Ský - 01.02.2007, Qupperneq 45

Ský - 01.02.2007, Qupperneq 45
 ský 45 hann í senn verið nemandi og fyrirlesari. Þegar á ævina leið varð bóheminn fyrirferðarmeiri, en eins og oftar því miður án þeirrar gleði sem ætti að fylgja sönnu bóhemlífi. Dagur lagði þó ekki niður skáldskap og sköpun. Síðast var hann að fást við óperettutexta þar sem hann skoðaði landnám Íslendinga í eigin ljósi. Dagur varð aldrei gamall heldur varðveitti drenginn í sér. Félagar hans og vinir voru flestir mun yngri en hann og hann höfðaði helst til þeirra sem litu á borgaralegrar skyldur og venjulegt líf sem eyðingarafl eða að minnsta kosti hjákátlegt. Persónan var hjartahlý, en umgengni við hana krafðist stundum úthalds og þolinmæði. Í samræðum var Dagur gjöfull og var þekking hans umfangsmikil og víðtæk. Dagur var meðal þeirra skálda sem brutu blað á sjötta áratugnum og öðlaðist með því sitt hlutabréf í sólarlaginu. Honum tókst á næsta áratug á eftir, líka þeim áttunda og jafnvel níunda (þótt minna bæri á honum þá) að vekja eftirtekt með skáldskap sínum og skipta máli.“ Skáldið í tölum og ártölum En hver var nákvæmlega skáldferill Dags Sigurðarsonar? Dagur Sigurðarson gaf út tólf bækur. Sú fyrsta var Hlutabréf í Sólarlaginu sem kom út 1958 en á eftir fylgdu Milljónaævintýri 1960, Hundabærinn eða viðreisn efnahagslífsins 1963, Níðstaung hin meiri 1965, Rógmálmur og grásilfur 1971 en sú síðastnefnda er jafnan talin sú ljóðabók skáldsins sem hafði mest áhrif. Á árunum 1974 til 1988 komu út sjö bækur til viðbótar. Þær voru Meðvituð breikkun á raskati 1974, Frumskógadrottningin fórnar Tarsan 1974, Fagurskinna 1976, Venjuleg húsmóðir 1977, Sólskinsfífl 1980, Fyrir Laugavegsgos 1985 og Kella er ekkert skyld þeim 1988. Fyrst í stað munu ljóð Dags hafa vakið töluverða hneykslun fyrir opinskátt og djarft orðfæri og berorðar ástarjátningar. En Dagur hitti strax á einhvern streng í brjóstum þeirra sem unna ljóðlist sem er opin og einlæg og laus við allt myrkviði kenninga og táknmáls. Sá einfaldleiki sem var aðalsmerki ljóðagerðar hans gerði hana aðgengilega kynslóðum sem á eftir komu og skópu skáldinu hljómgrunn meðal nýrra aðdáenda. Stundum er sagt um Dag að hann sé íslenska útgáfan af „beat“ skáldi en þau voru hópur skálda sem spratt upp á sjötta áratugnum í Bandaríkjunum sem hömpuðu mjög bóhemskum lífsstíl og vildu ögra fólki með verkum sínum. Sennilega eru Allen Ginsberg og Jack Kerouac þekktastir bítskálda og má segja að Dagur hafi fetað í fótspor þeirra og fært götumál inn í íslenska ljóðlist. Sjálfur var hann aðdáandi t.d. Ginsbergs og þýddi ljóð hans á íslensku. Mörgum finnst Rógmálmur og grásilfur vera besta ljóðabók Dags og í henni er að finna nokkur bestu ljóð hans. Úr þeirri bók er oft vitnað í ljóðið Geirvörtur. „Brjóst handa mér brjóst sem fylla lófann brenna lófann og spreingja lófann spreingibrjóst handa mér eða lítil skjálfandi brjóst sem kitla lófann þótt maður nái ekki taki eins og á stelpunni þarna sem sötrar kók gegnum strá og mænir á gluggann brjóst handa mér og höndum mínum mér í hendur í hendur mínar brjóst að mínu flata brjósti stinn ilmandi mjúk heit brjóst handa mér og geirvörtur blóðríkar viðkvæmar bleikar ljósbrúnar, dökkbrúnar gulbleikar brúnbleikar geirvörtur handa mér að erta og sefa Í ljóðabókinni Hundabærinn eða viðreisn efnahagslífsins frá 1963 lýsir skáldið sjálfum sér í ljóði: (brot) „Þótt undarlegt kunni að virðast er ég samansaumaður skynsemisdýrkandi og menningarpostuli. --- VI Ég er ekkert séni. Ég er kolbítur. Ég ligg í öskustó, róta og rýti. Einu sinni var ég útburður. Ég gerði hvað ég gat. Ég gólaði gat á hlustir stertimenna. Þá var ég útburður. Nú er ég kolbítur. Einn góðan daginn verður öskustóin auð. Hvað hefur orðið um ónytjúnginn? pískrar fólk og skekur kollana. En fyrr en nokkurn varir verður Prinsessan í faðmi mér. Ríkið við tær mér“ Árið 1990 vakti útvarpsviðtal við Dag nokkra athygli og við skulum láta skáldið eiga lokaorðin í þessari grein: „Ég er ekkert einn um að hafa sjokkerað fólk. Það eru allir sjokkeraðir á öllum hér í Reykjavík. Það er lenska. Og allir að snuðra um náungann til að hafa eitthvað á hann. Ég kaus mér það ungur að vera áberandi og því fylgir viss ábyrgð. Það er ekki alveg sama hvað maður gerir á götunni en oftast nær líkar mér vel við fólk – með fáum undantekningum. Mér finnst gaman að kvikindunum! … Það er voðalega leiðinlegt hvað fólk er alltaf mikið að skammast sín. Ég gæti trúað því að skömmusta sé eitt aðalefnið í líminu sem heldur svínaríinu saman. Það er ópraktískt að skammast sín og aldrei verið minn stíll. Ég er heiðursmaður, það gefst mikið betur.“ Dagur á Mokka árið 1982. sky ,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.