Saga: missirisrit - 01.12.1926, Page 5
SAGA 151
steininum á háa hólnum fyrir ofan bæinn, sem aldrei var
hægt aS gera aS túni, en sem átti þau gæöi til aS bera,
aS þar uxu yndisleg'ustu og litskærustu þrílitu fjólurn.
ar, sem spruttu í allri landareigninni. Þar var líka vall.
humallinn meS sterku lyktinni og barkandi bragSinu,
sem mamma hans stundum sauS í heitu vatni og gaf
honum aS drekka. Hún hefir einnig fært honum Bald-
ursbrá ofan af skemmumæni, höfuSrót úr bæjarveggnum
og lækjarsóley og hófblöSku utan frá bæjarlæk. Og
mörg, mörg önnur blóm og grös hefir hún fært hon-
um inn í rúmiS hans, þótt fæst væru nöfn þeirra þekt.
Hún hefir fært honum og flutt honum voriS inn
aS rúmstokknum: — heiSríkjuna, sólskiniS, sumarblæ-
inn, hafrænuna, jarSarilminn, — lífsunaSinn.
Hún hefir sagt honum smásögur frá ánum og
lömbunum þeirra litlu og spræku; frá kúnum og kálfun-
um og hestunum og litla folaldinu.
Hún hefir sagt honum frá litbrigSum dalsins, þeg-
ar sólin skín á fjallshnúkana í morgundýrSinni, og frá
kvöldskuggunum í háa fjallinu fyrir ofan bæinn, þegar
forsælan færist niSur hlíSina, hvaSa blæbrigSum slær á
dalsána, hvort hún sýnist blá eSa græn, hvít eSa grá,
gullbleik eSa rósrauS.
En hann hefir kent henni bænirnar og versin, sem
afi hans, sem nú er dáinn, hefir kent honum. Og æf-
mtýrin öllsömun hefir hann sagt henni, sem gamla vinnu-
konan hefir kent honum í rökkrinu í mörg, mörg ár,
sitjandi viS rúmstokkinn hans meS prjónana sína.