Ský - 01.02.2007, Blaðsíða 16

Ský - 01.02.2007, Blaðsíða 16
 16 ský sagði Vilmundur og bætti við að í kosningunum hefði skynsemin sigrað en refskapurinn í eftirleiknum. Fyrir vikið væri tímabært að huga að því að ríkisstjórn og löggjafarsamkoman yrðu kjörin hvort í sínu lagi og var það sjónarmið rauði þráðurinn í öllum málflutningi Vilmundar upp frá því. „Stjórnmálin eru eins og hver önnur skák, þar sem einn veikur leikur getur breytt yfirburðastöðu í tapað tafl. Í stjórnmálum er unnt að vinna yfirburðasigur í kosningum, en glutra honum síðan niður í eftirleiknum. Í alþingiskosningum þessa sumars sigraði Alþýðuflokkurinn, en Framsóknarflokkurinn tapaði. Í eftirleiknum hefur dæmið hins vegar snúizt svo við, að Framsóknarflokkurinn er hinn sterki flokkur, en Alþýðuflokkurinn flýtur klofinn að feigðarósi,“ sagði Jónas Kristjánsson í leiðara í Dagblaðinu þegar ríkisstjórnin var á hveitibrauðsdögum sínum. Vildu stjórnina feiga Eðlilega lögðu ráðherrar í ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar, og eins þingflokkarnir sem að baki stjórninni stóðu, upp með góð og fögur fyrirheit um að bæta hag lands og þjóðar. Veruleikinn fer þó ekki alltaf saman við hugsjónirnar og innan ríkisstjórnarinnar var deilt um mál, stór jafnt sem smá. Ráðherrar Alþýðubandalags og Alþýðuflokks deildu gjarnan sín í millum og innan síðarnefnda flokksins voru raunar þingmenn sem vildu stjórnina feiga allt frá fyrsta degi. Þar fóru fremstir í flokki Sighvatur Björgvinsson og Vilmundur Gylfason sem á sínum tíma höfðu greitt atkvæði gegn myndun stjórnarinnar. Svo baráttuglaðir þóttu þeir félagar á stundum í málflutningi sínum að þeir voru kallaðir Sighvatur og Orðhvatur. Í ævisögu sinni segir Steingrímur Hermannsson að smæstu mál út um borg og bí hefðu þurft að fá samþykki ríkisstjórn- arinnar að hætti vinnubragða þessara tíma. Engu að síður hefðu efnahagsmálin verið tímafrekust. Þannig hafði ríkisstjórnin aðeins verið rúma viku við völd þegar hún setti bráðabirgðalög um ráðstafanir í efna- hagsmálum sem kváðu meðal annars á um 15% gengisfellingu, áframhaldandi verð- stöðvun, auk þess sem ákvæði sólstöðu- samninganna frá árinu áður voru sett í gildi. „Þar með voru efnahagsmálin í raun komin í sömu stöðu og í upphafi ársins þegar ríkisstjórn hafði neyðst til að helminga verðbætur á laun,“ segir Steingrímur. Kötturinn fer í burtu Þegar kom fram í janúar 1979 lagði efnahagsnefnd þriggja ráðherra fram tillögur um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Það var meðal annars á grundvelli þessara tillagna sem Ólafur Jóhannesson samdi við „eldhúsborðið heima“, eins og hann komst að orði, hin svonefndu Ólafslög. Frumvarp til laga þessara lagði hann fram í eigin nafni og fékk samþykkt, en lögin sem enn eru í gildi, kveða á um verðtryggingu fjárskuldbindinga með viðmiðun í láns- kjaravísitölu og „voru virðingarverð tilraun til þess að taka á sem flestum þáttum efna- hagsmála,“ segir Eiríkur Tómasson í ritinu Ólafsbók, sem kom út árið 1984, til heiðurs Ólafi sjötugum. Einleikur forsætisráðherrans í þessu máli mæltist þó ákaflega illa fyrir, einkum meðal Alþýðubandalagsmanna. Á endanum náðist þó lending og samstaða í málinu, þótt Leiðir skilja. Benedikt Gröndal og Ólafur Jóhannesson halda hvor sína leið að loknum ríkisstjórnarfundi 10. október 1979, en þá voru dagar stjórnarinnar taldir. Benedikt varð svo forsætisráðherra. Ráðherrar Alþýðubandalagsins í stjórn Ólafs Jóhannessonar voru taldir hafa samið af sér um Ólafslögin sem tóku upp verðtryggingu fjárskuldbindinga. Ragnar Arnalds, Svavar Gestsson og Hjörleifur Guttormsson sitja fyrir svörum hjá Ómari Ragnarssyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.