Ský - 01.02.2007, Síða 59

Ský - 01.02.2007, Síða 59
 ský 59 og í stað þess að skammast að vinna með krökkunum og benda þeim á hætturnar. Það á ekki að gefa upp símanúmer, ekki að gefa upp hvaða skóla þau eru í og foreldrar þurfa að vita við hvern þau eru í sambandi.“ Þegar blaðamaður hitti Sverri að máli var staddur hjá EJS Eoin Ferrer, sérfræðingur í öryggismálum hjá Websense, sem EJS er í samstarfi við. Websense er langstærst í heiminum í að skanna vefsíður á Netinu og skannar rúmlega 600 milljónir vefsíðna á viku hverri og hefur Websense hjálpað EJS við að koma ákveðnum böndum á netnotkunina og með hjálp þess er nú hægt að loka á hættuleg svæði. Hugbúnaður frá Websense gerir ráð fyrir því að hættan hafi færst að miklu leyti úr tölvupósti, þar sem fólk fær viðhengi sem smellt er á, sem getur ógnað örygginu við það að fara í gegnum Netið. Eoin Ferrer telur að miklar breytingar hafi orðið á síðustu árum: „Áður fyrr voru þeir tölvuþrjótar sem við eltumst við ungir strákar, sem við kölluðum oft tölvunörda. Í dag er umhverfið allt öðruvísi. Skipuleg glæpastarfsemi á sér stað á Netinu, sem getur verið mjög hættuleg, og hjá Websense erum við með margt í gangi varðandi þessi mál. Segja má að glæpabylgja gangi yfir og mjög erfitt er að stöðva hana og átta sig á hverjir standa á bak við slíka starfsemi. Það er því nauðsynlegt að fólk geri sér grein fyrir hættunni sem það er í þegar vafrað er um netið. Þessi hætta á aðeins eftir að aukast og það verður sífellt erfiðara fyrir einstaklinginn að vita hvað er öruggt og hvað er ekki.“ Dulbúnar hættur „Varðandi netsíður sem verið er að skoða, þá geta þær reynst hættulegar án þess að viðkomandi viti af því,“ segir Sverrir. „Þessi starfsemi er á bak við tjöldin og það er verið að nýta sér galla, meðal annars í Internet Explorer sem mest er veist að, þar sem Microsoft er langstærsti hugbúnaðarframleiðandinn og er þar af leiðandi í flestum tölvum. Um leið og vefsíðan er kominn á skjáinn er verið að ná í kóða sem keyrður er upp án vitundar notandans og sækir jafnvel síðan annan kóða, og þá er komið eitthvað inn í tölvuna sem mögulega getur safnað upplýsingum, fer jafnvel að stjórna vélinni og ekkert er hægt að gera. Eldveggurinn stöðvar þetta oft ekki þar sem í mörgum tilfellum er um „lögmæta“ veftraffík að ræða og þessi samskipti eru oft dulbúin sem hefðbundin veftraffík. Að verjast slíkum árásum er erfitt og því er fræðsla um hættuna oft besta vörnin. Það má þó ekki draga úr mikilvægi þess að uppfæra stýrikerfi tölvunnar þegar það á við og hafa hana uppsetta með eldvegg og vírusvörn sem einnig er uppfærð reglulega. Ef við tökum síðan börnin okkar, sem eru oft mun klárari en foreldrarnir á tölvu, þá er líka gríðarlega mikilvægt að bæði kennarar og samtök komi að þessu máli og sjái um að kenna krökkum rétta hegðun varðandi Netið. Þetta er það sama og að ala krakkana upp í að hegða sér á ákveðinn hátt gagnvart umhverfinu og öðrum einstaklingum; á sama hátt þarf að kenna þeim hegðun gagnvart Netinu. Varðandi amapóst má benda fólki á að gefa ekki upp aðalnetfang sitt þegar það skráir sig á hinar og þes sar vefsíður eða kaupir eitthvað á netinu, heldur nota eitthvert sérnetfang í slíkt. Það eru líka ákveðin atriði sem koma o ft upp um svokallaðan svindlpóst sem ætlað er a› svindla á fó lki: • Þú veist ekki hver sendi þér tölvupóstin n • Þér eru lofað peningum fyrir litla sem e nga vinnu • Þú ert beðin(n) um að borga eitthvað fyr irfram til að fá eitthvað til baka • Þú ert beðin(n) um persónuupplýsingar, s.s. bankareikningsnúmer, jafnvel vegabréfsupplýsingar o.fl. • Þú ert beðin(n) um hröð viðbrögð • Þú ert beðin(n) um að halda þessu leynd u EJS býður upp á mikið úrval af hug-búnaði í verslun sinni að Grensásvegi 10. Grensásvegi 10, Reykjavík , sími 563 3000, fax 568 8487 Tryggvabraut 10, Akureyri, sími 463 3000, fax 463 3001 Netfang: www.ejs.is sky ,

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.