
8
-8
A
3
0
1
5
C
8
-8
8
F
4
1
5
C
8
-8
7
B
8
1
5
C
8
-8
6
7
C
2
8
0
X
4
0
0
8
B
F
B
1
2
0
s
C
M
Y
K