Ský - 01.02.2007, Page 42

Ský - 01.02.2007, Page 42
 42 ský Stundum er sagt að ekkert lýsi íslenskri fyndni betur en orðin: „Þetta var ofboðs-lega fyndið eins og hann sagði það.“ Þetta þýðir að til þess að skilja brandarann, fatta djókið, þurfti maður að hafa þekkt þann sem sagði þetta sem var svo óskaplega fyndið, hafa verið með á ferðalaginu, mætt snemma í partíið og tekið þátt í hlátrinum þegar þetta var sem var svo óskaplega fyndið – eins og hann sagði það. Í þessu séríslenska andrúmslofti fámennis og ættartengsla, þar sem maður þarf að þekkja manninn til að skilja grínið, hafa stundum komið upp listamenn sem eru svolítið eins og íslensk fyndni. Einhver verður alger stjarna í sínum árgangi í menntaskóla, rífur af sér snilldina í skólablöðum og á kaffihúsum, málar nokkrar dulúðugar myndir og gefur svo út eina eða tvær ljóðabækur sem hann selur sjálfur upp úr kuðluðum plastpoka á Mokka. Snillingurinn hefur alltaf útvalda hirð í kringum sig og slær um sig með persónutöfrum og gullkornum sem falla í frjóan svörð þeirra sem skilja snilligáfu hans til hlítar og baða sig í ljómanum. Að sjálfsögðu er alltaf verið að drekka því lífið er óttalega snautlegt og laust við snilld þegar allir eru edrú og stífir smáborgarar. Svo missir listamaðurinn smátt og smátt stjórn á drykkjunni, vinirnir hverfa inn í hálfbyggð hús eða upp metorðastigann og ljóminn fölnar. Við tekur langt tímabil fornrar frægðar, útlegðar í dulbúningi flótta frá nesjamennsku og skilningsleysi en alltaf annað slagið málverkasýningar „heima“ eða nýjar ljóðabækur, ef ekki misskildar skáldsögur. Ef listamaðurinn lifir þetta tímabil af þá getur hann náð því að lifa sína eigin endurreisn DAGUR EI MEIR Dagur Sigurðarson var bóhem holdi klæddur, eina íslenska bítskáldið, misskilinn snillingur, skemmtilegur drykkjufélagi, vanmetinn listmálari og ljósberi ljóðlistar sem mun lifa lengur en margt sem ort var eftir miðja tuttugustu öld. Texti: Páll Ásgeir Ásgeirsson Horfinn snillingur Dagur árið 1966. Snyrtilegur bóhem.

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.