Saga: missirisrit - 01.12.1926, Page 4
150 SAGA
Hann kyssir systur sína fjóra kossa, — í kross:
einn á enni, tvo á kinnar og einn á brjóstið.
Gegnum grátinn sér hann stór tár renna niSur
kinnar föður síns, sem er þögull og þungbúinn.
MóSir hans andvarpar grátandi ng barmar sér.
Gamla vinnukonan. staulast inn til þeirra. Hún
segir:
— Nú sérSu hana systur þína ekki oftar, blessaSur
stúfurinn.
Him klappar á koll hans í fangi föSursins. Hún er
æfinlega svo góS viS hann. Samt getur hún ekkert
meint meS þessu.
Hann veit aS sú systir, sem nú hvílir í rúminu,
verSur aS jörSu. En þá systur sína, sem í dauSanum
sveif til himna, á hann eftir aS sjá í öSru lífi.
Þeir leggja systur hans á ílata, breiSa fjöl. Svo er
hún borin fram í stofu. Þar á hún aS hvíla, þangaS til
smiSurinn hefir búiS til kistu utan um hana, sem hún á
alt af aS sofa í.
Hann er einn inni í rúmi. Gíklega verSur hann
æfinlega einn eftir þetta, fyrst hún er farin. Hún, sem
hefir svo oft veriS hjá honum, og elskaS hann eins
heitt og nokkur lítil systir getur elskaS bróSur sinn, sem
á bágt.
Hún hefir fært honum blómin: túnsóley og fífil
neSan úr þúfum; allavega löguS og lit puntstrá sunn-
an úr laut; gula og hvíta muru, sem óx uppi hjá grá-